Umfjöllun: Valur - Haukar 58-62 | Bikarmeistararnir unnu nauman sigur í uppgjöri bestu liða landsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2021 22:21 Haukar urðu bikarmeistarar á dögunum og héldu sigurgöngu sinni áfram í kvöld með sigri í Meistarakeppni KKÍ. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Vals tóku á móti nýkrýndum bikarmeisturum Hauka í Meistarakeppni KKÍ í kvöld. Þó Helena Sverrisdóttir væri fjarri góðu gamni fór það svo að Haukar unnu nauman fjögurra stiga sigur, lokatölur 62-58. Góð byrjun bikarmeistaranna lagði grunninn að sigri liðsins en liðið skoraði 22 stig í fyrsta leikhluta gegn aðeins 12 stigum Valskvenna. Mest náðu Haukar upp 14 stiga forystu í fyrsta leikhluta en Valur setti síðustu fjögur stig leikhlutans og kom muninum niður í tíu stig áður en flautan gall. Eftir það jafnaðist leikurinn töluvert og var varnarleikur beggja liða til fyrirmyndar. Það sem eftir lifði leiks. Valur hélt í við Hauka í öðrum leikhluta og minnkaði muninn hægt og rólega. Ameryst Alston fór það fremst í flokki en það var Ásta Júlía Grímsdóttir sem minnkaði muninn í tvö stig með sniðskoti þegar rúmlega tvær mínútur voru til hálfleiks. Ásta Júlía átti góðan leik í liði Vals.Vísir/Bára Dröfn Haukar gáfu aðeins í eftir það og var munurinn orðinn sex stig er flautað var til hálfleiks, staðan 35-29 Haukum í vil. Haukar náðu aftur vopnum sínum í þriðja leikhluta og voru tíu stigum yfir þegar fjórði og síðasti leikhluti leiksins hófst. Aftur gerðu Valskonur áhlaup og setti Dagbjört Dögg Karlsdóttir niður þrist sem minnkaði muninn í tvö stig, 56-54, þegar sex mínútur og 50 sekúndur lifðu leiks. Ameryst Alston jafnaði svo metin skömmu síðar. Leikurinn var í járnum eftir það en Haukar náðu að setja niður nokkur mikilvæg stig á meðan Valur náði ekki að svara. Ekkert var skorað síðustu tvær mínútur leiksins og því fór það þannig að Haukar sigruðu leikinn, 62-58. Af hverju unnu Haukar? Þær reyndust einfaldlega sterkari þegar á reyndi. Frábær byrjun og góð vörn undir lokin lögðu grunninn að sigri kvöldsins. Valskonur voru þó grátlega nálægt því að stela sigrinum í fjórða leikhluta. Hverjar stóðu upp úr? Ameryst Alston var stigahæst í liði Vals með 25 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þar á eftir kom Dagbjört Dögg með 10 stig á meðan Ásta Júlía skoraði fjögur stig og tók 12 fráköst. Hjá Haukum var Lovísa Björt Henningsdóttir stigahæst með 23 stig ásamt því að taka sjö fráköst. Haiden Denise Palmer skoraði 10 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þá skoraði Elísabeth Ýr Ægisdóttir sex stig, tók 10 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Lovísa Björt Henningsdóttir var frábær í kvöld.Vísir/Bára Hvað gekk illa? Þegar varnarleikur er upp á tíu er sóknarleikurinn venjulega ekki upp á marga fiska. Það átti svo sannarlega við í kvöld. Þá hittu Valskonur einstaklega illa úr 3ja stiga skotum sínum en aðeins þrjú af 21 slíku rötuðu rétta leið. Hvað gerist næst? Þann 6. október næstkomandi hefst úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Valur heimsækir Grindavík á meðan Haukar fá Njarðvík í heimsókn. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Valur Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Góð byrjun bikarmeistaranna lagði grunninn að sigri liðsins en liðið skoraði 22 stig í fyrsta leikhluta gegn aðeins 12 stigum Valskvenna. Mest náðu Haukar upp 14 stiga forystu í fyrsta leikhluta en Valur setti síðustu fjögur stig leikhlutans og kom muninum niður í tíu stig áður en flautan gall. Eftir það jafnaðist leikurinn töluvert og var varnarleikur beggja liða til fyrirmyndar. Það sem eftir lifði leiks. Valur hélt í við Hauka í öðrum leikhluta og minnkaði muninn hægt og rólega. Ameryst Alston fór það fremst í flokki en það var Ásta Júlía Grímsdóttir sem minnkaði muninn í tvö stig með sniðskoti þegar rúmlega tvær mínútur voru til hálfleiks. Ásta Júlía átti góðan leik í liði Vals.Vísir/Bára Dröfn Haukar gáfu aðeins í eftir það og var munurinn orðinn sex stig er flautað var til hálfleiks, staðan 35-29 Haukum í vil. Haukar náðu aftur vopnum sínum í þriðja leikhluta og voru tíu stigum yfir þegar fjórði og síðasti leikhluti leiksins hófst. Aftur gerðu Valskonur áhlaup og setti Dagbjört Dögg Karlsdóttir niður þrist sem minnkaði muninn í tvö stig, 56-54, þegar sex mínútur og 50 sekúndur lifðu leiks. Ameryst Alston jafnaði svo metin skömmu síðar. Leikurinn var í járnum eftir það en Haukar náðu að setja niður nokkur mikilvæg stig á meðan Valur náði ekki að svara. Ekkert var skorað síðustu tvær mínútur leiksins og því fór það þannig að Haukar sigruðu leikinn, 62-58. Af hverju unnu Haukar? Þær reyndust einfaldlega sterkari þegar á reyndi. Frábær byrjun og góð vörn undir lokin lögðu grunninn að sigri kvöldsins. Valskonur voru þó grátlega nálægt því að stela sigrinum í fjórða leikhluta. Hverjar stóðu upp úr? Ameryst Alston var stigahæst í liði Vals með 25 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þar á eftir kom Dagbjört Dögg með 10 stig á meðan Ásta Júlía skoraði fjögur stig og tók 12 fráköst. Hjá Haukum var Lovísa Björt Henningsdóttir stigahæst með 23 stig ásamt því að taka sjö fráköst. Haiden Denise Palmer skoraði 10 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þá skoraði Elísabeth Ýr Ægisdóttir sex stig, tók 10 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Lovísa Björt Henningsdóttir var frábær í kvöld.Vísir/Bára Hvað gekk illa? Þegar varnarleikur er upp á tíu er sóknarleikurinn venjulega ekki upp á marga fiska. Það átti svo sannarlega við í kvöld. Þá hittu Valskonur einstaklega illa úr 3ja stiga skotum sínum en aðeins þrjú af 21 slíku rötuðu rétta leið. Hvað gerist næst? Þann 6. október næstkomandi hefst úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Valur heimsækir Grindavík á meðan Haukar fá Njarðvík í heimsókn.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Valur Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn