Getur verið að lögleg skattlagning sé í raun dulbúin sekt? Halldór Sigurðsson skrifar 9. október 2021 13:01 Sú löggjöf, sem er verið að ræða um, eru lög um fasteignagjöld (skattar). Reikna má að fyrir hundrað árum höfðu menn ákveðnar hugmyndir (væntingar) á því hvernig ætti að meta eignir til byggja þennan skatt á. Væntanlega ekki reiknað með þessum mikla mismun á skattlagningu eftir því hvar á landinu eignirnar eru eins og staðan er í dag. Þessi skattur var settur á til að afla tekna, standa straum af kostnaði fyrir stjórnsýsluna, vegna eignarinnar sem er aldlag skattlagningar, fyrir þjónustu við íbúa og aðra sem dvelja í sveitasfélaginu, eða hvað? Hækkun á þessum skatti fer ekki eftir verðbólgu, eða neinni vísitölu, heldur er sett inn breyta sem ræðst af framboði, sölu og verði á eignum, sem eru seldar á viðkomandi svæði. Verði mikil verðhækkun á eign á svæðinu þá hækka fasteignagjöldin hjá öllum. Áhrifavaldar á verð geta verið; Fjársterkir aðilar, sem greiða nánast hvaða verð, sem er fyrir eignina, Bæjar- og sveitfélög draga úr framboði á lóðum, þannig að eftirspurn eftir eignum eykst, verð hækkar, fasteignagjöld hækka, auknar tekjur fyrir bæjar og sveitafélögin, auknar álögur á eignaeigendur. Réttlátara væri að miða við brunabótamat, sem á að endurspeglabygginga- kostnað. Kaldhæðnislegt að þurfa greiða fasteignagjaldið af brunnu húsi, samkvæmt fasteignalögum miðað við fasteignamat, en fá greitt tjónið miðað við brunabótamat. Þegar farið er yfir lögin kemur í ljós að ekki eitt orð um kvaðir, skyldir á bæjar og sveitafélöglin um hvaða þjónustu þeim er skylt að veita þeim sem greiðir fateignaskatta, en mörg orð höfð um viðurlög ef gjöldin eru ekki greidd. En hvað er það kallað þegar bæjar og sveitafélög nýta sér þessi lög til að skattleggja t.d. frístundaeignir, en veita enga þjónustu, ekkert? Þetta er víða gert, löglegt, siðlaust, og væntanlega brot á stjórnsýslulögum þar sem fólki er mismunað. Gjöld, eða skattur sem er lagður á til að greiða fyrir þjónustu, og þjónusta er ekki veitt, er þetta þá ekki sektir. En það er óheimilt að beita sektum nema að lög heimili það og lögbrot hafi verið framið. Ég fletti upp í þjóðskrá og sá þá mér til hryllings og undrunar að það er fyrirhuguð 14% hækkun á fasteignamati fyrir árið 2022, í því svæði sem undirritaður á eign á. Þar með hækkun á sektinni, hvað réttlætir þessa hækkun, þar sem þessi eign er í sveitafélagi sem veitir ekki neina þjónustu. Ef að þú lesandi góður getur bent á, eða veist um, einhverjar kvaðir á bæjar- og svaitafélögum í lögunum um fasteignagöld, sem við greiðendur gætum nýtt okkur til að sækja rétt okkar um einhverja þjónustu, þá væri það vel þegið ef það kemur fram. Við þurfum þó að gæta okkur á lögsóknum að hálfu hins opinbera, ef við förum að kanna með rétta okkar. Er ekki kominn tími til að leiðrétta þessa endalausu hækkun, langt umfram allar launahækkanir, verðbólgu, þessa verulega íþyngjandi skattlagning, eða sektir. Forfeður okkar, sem sömdu þessi lög, hafa örugglega snúið sér nokkra hringi í gröfinni yfir því hvernig fólki sé mismunað, eitthvað sem þeir ætluðu sér örugglega ekki. Vonandi verður einhver þingflokkur á komandi þingi, sem þorir að leiðrétta þetta óréttlæti eða legga kvaðir á sveitarfélög að veita þjónustu fyrir fasteignagjöld. Að löggjöf verði ætluð stjórnsýslunni og fólkinu í landi, þannig að báðir aðilar viti til hvers er ætlast til af greiðendum og móttakendum fasteignagjalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Skattar og tollar Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Sú löggjöf, sem er verið að ræða um, eru lög um fasteignagjöld (skattar). Reikna má að fyrir hundrað árum höfðu menn ákveðnar hugmyndir (væntingar) á því hvernig ætti að meta eignir til byggja þennan skatt á. Væntanlega ekki reiknað með þessum mikla mismun á skattlagningu eftir því hvar á landinu eignirnar eru eins og staðan er í dag. Þessi skattur var settur á til að afla tekna, standa straum af kostnaði fyrir stjórnsýsluna, vegna eignarinnar sem er aldlag skattlagningar, fyrir þjónustu við íbúa og aðra sem dvelja í sveitasfélaginu, eða hvað? Hækkun á þessum skatti fer ekki eftir verðbólgu, eða neinni vísitölu, heldur er sett inn breyta sem ræðst af framboði, sölu og verði á eignum, sem eru seldar á viðkomandi svæði. Verði mikil verðhækkun á eign á svæðinu þá hækka fasteignagjöldin hjá öllum. Áhrifavaldar á verð geta verið; Fjársterkir aðilar, sem greiða nánast hvaða verð, sem er fyrir eignina, Bæjar- og sveitfélög draga úr framboði á lóðum, þannig að eftirspurn eftir eignum eykst, verð hækkar, fasteignagjöld hækka, auknar tekjur fyrir bæjar og sveitafélögin, auknar álögur á eignaeigendur. Réttlátara væri að miða við brunabótamat, sem á að endurspeglabygginga- kostnað. Kaldhæðnislegt að þurfa greiða fasteignagjaldið af brunnu húsi, samkvæmt fasteignalögum miðað við fasteignamat, en fá greitt tjónið miðað við brunabótamat. Þegar farið er yfir lögin kemur í ljós að ekki eitt orð um kvaðir, skyldir á bæjar og sveitafélöglin um hvaða þjónustu þeim er skylt að veita þeim sem greiðir fateignaskatta, en mörg orð höfð um viðurlög ef gjöldin eru ekki greidd. En hvað er það kallað þegar bæjar og sveitafélög nýta sér þessi lög til að skattleggja t.d. frístundaeignir, en veita enga þjónustu, ekkert? Þetta er víða gert, löglegt, siðlaust, og væntanlega brot á stjórnsýslulögum þar sem fólki er mismunað. Gjöld, eða skattur sem er lagður á til að greiða fyrir þjónustu, og þjónusta er ekki veitt, er þetta þá ekki sektir. En það er óheimilt að beita sektum nema að lög heimili það og lögbrot hafi verið framið. Ég fletti upp í þjóðskrá og sá þá mér til hryllings og undrunar að það er fyrirhuguð 14% hækkun á fasteignamati fyrir árið 2022, í því svæði sem undirritaður á eign á. Þar með hækkun á sektinni, hvað réttlætir þessa hækkun, þar sem þessi eign er í sveitafélagi sem veitir ekki neina þjónustu. Ef að þú lesandi góður getur bent á, eða veist um, einhverjar kvaðir á bæjar- og svaitafélögum í lögunum um fasteignagöld, sem við greiðendur gætum nýtt okkur til að sækja rétt okkar um einhverja þjónustu, þá væri það vel þegið ef það kemur fram. Við þurfum þó að gæta okkur á lögsóknum að hálfu hins opinbera, ef við förum að kanna með rétta okkar. Er ekki kominn tími til að leiðrétta þessa endalausu hækkun, langt umfram allar launahækkanir, verðbólgu, þessa verulega íþyngjandi skattlagning, eða sektir. Forfeður okkar, sem sömdu þessi lög, hafa örugglega snúið sér nokkra hringi í gröfinni yfir því hvernig fólki sé mismunað, eitthvað sem þeir ætluðu sér örugglega ekki. Vonandi verður einhver þingflokkur á komandi þingi, sem þorir að leiðrétta þetta óréttlæti eða legga kvaðir á sveitarfélög að veita þjónustu fyrir fasteignagjöld. Að löggjöf verði ætluð stjórnsýslunni og fólkinu í landi, þannig að báðir aðilar viti til hvers er ætlast til af greiðendum og móttakendum fasteignagjalda.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar