Sif snýr heim en ekki víst að hún spili fyrir manninn sinn Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2021 09:00 Sif Atladóttir hefur leikið 82 A-landsleiki og stefnir á sitt fjórða stórmót á EM í Englandi næsta sumar. vísir/bára Sif Atladóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, heldur heim til Íslands í vetur eftir tólf ár í atvinnumennsku. Hún mun búa á Selfossi en segist ekki setja það fyrir sig að ferðast til æfinga á höfuðborgarsvæðinu fari svo að hún semji við félag þar. Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar, var í gær kynntur sem nýr aðalþjálfari kvennaliðs Selfoss. Hjónin hafa verið hjá Kristianstad í Svíþjóð frá árinu 2011, Sif sem leikmaður en Björn sem aðstoðarþjálfari Elísabetar Gunnarsdóttur. Sif segir það ekki sjálfgefið að hún spili fyrir Björn hjá Selfossi en ljóst er að fleiri félög koma til með að bera víurnar í þessa 36 ára gömlu landsliðskonu. „Það verður bara spennandi að hlusta á hvaða kostir eru í boði og taka ákvörðun út frá því,“ sagði Sif við Vísi í gær. „Ég er á leiðinni heim en ekkert annað er klárt. Ég hef heyrt af einhverjum áhuga en ekkert formlega. Fyrst og fremst er Bjössi að fá frábært tækifæri en það vissi annars enginn fyrr en núna að við værum á leiðinni heim. Næstu dagar gætu því orðið áhugaverðir,“ sagði Sif og játti því að hún tæki ákvörðun um næsta skref meðal annars út frá því markmiði sínu að spila á EM næsta sumar. Miklar ekki fyrir sér að keyra í 40 mínútur á æfingu Ljóst er eins og fyrr segir að fjölskyldan mun búa á Selfossi. Sif er hins vegar alveg til í að renna reglulega yfir Hellisheiðina ef niðurstaðan verður sú að hún spili með liði á höfuðborgarsvæðinu: „Já, ef að rétt tækifæri kemur. Ég tek bara ákvörðun út frá því hvað hentar best. Eftir að hafa búið erlendis í tólf ár þá miklar maður það ekki fyrir sér að keyra í 40 mínútur á æfingu. Það er bara eins og að skjótast til Lundar,“ sagði Sif hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) Því er þó ekki að neita að Björn vill að sjálfsögðu hafa hana í sínu liði áfram: „Við höfum alveg rætt þetta og vitum alveg hvernig við vinnum saman. En þá taka bara við samningaviðræður, ef að Selfoss vill fá mig. Núna þegar þetta er komið í ljós þá kannski heyra einhverjir í manni og þá getur maður skoðað alla kosti. Ég er ekkert að stressa mig á hlutunum. Það verður bara áhugavert að sjá hvað er í boði. Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir Bjössa til að prófa sig sem aðalþjálfari eftir að hafa verið í sænsku deildinni í svona langan tíma. Þetta var tækifæri sem hann vill grípa og ég styð hann í því,“ sagði Sif. Tómleikatilfinning eftir magnaðan uppgang Eins og fyrr segir hafa Sif og Björn verið hluti af Íslendinganýlendunni í Kristianstad í rúman áratug og átt sinn þátt í miklum uppgangi félagsins sem Sif kemur til með að kveðja með söknuði þegar leiktíðinni lýkur í nóvember: „Það fylgdi því tómleikatilfinning að tilkynna stelpunum að við værum að fara. Þetta er annað heimili manns og maður á eftir að sakna þeirra. Maður er gígantískt stoltur uppbyggingunni sem við höfum gert. Við fórum úr því að vera „jójó-lið“, í að verða nánast gjaldþrota en bjarga okkur frá því, og upp í að vinna medalíu og ná loksins markmiðinu um að spila í Meistaradeild Evrópu. Það var ótrúlega fallegt að hafa getað klárað þetta með því að spila á heimavelli í Meistaradeildinni, og að hafa verið hluti af því að koma Kristianstad á kortið.“ Sænski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Sjá meira
Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar, var í gær kynntur sem nýr aðalþjálfari kvennaliðs Selfoss. Hjónin hafa verið hjá Kristianstad í Svíþjóð frá árinu 2011, Sif sem leikmaður en Björn sem aðstoðarþjálfari Elísabetar Gunnarsdóttur. Sif segir það ekki sjálfgefið að hún spili fyrir Björn hjá Selfossi en ljóst er að fleiri félög koma til með að bera víurnar í þessa 36 ára gömlu landsliðskonu. „Það verður bara spennandi að hlusta á hvaða kostir eru í boði og taka ákvörðun út frá því,“ sagði Sif við Vísi í gær. „Ég er á leiðinni heim en ekkert annað er klárt. Ég hef heyrt af einhverjum áhuga en ekkert formlega. Fyrst og fremst er Bjössi að fá frábært tækifæri en það vissi annars enginn fyrr en núna að við værum á leiðinni heim. Næstu dagar gætu því orðið áhugaverðir,“ sagði Sif og játti því að hún tæki ákvörðun um næsta skref meðal annars út frá því markmiði sínu að spila á EM næsta sumar. Miklar ekki fyrir sér að keyra í 40 mínútur á æfingu Ljóst er eins og fyrr segir að fjölskyldan mun búa á Selfossi. Sif er hins vegar alveg til í að renna reglulega yfir Hellisheiðina ef niðurstaðan verður sú að hún spili með liði á höfuðborgarsvæðinu: „Já, ef að rétt tækifæri kemur. Ég tek bara ákvörðun út frá því hvað hentar best. Eftir að hafa búið erlendis í tólf ár þá miklar maður það ekki fyrir sér að keyra í 40 mínútur á æfingu. Það er bara eins og að skjótast til Lundar,“ sagði Sif hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) Því er þó ekki að neita að Björn vill að sjálfsögðu hafa hana í sínu liði áfram: „Við höfum alveg rætt þetta og vitum alveg hvernig við vinnum saman. En þá taka bara við samningaviðræður, ef að Selfoss vill fá mig. Núna þegar þetta er komið í ljós þá kannski heyra einhverjir í manni og þá getur maður skoðað alla kosti. Ég er ekkert að stressa mig á hlutunum. Það verður bara áhugavert að sjá hvað er í boði. Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir Bjössa til að prófa sig sem aðalþjálfari eftir að hafa verið í sænsku deildinni í svona langan tíma. Þetta var tækifæri sem hann vill grípa og ég styð hann í því,“ sagði Sif. Tómleikatilfinning eftir magnaðan uppgang Eins og fyrr segir hafa Sif og Björn verið hluti af Íslendinganýlendunni í Kristianstad í rúman áratug og átt sinn þátt í miklum uppgangi félagsins sem Sif kemur til með að kveðja með söknuði þegar leiktíðinni lýkur í nóvember: „Það fylgdi því tómleikatilfinning að tilkynna stelpunum að við værum að fara. Þetta er annað heimili manns og maður á eftir að sakna þeirra. Maður er gígantískt stoltur uppbyggingunni sem við höfum gert. Við fórum úr því að vera „jójó-lið“, í að verða nánast gjaldþrota en bjarga okkur frá því, og upp í að vinna medalíu og ná loksins markmiðinu um að spila í Meistaradeild Evrópu. Það var ótrúlega fallegt að hafa getað klárað þetta með því að spila á heimavelli í Meistaradeildinni, og að hafa verið hluti af því að koma Kristianstad á kortið.“
Sænski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn