Óinnsigluð kjörgögn leiða ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. október 2021 14:19 Hafsteinn Þór Hauksson fór yfir stöðuna á fundinum í morgun. Dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir að það eitt að innsigla ekki kjörgögn leiði ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi rannsaki sjálft kjörgögnin úr Norðvesturkjördæmi. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands kom fyrir fund undirbúningskjörbréfanefndar í morgun en fundinum var streymt á vef Alþingis. Þar fór Hafsteinn yfir þær stjórnskipulegu spurningar sem nefndin stendur nú frammi fyrir. Nú þegar hafa alls átta manns hafa kært framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi og meðferð kjörgagna. Hafsteinn sagði að í þessu máli sé fyrst og fremst horft til þriðju málsgreinar í 120. grein kosningalaga þar sem eftirfarandi kemur fram: ef þeir gallar eru á framboði eða kosningu þingmanns sem ætla má að hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar úrskurðar Alþingi kosningu hans ógilda og einnig án þess ef þingmaðurinn sjálfur, umboðsmenn hans eða meðmælendur hafa vísvitandi átt sök á misfellunum, enda séu þær verulegar. Hafsteinn segir að það að kjörgögnin hafi verið óinnsigluð leiði ekki eitt og sér til ógildingar kosninganna. „Ég held að það þurfi að kanna málsatvik sérstaklega. Það eitt að innsiglun hafi ekki verið fullnægjandi leiðir ekki sjálfkrafa til þess að það þyrfti að ógilda kosningarnar,“ segir Hafsteinn. Þá hafi hann verið beðinn um að kanna hvaða áhrif það geti haft að það vantaði einhverja umboðsmenn við talningu atkvæða og að önnur niðurstaða var milli fyrstu og annarrar talningar yfirkjörstjórnar. Hafsteinn segir að það séu nokkrar leiðir færar til að ná fram niðurstöðu í málinu og ein þeirra sé að rannsaka kjörgögnin. „Það er ekki að ástæðulausu að þessi álitaefni koma upp því það eru engin ákvæði sem mæla fyrir um þetta í lögunum. Einhverjir gætu talið það til marks um það að úrræðin séu þá tæmandi en ég tel sjálfur að það gangi eiginlega ekki upp,“ segir Hafsteinn. „Það er hlutverk þingsins að taka afstöðui til deilumála. Taka afstöðu til deilna um einstök atkvæði, skoða einstök atkvæði. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að þingið geti rannsakað kjörgögn í þessu máli,“ segir Hafsteinn. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Undirbúningskjörnefnd kemur saman á opnum fundi í dag Undirbúningskjörnefnd kemur saman á fundi í dag til að fara yfir kærur sem borist hafa vegna framkvæmdar þingkosninganna í Norðvesturkjördæmi. 11. október 2021 06:38 Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. 10. október 2021 19:31 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands kom fyrir fund undirbúningskjörbréfanefndar í morgun en fundinum var streymt á vef Alþingis. Þar fór Hafsteinn yfir þær stjórnskipulegu spurningar sem nefndin stendur nú frammi fyrir. Nú þegar hafa alls átta manns hafa kært framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi og meðferð kjörgagna. Hafsteinn sagði að í þessu máli sé fyrst og fremst horft til þriðju málsgreinar í 120. grein kosningalaga þar sem eftirfarandi kemur fram: ef þeir gallar eru á framboði eða kosningu þingmanns sem ætla má að hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar úrskurðar Alþingi kosningu hans ógilda og einnig án þess ef þingmaðurinn sjálfur, umboðsmenn hans eða meðmælendur hafa vísvitandi átt sök á misfellunum, enda séu þær verulegar. Hafsteinn segir að það að kjörgögnin hafi verið óinnsigluð leiði ekki eitt og sér til ógildingar kosninganna. „Ég held að það þurfi að kanna málsatvik sérstaklega. Það eitt að innsiglun hafi ekki verið fullnægjandi leiðir ekki sjálfkrafa til þess að það þyrfti að ógilda kosningarnar,“ segir Hafsteinn. Þá hafi hann verið beðinn um að kanna hvaða áhrif það geti haft að það vantaði einhverja umboðsmenn við talningu atkvæða og að önnur niðurstaða var milli fyrstu og annarrar talningar yfirkjörstjórnar. Hafsteinn segir að það séu nokkrar leiðir færar til að ná fram niðurstöðu í málinu og ein þeirra sé að rannsaka kjörgögnin. „Það er ekki að ástæðulausu að þessi álitaefni koma upp því það eru engin ákvæði sem mæla fyrir um þetta í lögunum. Einhverjir gætu talið það til marks um það að úrræðin séu þá tæmandi en ég tel sjálfur að það gangi eiginlega ekki upp,“ segir Hafsteinn. „Það er hlutverk þingsins að taka afstöðui til deilumála. Taka afstöðu til deilna um einstök atkvæði, skoða einstök atkvæði. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að þingið geti rannsakað kjörgögn í þessu máli,“ segir Hafsteinn.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Undirbúningskjörnefnd kemur saman á opnum fundi í dag Undirbúningskjörnefnd kemur saman á fundi í dag til að fara yfir kærur sem borist hafa vegna framkvæmdar þingkosninganna í Norðvesturkjördæmi. 11. október 2021 06:38 Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. 10. október 2021 19:31 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19
Undirbúningskjörnefnd kemur saman á opnum fundi í dag Undirbúningskjörnefnd kemur saman á fundi í dag til að fara yfir kærur sem borist hafa vegna framkvæmdar þingkosninganna í Norðvesturkjördæmi. 11. október 2021 06:38
Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. 10. október 2021 19:31
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent