Bandidos sækja í sig veðrið hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason og Birgir Olgeirsson skrifa 13. október 2021 21:01 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Á annan tug manna eru í Íslandsdeild Bandidos vélhjólasamtakanna í Reykjanesbæ. Klúbburinn er skilgreindur sem skipulögð glæpasamtök af alþjóðlegum lögreglustofnunum. Bandidos MC Iceland sóttu um aðild að Bandidos-samtökunum í fyrra en fengu fullgildingu á þessu ári. Íslenski armur klúbbsins er í Reykjanesbæ og meðlimir hans telja á annan tug. Meðlimir Bandidos eru um 2.500 í 22 löndum. Klúbburinn hefur meðal annars verið bannaður í Þýskalandi og Hollandi. Fjallað hefur verið um málið á Mbl.is þar sem fram hefur komið að meðlimum Banditos frá Svíþjóð og Finnlandi hafi verið vísað úr landi af lögreglu. Árið 2002 hófust aðgerðir lögreglu hér á landi gegn uppgangi vélhjólaklúbba. „Þetta snýst ekki um vélhjólafólk, þetta snýst um það að þetta eru glæpasamtök og þau hafa verið mjög ofbeldisfull, verið með skipulagða brotastarfsemi. Þess vegna hafa flest lönd verið að finna leiðir til að hemja þessa hópa,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fengu Bandidos MC Iceland fengu svokallaða fullgildingu á þessu ári. Það þýðir að þeir mega merkja sig sem Bandidos MC Iceland. Það að merkja sig samtökum sem eru tengd við afbrot og ofbeldi og eru skilgreind sem glæpahópar hefur verið grundvöllur þess að sum lönd hafa ákveðið að banna þessa klúbba, að því er fram kemur í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu. Undanfarna daga hefur nokkrum liðsmönnum Bandidos frá Svíþjóð og Finnlandi verið vísað úr landi. Afskipti lögreglu af slíkum klúbbum skiptu hundruðum árið 2010 til 2014. Talsverð aukning hefur orðið á skráðum afskiptum á þessu ári. „Ég veit að lögreglustjórarnir eru á vaktinni og fylgjast með og þeir setja þá þessi mál á oddinn í sínu umdæmi,“ segir Sigríður Björk. Þeir geta ekki falið sig á bak við það þeir segist bara vera mótorhjólamenn, það er ákveðinn vilji fólginn í þessu? „Það er mismunandi tegundir af mótorhjólahópum og eins og þeir sögðu sjálfir eru 99 prósent af þeim gott og venjulegt fólk. Það er þetta eina prósent sem að segir sig úr lögum við samfélagið og lítur svo á að þeirra lög séu æðri okkar lögum og reglum sem í samfélaginu gilda og þau samtök hafa verið að sunda ýmsa glæpastarfsemi sem er ástæðan fyrir því að við erum að fókusera á þeirra samtök en ekki önnur“ Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Bandidos MC Iceland sóttu um aðild að Bandidos-samtökunum í fyrra en fengu fullgildingu á þessu ári. Íslenski armur klúbbsins er í Reykjanesbæ og meðlimir hans telja á annan tug. Meðlimir Bandidos eru um 2.500 í 22 löndum. Klúbburinn hefur meðal annars verið bannaður í Þýskalandi og Hollandi. Fjallað hefur verið um málið á Mbl.is þar sem fram hefur komið að meðlimum Banditos frá Svíþjóð og Finnlandi hafi verið vísað úr landi af lögreglu. Árið 2002 hófust aðgerðir lögreglu hér á landi gegn uppgangi vélhjólaklúbba. „Þetta snýst ekki um vélhjólafólk, þetta snýst um það að þetta eru glæpasamtök og þau hafa verið mjög ofbeldisfull, verið með skipulagða brotastarfsemi. Þess vegna hafa flest lönd verið að finna leiðir til að hemja þessa hópa,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fengu Bandidos MC Iceland fengu svokallaða fullgildingu á þessu ári. Það þýðir að þeir mega merkja sig sem Bandidos MC Iceland. Það að merkja sig samtökum sem eru tengd við afbrot og ofbeldi og eru skilgreind sem glæpahópar hefur verið grundvöllur þess að sum lönd hafa ákveðið að banna þessa klúbba, að því er fram kemur í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu. Undanfarna daga hefur nokkrum liðsmönnum Bandidos frá Svíþjóð og Finnlandi verið vísað úr landi. Afskipti lögreglu af slíkum klúbbum skiptu hundruðum árið 2010 til 2014. Talsverð aukning hefur orðið á skráðum afskiptum á þessu ári. „Ég veit að lögreglustjórarnir eru á vaktinni og fylgjast með og þeir setja þá þessi mál á oddinn í sínu umdæmi,“ segir Sigríður Björk. Þeir geta ekki falið sig á bak við það þeir segist bara vera mótorhjólamenn, það er ákveðinn vilji fólginn í þessu? „Það er mismunandi tegundir af mótorhjólahópum og eins og þeir sögðu sjálfir eru 99 prósent af þeim gott og venjulegt fólk. Það er þetta eina prósent sem að segir sig úr lögum við samfélagið og lítur svo á að þeirra lög séu æðri okkar lögum og reglum sem í samfélaginu gilda og þau samtök hafa verið að sunda ýmsa glæpastarfsemi sem er ástæðan fyrir því að við erum að fókusera á þeirra samtök en ekki önnur“
Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira