Íslendingar í Pandóruskjölunum: Icelandair, vatnsverksmiðja, aðstoðarforstjóri Kviku og hýsing nýnasistaáróðurs Eiður Þór Árnason skrifar 8. október 2021 10:11 Fjallað er um málið í Stundinni í dag. Mörg félaganna eru skráð á Tortóla. Samsett Vatnsverksmiðja í Þorlákshöfn, flugvélaviðskipti Icelandair á Tortóla, aðstoðarforstjóri Kviku og hýsing nýnasistaáróðurs er meðal þess sem kemur við sögu í Pandóruskjölunum. Í nýjasta tölublaði Stundarinnar eru birtar upplýsingar um þá Íslendinga sem fram koma í skjölunum en Stundin og Reykjavík Media hafa aðgang að gögnunum. Gagnalekinn samanstendur af 11,9 milljónum skjala frá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að setja upp aflandsfélög og aflandssjóði. Keyptu flugvélar í gegnum Tortóla Nafn fyrirtækis í eigu Icelandair kemur fyrir í Pandóruskjölunum en félagið sem var skráð í skattaskjólinu Tortóla keypti þrjár Boeing 737-þotur með lánum frá Íslandsbanka og síðar Glitni. Tortólafélagið Barkham Associates S.A var í eigu IG Invest ehf., dótturfélags Icelandair, sem var hluti af rekstri flugvélaleigunnar Icelease ehf. Lánið til flugvélakaupanna var veitt árið 2004 og hefur félagið meðal annars leigt þoturnar til Air Baltic, Aerosvit Airlines og Ukraine International Airlines. Icelandair gafst ekki ráðrúm til að svara öllum spurningum Stundarinnar fyrir prentun vegna þess hve langt málið nær aftur. Bogi Nils Bogason, núverandi forstjóri Icelandair, segir þó í svörum til blaðsins að flugfélagið sé á móti því að fyrirtæki nýti sér lágskattasvæði til að koma í veg fyrir skattgreiðslur. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að félagið sé á móti notkun lágskattasvæða til að koma í veg fyrir skattgreiðslur.Vísir/Vilhelm Áður hefur verið fjallað um félög í eigu Icelandair á lágskattasvæðunum Guernsey og Bermúna. Bogi segir að afkoma þeirra félaganna sé talin fram á Íslandi og skattar greiddir hér á landi. Árétta skal að það er ekki ólöglegt að eiga og nota félög í skattaskjólum. Það sem skiptir máli er hvernig skattgreiðslum sem snerta slík félög og eigendur þeirra er háttað. Skráður stjórnandi umdeilds vefhýsingarfyrirtækis Fram kemur í umfjöllun Stundarinnar að Íslendingurinn Aðalsteinn Pétur Karlsson hafi verið skráður stjórnandi Seychelles-eyjafyrirtækisins IceNetworks Ltd. sem á og rekur umdeilt vefhýsingarfyrirtæki. Þetta má lesa úr Pandóruskjölunum en nafnlaust níðklám, áróður nýnasista, sala stera, sterkra verkjalyfja og annarra lyfseðilsskyldra lyfja er meðal þess efnis sem er sagt vera hýst er í gegnum fyrirtækið Orangewebsite. Í kynningarefni sínu leggur hýsingafyrirtækið áherslu á að það hýsi efni án þess að vita hver viðskiptavinurinn er og það leggi sig fram við að tryggja að hann verði „ekki fyrir ritskoðun eða áreiti einhvers sem er ekki sammála þér.“ Stundin greindi frá því árið 2017 að Orangewebsite hafi hýst bandarísku nýnasistasíðuna The Daily Stormer og Norðurvígi, sem Íslandsdeild nýnasistahópsins „Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar“ heldur úti. Fjármálaeftirlitið sektaði Kviku vegna hagsmunaárekstra Ármann Þorvaldsson, aðstoðarforstjóri Kviku, átti að minnsta kosti tvö félög í skattaskjólum sem koma fram í Pandóruskjölunum. Gögnin sýna einnig viðskipti bresks félags sem hann stofnaði sem Fjármálaeftirlitið hefur sektað Kviku fyrir að stunda viðskipti við vegna hagsmunaárekstra tengdum Ármanni og breska félaginu. Ármann Þorvaldsson, aðstoðarforstjóri Kviku.Kvika Ármann, segir í svörum til Stundarinnar, að hann hafi stofnað bæði félögin um og eftir 2010. Hann hafi ekki hafa átt neina hluti í félögunum þegar hann hóf störf hjá Kviku og greitt alla skatta og gjöld sem honum hafi borið að gera. Hafnar því að hafa fjármagnað Kona fór í stríð með aflandsfé Einnig kemur fram í umfjöllun Stundarinnar að Pandóruskjölin sýni hvernig Serhiy Lavrenyuk, úkraínskur meðframleiðandi íslensku kvikmyndarinnar Kona fer í stríð, hafi sótt í aflandssjóð til að fjármagna verkefni sín. Framleiðandinn fullyrðir þó að þeir peningar hafi ekki verið notaðir við gerð myndarinnar. Þá eru engar vísbendingar eru um að lög hafi verið brotin við fjármögnun hennar. Eignarhald vatnsverksmiðju í Tortóla Eignarhaldið á vatnsverksmiðjunni Icelandic Glacial í Ölfusi, sem Jón Ólafsson fjárfestir hefur byggt, er í gegnum félag á Tortóla sem sonur hans Friðrik Ólafsson er skráður fyrir. Þetta má lesa úr Pandóruskjölunum. Gögnin eru sögð sýna umtalsverð umsvif Jóns og fjölskyldu hans við skattaskjólið Tortóla en slík tengsl Jóns hafa áður komið fram í fjölmiðlum. Að sögn Stundarinnar sýna Pandóruskjölin ekki fram á neitt misjafnt varðandi skattgreiðslur fjölskyldunnar og hefur Jón sjálfur sagt að hann hafi ekkert að fela fyrir skattayfirvöldum. Umrætt Tortólafélag heitir Barak Investment Ltd. og var stofnað árið 2011. Jón segir í svörum til Stundarinnar að unnið sé að því að leggja félagið niður og að eignarhald vatnsátöppunarverksmiðjunnar verði hér eftir verða í Hong Kong þar sem Jón er búsettur. Nánar er fjallað um Íslendinga í Pandóruskjölunum í nýjasta tölublaði Stundarinnar. Skattar og tollar Pandóruskjölin Tengdar fréttir Guardiola í Pandóruskjölunum sökum bankareiknings í Andorra Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal er Pep Guardiola, þjálfari enska knattspyrnufélagsins Manchester City. 4. október 2021 22:31 Vill að blaðamennirnir láti allt flakka Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim. 4. október 2021 15:21 Boða rannsóknir vegna Pandóruskjalanna Yfirvöld í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa tilkynnt að þau muni koma til með hefja rannsókn vegna upplýsinga í Pandóruskjölunum svokölluðu sem birt voru í gær. 4. október 2021 14:57 Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu. 3. október 2021 19:33 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Í nýjasta tölublaði Stundarinnar eru birtar upplýsingar um þá Íslendinga sem fram koma í skjölunum en Stundin og Reykjavík Media hafa aðgang að gögnunum. Gagnalekinn samanstendur af 11,9 milljónum skjala frá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að setja upp aflandsfélög og aflandssjóði. Keyptu flugvélar í gegnum Tortóla Nafn fyrirtækis í eigu Icelandair kemur fyrir í Pandóruskjölunum en félagið sem var skráð í skattaskjólinu Tortóla keypti þrjár Boeing 737-þotur með lánum frá Íslandsbanka og síðar Glitni. Tortólafélagið Barkham Associates S.A var í eigu IG Invest ehf., dótturfélags Icelandair, sem var hluti af rekstri flugvélaleigunnar Icelease ehf. Lánið til flugvélakaupanna var veitt árið 2004 og hefur félagið meðal annars leigt þoturnar til Air Baltic, Aerosvit Airlines og Ukraine International Airlines. Icelandair gafst ekki ráðrúm til að svara öllum spurningum Stundarinnar fyrir prentun vegna þess hve langt málið nær aftur. Bogi Nils Bogason, núverandi forstjóri Icelandair, segir þó í svörum til blaðsins að flugfélagið sé á móti því að fyrirtæki nýti sér lágskattasvæði til að koma í veg fyrir skattgreiðslur. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að félagið sé á móti notkun lágskattasvæða til að koma í veg fyrir skattgreiðslur.Vísir/Vilhelm Áður hefur verið fjallað um félög í eigu Icelandair á lágskattasvæðunum Guernsey og Bermúna. Bogi segir að afkoma þeirra félaganna sé talin fram á Íslandi og skattar greiddir hér á landi. Árétta skal að það er ekki ólöglegt að eiga og nota félög í skattaskjólum. Það sem skiptir máli er hvernig skattgreiðslum sem snerta slík félög og eigendur þeirra er háttað. Skráður stjórnandi umdeilds vefhýsingarfyrirtækis Fram kemur í umfjöllun Stundarinnar að Íslendingurinn Aðalsteinn Pétur Karlsson hafi verið skráður stjórnandi Seychelles-eyjafyrirtækisins IceNetworks Ltd. sem á og rekur umdeilt vefhýsingarfyrirtæki. Þetta má lesa úr Pandóruskjölunum en nafnlaust níðklám, áróður nýnasista, sala stera, sterkra verkjalyfja og annarra lyfseðilsskyldra lyfja er meðal þess efnis sem er sagt vera hýst er í gegnum fyrirtækið Orangewebsite. Í kynningarefni sínu leggur hýsingafyrirtækið áherslu á að það hýsi efni án þess að vita hver viðskiptavinurinn er og það leggi sig fram við að tryggja að hann verði „ekki fyrir ritskoðun eða áreiti einhvers sem er ekki sammála þér.“ Stundin greindi frá því árið 2017 að Orangewebsite hafi hýst bandarísku nýnasistasíðuna The Daily Stormer og Norðurvígi, sem Íslandsdeild nýnasistahópsins „Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar“ heldur úti. Fjármálaeftirlitið sektaði Kviku vegna hagsmunaárekstra Ármann Þorvaldsson, aðstoðarforstjóri Kviku, átti að minnsta kosti tvö félög í skattaskjólum sem koma fram í Pandóruskjölunum. Gögnin sýna einnig viðskipti bresks félags sem hann stofnaði sem Fjármálaeftirlitið hefur sektað Kviku fyrir að stunda viðskipti við vegna hagsmunaárekstra tengdum Ármanni og breska félaginu. Ármann Þorvaldsson, aðstoðarforstjóri Kviku.Kvika Ármann, segir í svörum til Stundarinnar, að hann hafi stofnað bæði félögin um og eftir 2010. Hann hafi ekki hafa átt neina hluti í félögunum þegar hann hóf störf hjá Kviku og greitt alla skatta og gjöld sem honum hafi borið að gera. Hafnar því að hafa fjármagnað Kona fór í stríð með aflandsfé Einnig kemur fram í umfjöllun Stundarinnar að Pandóruskjölin sýni hvernig Serhiy Lavrenyuk, úkraínskur meðframleiðandi íslensku kvikmyndarinnar Kona fer í stríð, hafi sótt í aflandssjóð til að fjármagna verkefni sín. Framleiðandinn fullyrðir þó að þeir peningar hafi ekki verið notaðir við gerð myndarinnar. Þá eru engar vísbendingar eru um að lög hafi verið brotin við fjármögnun hennar. Eignarhald vatnsverksmiðju í Tortóla Eignarhaldið á vatnsverksmiðjunni Icelandic Glacial í Ölfusi, sem Jón Ólafsson fjárfestir hefur byggt, er í gegnum félag á Tortóla sem sonur hans Friðrik Ólafsson er skráður fyrir. Þetta má lesa úr Pandóruskjölunum. Gögnin eru sögð sýna umtalsverð umsvif Jóns og fjölskyldu hans við skattaskjólið Tortóla en slík tengsl Jóns hafa áður komið fram í fjölmiðlum. Að sögn Stundarinnar sýna Pandóruskjölin ekki fram á neitt misjafnt varðandi skattgreiðslur fjölskyldunnar og hefur Jón sjálfur sagt að hann hafi ekkert að fela fyrir skattayfirvöldum. Umrætt Tortólafélag heitir Barak Investment Ltd. og var stofnað árið 2011. Jón segir í svörum til Stundarinnar að unnið sé að því að leggja félagið niður og að eignarhald vatnsátöppunarverksmiðjunnar verði hér eftir verða í Hong Kong þar sem Jón er búsettur. Nánar er fjallað um Íslendinga í Pandóruskjölunum í nýjasta tölublaði Stundarinnar.
Skattar og tollar Pandóruskjölin Tengdar fréttir Guardiola í Pandóruskjölunum sökum bankareiknings í Andorra Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal er Pep Guardiola, þjálfari enska knattspyrnufélagsins Manchester City. 4. október 2021 22:31 Vill að blaðamennirnir láti allt flakka Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim. 4. október 2021 15:21 Boða rannsóknir vegna Pandóruskjalanna Yfirvöld í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa tilkynnt að þau muni koma til með hefja rannsókn vegna upplýsinga í Pandóruskjölunum svokölluðu sem birt voru í gær. 4. október 2021 14:57 Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu. 3. október 2021 19:33 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Guardiola í Pandóruskjölunum sökum bankareiknings í Andorra Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal er Pep Guardiola, þjálfari enska knattspyrnufélagsins Manchester City. 4. október 2021 22:31
Vill að blaðamennirnir láti allt flakka Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim. 4. október 2021 15:21
Boða rannsóknir vegna Pandóruskjalanna Yfirvöld í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa tilkynnt að þau muni koma til með hefja rannsókn vegna upplýsinga í Pandóruskjölunum svokölluðu sem birt voru í gær. 4. október 2021 14:57
Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu. 3. október 2021 19:33