Sértrúarsöfnuður og skuggalegt mótorhjólagengi í nýrri stiklu fyrir Ófærð 3 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. október 2021 16:46 Í sýnishorni úr Ófærð 3 má sjá stórskotalið úr íslensku leikarastéttinni. RVK Studios Í stiklu fyrir þriðju þáttaröðina af Ófærð má sjá lögregluteymið Andra og Hinriku taka höndum saman að nýju við rannsókn á flóknu morðmáli í samstarfi við Trausta, yfirmann Andra. „Eftir átakamikla atburði, sem gengið hafa nærri honum, hefur Andri nú fært sig um set innan lögreglunnar og farinn að sinna rannsókn efnahagsbrota. Sestur við skrifborð og telur sig kominn í þægilega innivinnu. En þegar ungur maður finnst myrtur í hópi sértrúarsafnaðar norður í landi, finnur Andri sig knúinn til að leggja rannsókninni lið,“ segir um nýju þáttaröðina. Ólafur Darri Ólafsson og Ilmur Kristjánsdóttir fara sem fyrr með hlutverk Andra og Hinriku. Björn Hlynur Haraldsson leikur Trausta en einnig koma fram leikarar eins og Egill Ólafsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Íris Tanja Flygenring, Guðjón Pedersen og Þorsteinn Gunnarsson, sem á nú endurkomu, en Þorsteinn fór á kostum sem tengdafaðir Andra í fyrstu þáttaröðinni. Danski stórleikarinn Thomas Bo Larsen, leikur einnig stórt hlutverk í þáttunum, sem forsprakki dansks mótorhjólagengis, sem kemur til landsins með Norrænu og skapar ótta meðal bæjarbúa. Ófærð er sem fyrr framleidd af RVK Studios. Baltasar Kormákur er aðalframleiðandi þáttanna. Leikstjórar ásamt honum eru þau Börkur Sigþórsson og Katrín Björgvinsdóttir. Þættirnir eru framleiddir í samstarfi við RÚV, ZDF Entertainment og Netflix með stuðningi frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Eftir átakamikla atburði, sem gengið hafa nærri honum, hefur Andri nú fært sig um set innan lögreglunnar og farinn að sinna rannsókn efnahagsbrota. Sestur við skrifborð og telur sig kominn í þægilega innivinnu. En þegar ungur maður finnst myrtur í hópi sértrúarsafnaðar norður í landi, finnur Andri sig knúinn til að leggja rannsókninni lið,“ segir um nýju þáttaröðina. Ólafur Darri Ólafsson og Ilmur Kristjánsdóttir fara sem fyrr með hlutverk Andra og Hinriku. Björn Hlynur Haraldsson leikur Trausta en einnig koma fram leikarar eins og Egill Ólafsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Íris Tanja Flygenring, Guðjón Pedersen og Þorsteinn Gunnarsson, sem á nú endurkomu, en Þorsteinn fór á kostum sem tengdafaðir Andra í fyrstu þáttaröðinni. Danski stórleikarinn Thomas Bo Larsen, leikur einnig stórt hlutverk í þáttunum, sem forsprakki dansks mótorhjólagengis, sem kemur til landsins með Norrænu og skapar ótta meðal bæjarbúa. Ófærð er sem fyrr framleidd af RVK Studios. Baltasar Kormákur er aðalframleiðandi þáttanna. Leikstjórar ásamt honum eru þau Börkur Sigþórsson og Katrín Björgvinsdóttir. Þættirnir eru framleiddir í samstarfi við RÚV, ZDF Entertainment og Netflix með stuðningi frá Kvikmyndamiðstöð Íslands.
Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira