Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2021 11:50 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um þriðju vaxtahækkunina í röð í morgun þegar meginvextir bankans voru hækkaðir um 0,25 prósentur í 1,5 prósent. Búast má við að viðskiptabankarnir hækki bráðlega húsnæðislánavexti sína í framhaldinu. Vísir/Vilhelm Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. Meginvextir Seðlabankas eru nú komnir í 1,5 prósent en þeir fóru lægst í 0,75 prósent í byrjun desember í fyrra en tóku síðan að hækka í júlí. Þeir voru hæstir 5,75 prósent í nóvember 2015 en byrjuðu að lækka í september 2016 og lækkuðu síðan mjög skart frá byrjun árs í fyrra. Í rökstuðningi peningastefnunefndar Seðlabankans fyrir vaxtahækkun í morgun segir að verðbólga hafi aukist í september og mælst 4,4%. Framlag húsnæðisliðarins haldi áfram að aukast og skýri stóran hluta af ársverðbólgu í september. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að vonandi fari að sjá fyrir endan á miklum hækkunum húsnæðisverðs. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir árangur hafa náðst í baráttunni við verðbólguna á flestum sviðum nema varðandi húsnæðisliðinn.Vísir/Vilhelm „Þetta er þriðja vaxtahækkunin okkar. Við erum að ná árangri í baráttunni gegn verðbólgu. Verðbólga án húsnæðis er að ganga niður en húsnæðismarkaðurinn hefur verið að hækka alveg töluvert," segir Ásgeir. Bankinn telji að þær aðgerðir sem fjármálastöðugleikanefnd greip til í síðustu viku með takmörkunum á veðsetningu og greiðslubyrði fólks í íbúðakaupum ásamt vaxtahækkunum muni draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Áhrif tímabundinna framboðstruflana gætu aftur á móti varað lengur en áður var talið en þær hafi hækkað kostnað við að framleiða og dreifa vörum um allan heim. Ásgeir segir að peningastefnunefnd muni beita þeim tækjum sem hún hafi yfir að ráða til að tryggja að verðbólga hjaðni aftur í markmið innan ásættanlegs tíma. „Seðlabankinn hefur skyldur samkvæmt lögum að halda verðbólgu í 2,5 prósentum og það verðum við að gera. Hún er búin að vera aðeins yfir markmiði í einhvern tíma. Það eru að vísu aðeins ástæður fyrir því. Hækkanir á erlendum hrávörum og fleira sem er heldur að vinna á móti okkur. Þannig að við viljum samt ná verðbólgu niður á næsta ári.“ Þannig að þolinmæði Seðlabankans nær hvað langt, fram á mitt næsta ár til að koma verðbólgunni niður í markmiðið? „ Eitthvað svoleiðis já,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Íslenska krónan Verðlag Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður hækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5%. 6. október 2021 09:00 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Meginvextir Seðlabankas eru nú komnir í 1,5 prósent en þeir fóru lægst í 0,75 prósent í byrjun desember í fyrra en tóku síðan að hækka í júlí. Þeir voru hæstir 5,75 prósent í nóvember 2015 en byrjuðu að lækka í september 2016 og lækkuðu síðan mjög skart frá byrjun árs í fyrra. Í rökstuðningi peningastefnunefndar Seðlabankans fyrir vaxtahækkun í morgun segir að verðbólga hafi aukist í september og mælst 4,4%. Framlag húsnæðisliðarins haldi áfram að aukast og skýri stóran hluta af ársverðbólgu í september. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að vonandi fari að sjá fyrir endan á miklum hækkunum húsnæðisverðs. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir árangur hafa náðst í baráttunni við verðbólguna á flestum sviðum nema varðandi húsnæðisliðinn.Vísir/Vilhelm „Þetta er þriðja vaxtahækkunin okkar. Við erum að ná árangri í baráttunni gegn verðbólgu. Verðbólga án húsnæðis er að ganga niður en húsnæðismarkaðurinn hefur verið að hækka alveg töluvert," segir Ásgeir. Bankinn telji að þær aðgerðir sem fjármálastöðugleikanefnd greip til í síðustu viku með takmörkunum á veðsetningu og greiðslubyrði fólks í íbúðakaupum ásamt vaxtahækkunum muni draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Áhrif tímabundinna framboðstruflana gætu aftur á móti varað lengur en áður var talið en þær hafi hækkað kostnað við að framleiða og dreifa vörum um allan heim. Ásgeir segir að peningastefnunefnd muni beita þeim tækjum sem hún hafi yfir að ráða til að tryggja að verðbólga hjaðni aftur í markmið innan ásættanlegs tíma. „Seðlabankinn hefur skyldur samkvæmt lögum að halda verðbólgu í 2,5 prósentum og það verðum við að gera. Hún er búin að vera aðeins yfir markmiði í einhvern tíma. Það eru að vísu aðeins ástæður fyrir því. Hækkanir á erlendum hrávörum og fleira sem er heldur að vinna á móti okkur. Þannig að við viljum samt ná verðbólgu niður á næsta ári.“ Þannig að þolinmæði Seðlabankans nær hvað langt, fram á mitt næsta ár til að koma verðbólgunni niður í markmiðið? „ Eitthvað svoleiðis já,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Íslenska krónan Verðlag Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður hækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5%. 6. október 2021 09:00 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður hækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5%. 6. október 2021 09:00
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30