Undarleg hefð Andy Murray kom honum næstum því í mikil vandræði hjá konunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 09:30 Andy Murray sýndi hringinn og skóna á Instagram síðu sinni. Instagram/@andymurray Tenniskappinn Andy Murray er búinn að fá aftur skóna sína sem hafði verið stolið frá honum í gær. Það voru þó ekki skórnir sem voru aðalmálið heldur hvað hékk í reimunum á þeim. Andy Murray opinberaði það á samfélagmiðlum í gær að einhverjir óprúttnir aðilar hefði stolið skónum hans á meðan hann var að láta þá þorna undir bílnum sínum. Murray sá svo sem ekki mikið eftir skónum þannig heldur varð þetta skyndilega að stórmáli þegar hann áttaði sig á því að giftingarhringurinn hékk líka í reimunum. Let s go! : Andy Murray retrieves stolen wedding ring attached to tennis shoes @tumcarayol https://t.co/MhoIbNQj7j pic.twitter.com/spt4HyFsdY— Guardian sport (@guardian_sport) October 8, 2021 Það var því mjög ánægður og feginn Andy Murray sem lét vita af því að skórnir og hringurinn væru komnir í leitirnar. Það var mikill raki í Kaliforníu þar sem Murray hefur verið að undirbúa sig fyrir Indian Wells mótið. Skórnir hans voru því vel rakir og lyktandi eftir eina æfinguna og þar sem hann var ekki með svalir á hótelinu þá ákvað hann að leyfa þeim að þorna undir bílnum yfir nóttina. Morguninn eftir þá sá hann að einhver hefði tekið skóna. Hann hafði svo sem ekki miklar áhyggjur af því þó að það skapaði vissulega sín vandræði. Það var þó ekki fyrr en að sjúkraþjálfari hans spurði hann hvar giftingarhringurinn væri. The shoes are back. The ring is back. Let s go, @andy_murray!!! #BNPPO21 pic.twitter.com/hA5VKX98mm— ATP Tour (@atptour) October 7, 2021 Þá kom áfallið því Murray hefur þá hefð að taka af sér giftingarhringinn þegar hann keppir og æfir og binda hann í reimina á skónum. Fólk getur oft séð glitta í hringinn í leikjum. Murray hefur verið giftur Kim Sears frá árinu 2015 og nú var skóþjófnaðurinn orðinn stórmál. Murray bað um hjálp á samfélagsmiðlum og fimmtán klukkutímum seinna gat hann sagt frá gleðifréttum. „Ég varð að hringja nokkur símtöl í dag og tala við öryggisverði hótelsins. Nýjar fréttir fyrir alla. Trúið þið þessu? Skórnir eru fundnir, giftingarhringurinn kom með og ég aftur kominn í náðina heima,“ sagði Andy Murray á Instagram síðu sinni. Tennis Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira
Andy Murray opinberaði það á samfélagmiðlum í gær að einhverjir óprúttnir aðilar hefði stolið skónum hans á meðan hann var að láta þá þorna undir bílnum sínum. Murray sá svo sem ekki mikið eftir skónum þannig heldur varð þetta skyndilega að stórmáli þegar hann áttaði sig á því að giftingarhringurinn hékk líka í reimunum. Let s go! : Andy Murray retrieves stolen wedding ring attached to tennis shoes @tumcarayol https://t.co/MhoIbNQj7j pic.twitter.com/spt4HyFsdY— Guardian sport (@guardian_sport) October 8, 2021 Það var því mjög ánægður og feginn Andy Murray sem lét vita af því að skórnir og hringurinn væru komnir í leitirnar. Það var mikill raki í Kaliforníu þar sem Murray hefur verið að undirbúa sig fyrir Indian Wells mótið. Skórnir hans voru því vel rakir og lyktandi eftir eina æfinguna og þar sem hann var ekki með svalir á hótelinu þá ákvað hann að leyfa þeim að þorna undir bílnum yfir nóttina. Morguninn eftir þá sá hann að einhver hefði tekið skóna. Hann hafði svo sem ekki miklar áhyggjur af því þó að það skapaði vissulega sín vandræði. Það var þó ekki fyrr en að sjúkraþjálfari hans spurði hann hvar giftingarhringurinn væri. The shoes are back. The ring is back. Let s go, @andy_murray!!! #BNPPO21 pic.twitter.com/hA5VKX98mm— ATP Tour (@atptour) October 7, 2021 Þá kom áfallið því Murray hefur þá hefð að taka af sér giftingarhringinn þegar hann keppir og æfir og binda hann í reimina á skónum. Fólk getur oft séð glitta í hringinn í leikjum. Murray hefur verið giftur Kim Sears frá árinu 2015 og nú var skóþjófnaðurinn orðinn stórmál. Murray bað um hjálp á samfélagsmiðlum og fimmtán klukkutímum seinna gat hann sagt frá gleðifréttum. „Ég varð að hringja nokkur símtöl í dag og tala við öryggisverði hótelsins. Nýjar fréttir fyrir alla. Trúið þið þessu? Skórnir eru fundnir, giftingarhringurinn kom með og ég aftur kominn í náðina heima,“ sagði Andy Murray á Instagram síðu sinni.
Tennis Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira