Nefndinni er ætlað að fjalla um þær tólf kærur sem borist hafa vegna framkvæmdar nýafstaðinna þingkosninga í Norðvesturkjördæmi.
Streymið má sjá að neðan.
Þeir þingmenn sem sæti eiga í nefndinni eru:
Fyrir Sjálfstæðisflokkinn: Birgir Ármannsson, Vilhjálmur Árnason og Diljá Mist Einarsdóttir.
Fyrir Framsókn: Líneik Anna Sævarsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson.
Fyrir Vinstri græn: Svandís Svavarsdóttir.
Fyrir Flokk fólksins: Inga Sæland.
Fyrir Samfylkinguna: Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Fyrir Pírata: Björn Leví Gunnarsson.
Viðreisn og Miðflokkur fengu ekki sæti í nefndinni heldur aðeins áheyrnarfulltrúa en kjörbréfanefndin er skipuð út frá þingstyrk flokkanna.