Þetta staðfestir Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi forseti Alþingis. Hann segir að þar hafi jafnréttissjónarmið ráðið för.
„Það var til að jafna kynjahlutföllin því að þingskapareglan segir að gæta skuli að því að það séu sem jöfnust hlutföll kynja í nefndum,“ segir Willum.

„Þar sem við vorum með tvær konur þá gátum við ein tekið það til okkar að bregðast við því.“
Fjórir karlar og fimm konur
Fyrir þessa breytingu Framsóknar var nefndin skipuð sex konum og þremur körlum. Nú verða í nefndinni fjórir karlar og fimm konur.
Nefndin kemur saman á fyrsta fundi sínum í dag klukkan 13.
Nefndarmenn eftir breytinguna eru:
- Fyrir Sjálfstæðisflokkinn: Birgir Ármannsson, Vilhjálmur Árnason og Diljá Mist Einarsdóttir.
- Fyrir Framsókn: Líneik Anna Sævarsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson.
- Fyrir Vinstri græn: Svandís Svavarsdóttir.
- Fyrir Flokk fólksins: Inga Sæland.
- Fyrir Samfylkinguna: Þórunn Sveinbjarnardóttir.
- Fyrir Pírata: Björn Leví Gunnarsson.