Þingmenn til sölu – kosta eina tölu; eða 30 silfurpeninga Þorsteinn Sæmundsson skrifar 10. október 2021 13:00 Það mikilvægasta sem prýtt getur einn stjórnmálamann er heiðarleiki og traust. Flestir stjórnmálamenn sem ég hef kynnst á stuttum ferli búa yfir þeim eiginleikum. Þó eru innan um einstaklingar sem búa yfir sviksemi og óheiðarleika. Fáir eru þó þeir sem vísvitandi ganga til leiks með blekkingar og svik sem eina farangurinn. Einstaklingar sem hafa svo lágan siðferðisþröskuld að þeir treystast til þess að lauma sér inn á þing með hjálp heiðarlegs fólks sem hefur lagt á sig ómælda vinnu og lagt til fé svo að framboðið mætti takast. Sviksemi af þessum toga er því miður fylgifiskur stjórnmála en sem betur fer fágætur. Þeir sem treystast til þess að láta atkvæði sitt falt óðar en eftir því er leitað og stökka af vagninum sem dreginn var af heiðarlegu og hrekklausu fólki sem háði kosningabaráttu í góðri trú; Þeir sem berja sér á brjóst í síðbúinni vandlætingu til að breiða yfir sviksemi sína eru ekki margra aura virði. Hugsanlega þrjátíu silfurpeninga. Ferill slíkra verður oftlega í styttra lagi vegna þess að boginn nagli þó réttur sé verður aldrei sem nýr. Þeir sem einusinni hafa sýnt sviksemi eru ekki verðir trausts og mun ekki verða sýnt fullt traust í nýjum heimkynnum. Þeir sem í Biblíunni nefnast Farísear berja sér einatt á brjóst og þakka fyrir meinta góðsemi sína. Í slíkum býr ekki góðsemi ekki sannleikur ekki manndómur. Eitt er að skipta um stjórnmálaflokk sökum málefnalegs ágreinings. Annað er að taka til þess ráðs þegar maður veit að maður kemst ekki á lista flokks drauma sinna að orma sig inn á lista flokks sem maður ,,tilheyrir“ gagngert til að yfirgefa flokkinn strax að kosningum loknum og fara því inn á þing á fölskum forsendum frá byrjun. Það er lítilmennska. Í Mattheusarguðspjalli segir: ,,Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxum þeirra skuluð þér þekkja þá.“ Við þá sem þannig koma fram segi ég: Farvel, megi uppskeran verða eins og til var sáð. Guð blessi Sjálfstæðisflokkinn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Það mikilvægasta sem prýtt getur einn stjórnmálamann er heiðarleiki og traust. Flestir stjórnmálamenn sem ég hef kynnst á stuttum ferli búa yfir þeim eiginleikum. Þó eru innan um einstaklingar sem búa yfir sviksemi og óheiðarleika. Fáir eru þó þeir sem vísvitandi ganga til leiks með blekkingar og svik sem eina farangurinn. Einstaklingar sem hafa svo lágan siðferðisþröskuld að þeir treystast til þess að lauma sér inn á þing með hjálp heiðarlegs fólks sem hefur lagt á sig ómælda vinnu og lagt til fé svo að framboðið mætti takast. Sviksemi af þessum toga er því miður fylgifiskur stjórnmála en sem betur fer fágætur. Þeir sem treystast til þess að láta atkvæði sitt falt óðar en eftir því er leitað og stökka af vagninum sem dreginn var af heiðarlegu og hrekklausu fólki sem háði kosningabaráttu í góðri trú; Þeir sem berja sér á brjóst í síðbúinni vandlætingu til að breiða yfir sviksemi sína eru ekki margra aura virði. Hugsanlega þrjátíu silfurpeninga. Ferill slíkra verður oftlega í styttra lagi vegna þess að boginn nagli þó réttur sé verður aldrei sem nýr. Þeir sem einusinni hafa sýnt sviksemi eru ekki verðir trausts og mun ekki verða sýnt fullt traust í nýjum heimkynnum. Þeir sem í Biblíunni nefnast Farísear berja sér einatt á brjóst og þakka fyrir meinta góðsemi sína. Í slíkum býr ekki góðsemi ekki sannleikur ekki manndómur. Eitt er að skipta um stjórnmálaflokk sökum málefnalegs ágreinings. Annað er að taka til þess ráðs þegar maður veit að maður kemst ekki á lista flokks drauma sinna að orma sig inn á lista flokks sem maður ,,tilheyrir“ gagngert til að yfirgefa flokkinn strax að kosningum loknum og fara því inn á þing á fölskum forsendum frá byrjun. Það er lítilmennska. Í Mattheusarguðspjalli segir: ,,Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxum þeirra skuluð þér þekkja þá.“ Við þá sem þannig koma fram segi ég: Farvel, megi uppskeran verða eins og til var sáð. Guð blessi Sjálfstæðisflokkinn!
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun