Færri konur ráðnar í framkvæmdastjórastöður en í fyrra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2021 10:37 Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo. Á árinu 2021 hafa konur verið ráðnar framkvæmdastjórar fyrirtækja í fimmta hvert skipti. Ný gögn frá Creditinfo sýna samdrátt í skipun kvenna á milli ára úr 24 prósent tilfella niður í 20 prósent. Í fjögur skipti af fimm er karlmaður ráðinn í starfið. Konur eru nú framkvæmdastjórar í um 18 prósent virkra fyrirtækja, en þá er horft til um sex þúsund fyrirtækja sem eru með virkan rekstur og tekjur yfir 30 milljónum króna síðustu þrjú ár. Konur bera enn skarðari hlut frá borði ef horft er til rúmlega eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna, en þá er hlutfallið einungis um 13 prósent. Í dag fer fram stafræn ráðstefna Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnurekstri. Creditinfo, sem býr yfir stærsta gagnabanka viðskiptaupplýsinga á Íslandi, hefur viljað styðja við verkefni Jafnvægisvogarinnar með gögnum og sérþekkingu. „Við sjáum í gögnum okkar að almennt séð lækkar hlutfall kvenna í framkvæmdastjórastöðu eftir því sem fyrirtæki eru stærri. Niðurstaðan er í takti við það sem við höfum séð undanfarin ár, en vissulega mikil vonbrigði að hægt hafi aftur á ráðningum kvenna í stöður framkvæmdastjóra. Fyrir liggur að með þessu áframhaldi koma markmið Jafnvægisvogar FKA um að fyrir árið 2027 verði hlutfall kynjanna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja að minnsta kosti 40/60 ekki til með að nást. Til þess þyrfti stórátak í ráðningum kvenna í hóp stjórnenda,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar Creditinfo á Íslandi. Sjá má í tölum Creditinfo að í hópi eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna er hlutfall kvenna meðal æðstu stjórnenda hæst í ferðaþjónustu og afþreyingu, eða 20 prósent, en lægst á meðal framleiðslufyrirtækja, einungis 8 prósent. „Tölur um ráðningar bera ekki með sér sérstök merki um breytingar, heldur að hlutfall kvenna af nýráðningum framkvæmdastjóra hafi verið fremur stöðugt síðasta áratug, um fimmtungur ráðninga. Vegna þess að einungis um tíundipartur fyrirtækja skiptir um framkvæmdastjóra á ári hverju er ljóst að taka mun tíma að ná þeim hlutföllum sem stefnt hefur verið að. Til að hlutfall kynjanna í framkvæmdastjórastöðum verði nokkuð jafnt fyrir árið 2027, þyrfti hlutfall kvenna af nýráðningum strax að verða um 70%,“ segir í tilkynningu frá Creditinfo. Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðin framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum Eyrún Anna Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum. 6. október 2021 17:28 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Konur eru nú framkvæmdastjórar í um 18 prósent virkra fyrirtækja, en þá er horft til um sex þúsund fyrirtækja sem eru með virkan rekstur og tekjur yfir 30 milljónum króna síðustu þrjú ár. Konur bera enn skarðari hlut frá borði ef horft er til rúmlega eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna, en þá er hlutfallið einungis um 13 prósent. Í dag fer fram stafræn ráðstefna Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnurekstri. Creditinfo, sem býr yfir stærsta gagnabanka viðskiptaupplýsinga á Íslandi, hefur viljað styðja við verkefni Jafnvægisvogarinnar með gögnum og sérþekkingu. „Við sjáum í gögnum okkar að almennt séð lækkar hlutfall kvenna í framkvæmdastjórastöðu eftir því sem fyrirtæki eru stærri. Niðurstaðan er í takti við það sem við höfum séð undanfarin ár, en vissulega mikil vonbrigði að hægt hafi aftur á ráðningum kvenna í stöður framkvæmdastjóra. Fyrir liggur að með þessu áframhaldi koma markmið Jafnvægisvogar FKA um að fyrir árið 2027 verði hlutfall kynjanna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja að minnsta kosti 40/60 ekki til með að nást. Til þess þyrfti stórátak í ráðningum kvenna í hóp stjórnenda,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar Creditinfo á Íslandi. Sjá má í tölum Creditinfo að í hópi eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna er hlutfall kvenna meðal æðstu stjórnenda hæst í ferðaþjónustu og afþreyingu, eða 20 prósent, en lægst á meðal framleiðslufyrirtækja, einungis 8 prósent. „Tölur um ráðningar bera ekki með sér sérstök merki um breytingar, heldur að hlutfall kvenna af nýráðningum framkvæmdastjóra hafi verið fremur stöðugt síðasta áratug, um fimmtungur ráðninga. Vegna þess að einungis um tíundipartur fyrirtækja skiptir um framkvæmdastjóra á ári hverju er ljóst að taka mun tíma að ná þeim hlutföllum sem stefnt hefur verið að. Til að hlutfall kynjanna í framkvæmdastjórastöðum verði nokkuð jafnt fyrir árið 2027, þyrfti hlutfall kvenna af nýráðningum strax að verða um 70%,“ segir í tilkynningu frá Creditinfo.
Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðin framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum Eyrún Anna Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum. 6. október 2021 17:28 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Ráðin framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum Eyrún Anna Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum. 6. október 2021 17:28