LNG og DetonatioN FocusMe tryggðu sér sæti í riðlakeppni heimsmeistaramótsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. október 2021 23:30 DetonatioN FocusMe er fyrsta japanska liðið til að komast í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í League of Legends. Wojciech Wandzel/Riot Games Inc. via Getty Images Seinasti dagur undanriðla heimsmeistaramótsins í League of Legends fór fram í dag. Sex leikir voru spilaðir, en LNG og DetonatioN FocusMe tryggðu sér efsta sæti undanriðlana, og þar með öruggt sæti í riðlakeppninni. Í fyrsta leik dagsins mættust LNG og Infinity. LNG hafði mikla yfirburði frá fyrstu mínútu og unnu að lokum öruggan sigur, en sigurinn tryggði þeim efsta sæti undanriðils A, og þar með sæti í riðlakeppni heimsmeistaramótsins. WELCOME TO THE #WORLDS2021 GROUP STAGE:@LNG_Esports eliminate @InFinitye_sport and advance to Groups! pic.twitter.com/4XWsogHd57— LoL Esports (@lolesports) October 7, 2021 PEACE og RED Canids áttust við í öðrum leik dagsins, en fyrir leikinn voru liðin í harðri baráttu um þriðja sæti undanriðils A. Eins og í fyrsta leik dagsins varð ekki gríðarlega spenna, en PEACE hafði yfirhöndina frá upphafi, og sigurinn tryggði þeim þriðja sæti undanriðilsins. Í næsta leik mættust DetonatioN FocusMe og Beyond Gaming. DetonatioN FocusMe þurfti á sigri að halda, ásamt því að treysta á hagstæð úrslit úr leik Cloud9 og Unicorns of Love, til að eiga möguleika á efsta sæti undanriðils B. Liðsmenn DetonatioN FocusMe mættu einbeittir til leiks og kláruðu nokkuð öruggan sigurm, en fjórða, og mögulega seinasta viðureign dagsins, var einmitt viðureign Cloud9 og Unicorns of Love. Cloud9 frá Bandaríkjunum þurfti að vinna til að tryggja sér efsta sæti riðilsins, en Unicorns of Love hafði hingað til tapað öllum sínum leikjum. Eftir nokkuð jafnar fyrstu tíu mínútur fóru Unicorns of Love að síga fram úr, og unnu að lokum óvæntan sigur gegn bandaríska liðinu. FEAR THEIR HORNS:@UnicornsOfLove take down @Cloud9 and stay alive in the tournament! #Worlds2021 pic.twitter.com/tXX8wGtAjk— LoL Esports (@lolesports) October 7, 2021 Sigur Unicorns of Love þýddi að þeir voru nú jafnir Beyond Gaming í fjórða sæti undanriðilsins, og Cloud9 og DetonatioN FocusMe voru jöfn í fyrsta sæti. Því þurftu liðin að spila innbyrgðis til að skera úr um úrslit undanriðils B. Beyond Gaming tryggði sér fjórða sæti riðilsins með sigri gegn Unicorns of Love, og eftir virkilega spennandi viðureign gegn Cloud9 tryggðu DetonatioN FocusMe sér öruggt sæti í riðlakeppni heimsmeistaramótsins. WELCOME TO GROUPS:@teamDFM take down @Cloud9! #Worlds2021 pic.twitter.com/Wrpv0IGZBV— LoL Esports (@lolesports) October 7, 2021 DetonatioN FocusMe og LNG fara því beint í riðlakeppnina, en liðin í öðru, þriðja og fjórða sæti þurfa að spila stutta útsláttarkeppni um seinustu tvö lausu sætin. Liðin í öðru sæti fara beint íúrslitaviðureginir, en liðin í þriðja og fjórða sæti mætast innbyrgðis í undanúrslitaviðureignum.Unandúrslitin fara fram á morgun, en klukkan 11:00 eigast Beyond Gaming og Galatasaray við, og klukkan 16:00 eru það RED Canids og PEACE sem etja kappi. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram, en hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum á Stöð 2 eSport.The #Worlds2021 Play-In Knockout Stage Bracket! pic.twitter.com/j09y5ZEnEY— LoL Esports (@lolesports) October 7, 2021 League of Legends Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti
Í fyrsta leik dagsins mættust LNG og Infinity. LNG hafði mikla yfirburði frá fyrstu mínútu og unnu að lokum öruggan sigur, en sigurinn tryggði þeim efsta sæti undanriðils A, og þar með sæti í riðlakeppni heimsmeistaramótsins. WELCOME TO THE #WORLDS2021 GROUP STAGE:@LNG_Esports eliminate @InFinitye_sport and advance to Groups! pic.twitter.com/4XWsogHd57— LoL Esports (@lolesports) October 7, 2021 PEACE og RED Canids áttust við í öðrum leik dagsins, en fyrir leikinn voru liðin í harðri baráttu um þriðja sæti undanriðils A. Eins og í fyrsta leik dagsins varð ekki gríðarlega spenna, en PEACE hafði yfirhöndina frá upphafi, og sigurinn tryggði þeim þriðja sæti undanriðilsins. Í næsta leik mættust DetonatioN FocusMe og Beyond Gaming. DetonatioN FocusMe þurfti á sigri að halda, ásamt því að treysta á hagstæð úrslit úr leik Cloud9 og Unicorns of Love, til að eiga möguleika á efsta sæti undanriðils B. Liðsmenn DetonatioN FocusMe mættu einbeittir til leiks og kláruðu nokkuð öruggan sigurm, en fjórða, og mögulega seinasta viðureign dagsins, var einmitt viðureign Cloud9 og Unicorns of Love. Cloud9 frá Bandaríkjunum þurfti að vinna til að tryggja sér efsta sæti riðilsins, en Unicorns of Love hafði hingað til tapað öllum sínum leikjum. Eftir nokkuð jafnar fyrstu tíu mínútur fóru Unicorns of Love að síga fram úr, og unnu að lokum óvæntan sigur gegn bandaríska liðinu. FEAR THEIR HORNS:@UnicornsOfLove take down @Cloud9 and stay alive in the tournament! #Worlds2021 pic.twitter.com/tXX8wGtAjk— LoL Esports (@lolesports) October 7, 2021 Sigur Unicorns of Love þýddi að þeir voru nú jafnir Beyond Gaming í fjórða sæti undanriðilsins, og Cloud9 og DetonatioN FocusMe voru jöfn í fyrsta sæti. Því þurftu liðin að spila innbyrgðis til að skera úr um úrslit undanriðils B. Beyond Gaming tryggði sér fjórða sæti riðilsins með sigri gegn Unicorns of Love, og eftir virkilega spennandi viðureign gegn Cloud9 tryggðu DetonatioN FocusMe sér öruggt sæti í riðlakeppni heimsmeistaramótsins. WELCOME TO GROUPS:@teamDFM take down @Cloud9! #Worlds2021 pic.twitter.com/Wrpv0IGZBV— LoL Esports (@lolesports) October 7, 2021 DetonatioN FocusMe og LNG fara því beint í riðlakeppnina, en liðin í öðru, þriðja og fjórða sæti þurfa að spila stutta útsláttarkeppni um seinustu tvö lausu sætin. Liðin í öðru sæti fara beint íúrslitaviðureginir, en liðin í þriðja og fjórða sæti mætast innbyrgðis í undanúrslitaviðureignum.Unandúrslitin fara fram á morgun, en klukkan 11:00 eigast Beyond Gaming og Galatasaray við, og klukkan 16:00 eru það RED Canids og PEACE sem etja kappi. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram, en hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum á Stöð 2 eSport.The #Worlds2021 Play-In Knockout Stage Bracket! pic.twitter.com/j09y5ZEnEY— LoL Esports (@lolesports) October 7, 2021
League of Legends Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti