Aðstæður erfiðar á vettvangi rútuslyssins og búið að loka veginum Eiður Þór Árnason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. október 2021 12:09 Tilkynning barst um slysið klukkan 10:32. Benedikt Bragason Átta farþegar smárútu sem fór út af vegi og valt við Dyrhólaey á Suðurlandi eru komnir í skjól á Volcano Hotel skammt frá vettvangi. Þrír eru taldir slasaðir en ekkert er um alvarleg meiðsli. Búið er að loka fyrir umferð um Suðurlandsveg milli Seljalandsfoss og Víkur vegna slæms veðurs. Unnið er að því að koma fólkinu undir læknishendur en Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, gerir ráð fyrir að hinir slösuðu verði fluttir á Landspítala. Farþegarnir eru erlendir ferðamenn og vinnur lögregla nú að rannsókn á vettvangi. Stór hópur viðbragðsaðila var kallaður út vegna slyssins. Benedikt Bragason „Aðstæður á vettvangi eru vondar, það er mjög hvass vindur þarna og það var drifið í því að koma fólkinu í skjól. Það hefur gengið vel miðað við aðstæður,“ segir Oddur í samtali við fréttastofu. Uppfært klukkan 12:35: Aðgerðastjórn á Selfossi er nú að hætta störfum. Sjúklingar eru ýmist komnir í hendur heilbrigðisstarfsmanna eða á leið þangað. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að rannsókn haldi nú áfram og er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Mikið viðbragð „Áverkar virðast ekki vera alvarlegir, eftir flokkunarkerfinu eru þrír metnir gulir og fimm metnir grænir.“ Þeir einstaklingar sem eru flokkaðir gulir séu eitthvað slasaðir en grænir þurfi ekki forgangsflutning þó þeir geti verið slasaðir. Stór hópur viðbragðsaðila var kallaður út þegar tilkynning barst um slysið klukkan 10:32 líkt og venjan er með rútuslys. Aðgerðir voru enn í gangi um klukkutíma síðar. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi við lögreglustöðina á Selfossi.VÍSIR/EGILL „Það var gríðarlegt viðbragð sem var ræst út en það var hins vegar strax dregið úr þegar menn fengu nákvæmari upplýsingar af vettvangi,“ segir Oddur. Síðan hafi verið ákveðið að takmarka frekar þann fjölda viðbragðsaðila sem fóru á vettvang vegna veðurs. „Við vildum ekki setja fleiri í þær aðstæður heldur en brýna nauðsyn ber til.“ Viðbragðsaðilar á Suðurlandi verða áfram í viðbragðsstöðu í dag vegna hvassviðris. Oddur segir ekkert ferðaveður vera fyrir stóra bíla og að slysið hafi átt sér stað þar sem þekktur vindstrengur liggur undir Eyjafjöllum. Lögreglumál Björgunarsveitir Samgönguslys Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Minnst þrír slasaðir eftir að rúta fór út af vegi í Mýrdal Smárúta valt út af Suðurlandsvegi í Mýrdal og eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir á vettvang. Þrír farþegar eru eitthvað slasaðir en enginn að því er virðist alvarlega. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna hvassviðris. 7. október 2021 10:54 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Unnið er að því að koma fólkinu undir læknishendur en Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, gerir ráð fyrir að hinir slösuðu verði fluttir á Landspítala. Farþegarnir eru erlendir ferðamenn og vinnur lögregla nú að rannsókn á vettvangi. Stór hópur viðbragðsaðila var kallaður út vegna slyssins. Benedikt Bragason „Aðstæður á vettvangi eru vondar, það er mjög hvass vindur þarna og það var drifið í því að koma fólkinu í skjól. Það hefur gengið vel miðað við aðstæður,“ segir Oddur í samtali við fréttastofu. Uppfært klukkan 12:35: Aðgerðastjórn á Selfossi er nú að hætta störfum. Sjúklingar eru ýmist komnir í hendur heilbrigðisstarfsmanna eða á leið þangað. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að rannsókn haldi nú áfram og er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Mikið viðbragð „Áverkar virðast ekki vera alvarlegir, eftir flokkunarkerfinu eru þrír metnir gulir og fimm metnir grænir.“ Þeir einstaklingar sem eru flokkaðir gulir séu eitthvað slasaðir en grænir þurfi ekki forgangsflutning þó þeir geti verið slasaðir. Stór hópur viðbragðsaðila var kallaður út þegar tilkynning barst um slysið klukkan 10:32 líkt og venjan er með rútuslys. Aðgerðir voru enn í gangi um klukkutíma síðar. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi við lögreglustöðina á Selfossi.VÍSIR/EGILL „Það var gríðarlegt viðbragð sem var ræst út en það var hins vegar strax dregið úr þegar menn fengu nákvæmari upplýsingar af vettvangi,“ segir Oddur. Síðan hafi verið ákveðið að takmarka frekar þann fjölda viðbragðsaðila sem fóru á vettvang vegna veðurs. „Við vildum ekki setja fleiri í þær aðstæður heldur en brýna nauðsyn ber til.“ Viðbragðsaðilar á Suðurlandi verða áfram í viðbragðsstöðu í dag vegna hvassviðris. Oddur segir ekkert ferðaveður vera fyrir stóra bíla og að slysið hafi átt sér stað þar sem þekktur vindstrengur liggur undir Eyjafjöllum.
Lögreglumál Björgunarsveitir Samgönguslys Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Minnst þrír slasaðir eftir að rúta fór út af vegi í Mýrdal Smárúta valt út af Suðurlandsvegi í Mýrdal og eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir á vettvang. Þrír farþegar eru eitthvað slasaðir en enginn að því er virðist alvarlega. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna hvassviðris. 7. október 2021 10:54 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Minnst þrír slasaðir eftir að rúta fór út af vegi í Mýrdal Smárúta valt út af Suðurlandsvegi í Mýrdal og eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir á vettvang. Þrír farþegar eru eitthvað slasaðir en enginn að því er virðist alvarlega. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna hvassviðris. 7. október 2021 10:54