Ellefu mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir líkamsárás og fyrri brot Árni Sæberg skrifar 4. október 2021 22:54 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri þann 24. september síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til ellefu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir líkamsárás á Akureyri. Um er að ræða eins mánaðar hegningarauka við fyrri tíu mánaða dóm sem maðurinn hlaut í mars síðastliðnum. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem féll þann 24. september síðastliðinn en var birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir líkamsárás fyrir að hafa veitt manni eitt hnefahögg í andlitið fyrir utan Pósthúsbarinn á Akureyri. Afleiðing hnefahöggsins hafi verið sú að sá kýldi féll aftur fyrir sig rak hnakkann í stétt. Af því hafi hann hlotið bólgu á neðri vör og eymsli þar í kring, skurð vinstra megin á vörinni og skurð inni á vörinni og skurð í hársverði sem blæddi talsvert úr. Þá segir að maðurinn hafi hlotið dóm í mars síðastliðnum fyrir vörslur fíkniefna, vopnalagabrot, akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttar og peningaþvætti. Refsing þá hafi verið fangelsi í tíu mánuði, skilorðsbundið í tvö ár. Þar sem líkamsárásin hafi verið framin fyrir uppkvaðningu þess dóms og verði refsing fyrir líkamsárásina því ákveðin sem hegningarauki við hann. Í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála verði fyrri dómur dæmdur upp og refsing fyrir öll brotin dæmd í einu lagi. Þá segir að brotaþoli hafi farið fram á skaðabætur að fjárhæð 527 þúsund krónum. Rétturinn fallist á að hann eigi rétt á miskabótum en að þær séu hæfilegar ákveðnar 150 þúsund krónur. Þá var manninum einnig gert að greiða brotaþola 27 þúsund krónur í skaðabætur vegna fjártjóns. Manninum var einnig gert að greiða allan málskostnað, alls 197 þúsund krónur. Dómsmál Akureyri Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem féll þann 24. september síðastliðinn en var birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir líkamsárás fyrir að hafa veitt manni eitt hnefahögg í andlitið fyrir utan Pósthúsbarinn á Akureyri. Afleiðing hnefahöggsins hafi verið sú að sá kýldi féll aftur fyrir sig rak hnakkann í stétt. Af því hafi hann hlotið bólgu á neðri vör og eymsli þar í kring, skurð vinstra megin á vörinni og skurð inni á vörinni og skurð í hársverði sem blæddi talsvert úr. Þá segir að maðurinn hafi hlotið dóm í mars síðastliðnum fyrir vörslur fíkniefna, vopnalagabrot, akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttar og peningaþvætti. Refsing þá hafi verið fangelsi í tíu mánuði, skilorðsbundið í tvö ár. Þar sem líkamsárásin hafi verið framin fyrir uppkvaðningu þess dóms og verði refsing fyrir líkamsárásina því ákveðin sem hegningarauki við hann. Í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála verði fyrri dómur dæmdur upp og refsing fyrir öll brotin dæmd í einu lagi. Þá segir að brotaþoli hafi farið fram á skaðabætur að fjárhæð 527 þúsund krónum. Rétturinn fallist á að hann eigi rétt á miskabótum en að þær séu hæfilegar ákveðnar 150 þúsund krónur. Þá var manninum einnig gert að greiða brotaþola 27 þúsund krónur í skaðabætur vegna fjártjóns. Manninum var einnig gert að greiða allan málskostnað, alls 197 þúsund krónur.
Dómsmál Akureyri Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira