Yfirgefur NCIS eftir átján þáttaraðir Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2021 09:44 Mark Harmon. Getty/Exelle/Bauer Leikarinn Mark Harmon hefur ákveðið að segja skilið við Leroy Jethro Gibbs, sem hann hefur leikið í rúmar átján þáttaraðir í þáttunum NCIS. Þetta tilkynnti framleiðandi þáttanna langlífu en hélt hann þó möguleikanum opnum á að Gibbs myndi stinga upp kollinum á nýjan leik seinna meir. Orðrómur um brottför Harmon hefur verið á kreiki um nokkuð skeið en hann er orðinn 70 ára gamall. Gibbs var fyrst kynntur til leiks í þáttunum JAG árið 2003. Skömmu eftir það stýrði Harmon eigin þáttum um rannsóknarlögreglumenn sjóhers Bandaríkjanna. Þættirnir hafa vaxið í gegnum árin. NCIS: Los Angeles voru frumsýndir árið 2009 og eru enn í sýningu. NCIS: New Orleans voru sýndir í sjö þáttaraðir og NCIS: Hawaii voru frumsýndir nú í haust. Í yfirlýsingu sem birt var samhliða fjórða þætti nítjándu þáttaraðar NCIS hrósaði Steve Binder, framleiðandi þáttanna, Harmon í hástert. Hann sagði Harmon hafa verið gífurlega mikilvægan og að hann hefði ávallt barist fyrir því að persónurnar væru í forgrunni, samkvæmt Deadline. Binder bætti við að mögulega gæti Gibbs sést aftur. Bíó og sjónvarp Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Orðrómur um brottför Harmon hefur verið á kreiki um nokkuð skeið en hann er orðinn 70 ára gamall. Gibbs var fyrst kynntur til leiks í þáttunum JAG árið 2003. Skömmu eftir það stýrði Harmon eigin þáttum um rannsóknarlögreglumenn sjóhers Bandaríkjanna. Þættirnir hafa vaxið í gegnum árin. NCIS: Los Angeles voru frumsýndir árið 2009 og eru enn í sýningu. NCIS: New Orleans voru sýndir í sjö þáttaraðir og NCIS: Hawaii voru frumsýndir nú í haust. Í yfirlýsingu sem birt var samhliða fjórða þætti nítjándu þáttaraðar NCIS hrósaði Steve Binder, framleiðandi þáttanna, Harmon í hástert. Hann sagði Harmon hafa verið gífurlega mikilvægan og að hann hefði ávallt barist fyrir því að persónurnar væru í forgrunni, samkvæmt Deadline. Binder bætti við að mögulega gæti Gibbs sést aftur.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein