Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. október 2021 18:52 Undirbúningsnefnd kom saman í dag á fyrsta fundi sínum eftir kosningar. vísir/egill Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar. Ágreiningsefni sem hafa komið upp eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi eru nú formlega komin í hendur undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var í dag valinn formaður hennar en hann hefur áður sinnt því hlutverki. Þá voru helstu verkefni kjörbréfanefndar að fara yfir ágreiningsseðla. „En þarna er um að ræða kærumál sem varða stærri atriði en við höfum verið að fást við áður,“ sagði Birgir við fréttastofu að fundinum loknum en nefndinni hafa þegar borist þrjár kærur vegna kosninganna. „Þannig að við þurfum svolítið að vanda okkur hvernig við förum í málið.“ Ekki útilokað að upp komi ágreiningur í nefndinni Birgir bendir á að nefndin verði að starfa á grundvelli stjórnarskrárinnar og þeirra laga sem eru í gildi. Birgir Ármannsson (hægri) var valinn forseti kjörbréfanefndar á fyrsta fundi hennar í dag.vísir/vilhelm Gjarnan myndast skýrar línur milli stjórnarmeirihluta og minnihluta í nefndum þingsins. Eigum við von á að sjá breiðari sátt í þessu máli? „Ég vona það. Auðvitað er ekki útilokað að það geti, þegar fram líða stundir, verið skiptar skoðanir um einstök mál sem upp koma þarna,“ segir Birgir. Vilja hafa sem flesta fundi opna En verða fundir nefndarinnar opnir eins og margir hafa kallað eftir? „Við ræddum það og ég held að nefndarmenn séu svona að meginstefnu til á því að starfið eigi að vera sem gagnsæjast.“ Nefndin kemur aftur saman á miðvikudaginn. Sá fundur verður þó ekki opinn. „Á meðan við erum að ná utan um verkefnið þá verðum við ekki með opna fundi en hins vegar þá sjáum við fyrir okkur að það geti komið til þess, að því gefnu að við séum ekki að fjalla um mál sem af einhverjum ástæðum eru bundin trúnaði,“ segir Birgir Ármannsson, formaður kjörbréfanefndar. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Ágreiningsefni sem hafa komið upp eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi eru nú formlega komin í hendur undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var í dag valinn formaður hennar en hann hefur áður sinnt því hlutverki. Þá voru helstu verkefni kjörbréfanefndar að fara yfir ágreiningsseðla. „En þarna er um að ræða kærumál sem varða stærri atriði en við höfum verið að fást við áður,“ sagði Birgir við fréttastofu að fundinum loknum en nefndinni hafa þegar borist þrjár kærur vegna kosninganna. „Þannig að við þurfum svolítið að vanda okkur hvernig við förum í málið.“ Ekki útilokað að upp komi ágreiningur í nefndinni Birgir bendir á að nefndin verði að starfa á grundvelli stjórnarskrárinnar og þeirra laga sem eru í gildi. Birgir Ármannsson (hægri) var valinn forseti kjörbréfanefndar á fyrsta fundi hennar í dag.vísir/vilhelm Gjarnan myndast skýrar línur milli stjórnarmeirihluta og minnihluta í nefndum þingsins. Eigum við von á að sjá breiðari sátt í þessu máli? „Ég vona það. Auðvitað er ekki útilokað að það geti, þegar fram líða stundir, verið skiptar skoðanir um einstök mál sem upp koma þarna,“ segir Birgir. Vilja hafa sem flesta fundi opna En verða fundir nefndarinnar opnir eins og margir hafa kallað eftir? „Við ræddum það og ég held að nefndarmenn séu svona að meginstefnu til á því að starfið eigi að vera sem gagnsæjast.“ Nefndin kemur aftur saman á miðvikudaginn. Sá fundur verður þó ekki opinn. „Á meðan við erum að ná utan um verkefnið þá verðum við ekki með opna fundi en hins vegar þá sjáum við fyrir okkur að það geti komið til þess, að því gefnu að við séum ekki að fjalla um mál sem af einhverjum ástæðum eru bundin trúnaði,“ segir Birgir Ármannsson, formaður kjörbréfanefndar.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira