Sannar dætur kaldrar vetrarnætur Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 15. október 2021 15:31 Kælan Mikla var stofnuð fyrir ljóðaslamm Borgarbókasafnsins 2013 og bar sigur úr býtum. Meðlimirnir voru þá undir tvítugu en í dag, átta árum síðar, er fjórða breiðskífa sveitarinnar komin út. kælan mikla Kælan Mikla gefur í dag út sína fjórðu breiðskífu, Undir köldum norðurljósum. Sveitin, sem nefnd er eftir holdgervingi vetrarins í Múmínálfunum, hefur átt góðu gengi að fagna erlendis með sínum myrku og köldu rafpönktónum. Platan nýja er poppaðri og þjóðlagaskotnari en fyrri verk en heldur þó áfram á sömu vegferð og síðasta plata, Nótt eftir nótt, lagði upp í. Sveitin hóf einmitt við gerð þeirrar plötu samstarf sitt við Barða Jóhannsson Bang Gang-bósa, sem pródúseraði plöturnar tvær. Undir Köldum Norðurljósum by Kælan Mikla Að sögn sveitarinnar segir platan frá sögum og ævintýrum. „Á plötunni er ábreiða af laginu Óskasteinar og lag um örlaganornirnar, Urði, Verðandi og Skuld. Einnig eru sögur skapaðar beint úr hugarheimi ísdrottningarinnar, Kælunnar Miklu. Allt eiga sögurnar það sameiginlegt að gerast undir köldum norðurljósum.“ Fjórar smáskífur hafa þegar litið dagsins ljós, hver með sínu tónlistarmyndbandi. Arna Beth gerði eitt þeirra, fyrir lagið Ósýnileg. Sveitin samanstendur af söngvaranum Laufeyju Soffíu, bassaleikaranum Margréti Rósu Dóru- Harrysdóttur og hljóðgervlaleikaranum Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur. Í einu laganna fá þær liðsstyrk frönsku síðþungarokksveitarinnar Alcest, sem þær fóru á tónleikaferðalag með skömmu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Máni Sigfússon, sem hefur m.a. unnið visjúala fyrir Shawn Mendes og Rolling Stones, gerði myndband við lagið. Sveitin vakti á sínum athygli Robert Smith, forsprakka The Cure, sem sendi þeim handskrifað bréf með boði um að spila á Meltdown tónlistarhátíðinni í Lundúnum árið 2018, en hann var listrænn stjórnandi það árið. Hún hefur sömuleiðis vakið athygli sænska leikstjórans Lukas Moodysson, en lag þeirra Sýnir er opnunarlag HBO þáttaraðar hans, Gösta. Mest lesið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Platan nýja er poppaðri og þjóðlagaskotnari en fyrri verk en heldur þó áfram á sömu vegferð og síðasta plata, Nótt eftir nótt, lagði upp í. Sveitin hóf einmitt við gerð þeirrar plötu samstarf sitt við Barða Jóhannsson Bang Gang-bósa, sem pródúseraði plöturnar tvær. Undir Köldum Norðurljósum by Kælan Mikla Að sögn sveitarinnar segir platan frá sögum og ævintýrum. „Á plötunni er ábreiða af laginu Óskasteinar og lag um örlaganornirnar, Urði, Verðandi og Skuld. Einnig eru sögur skapaðar beint úr hugarheimi ísdrottningarinnar, Kælunnar Miklu. Allt eiga sögurnar það sameiginlegt að gerast undir köldum norðurljósum.“ Fjórar smáskífur hafa þegar litið dagsins ljós, hver með sínu tónlistarmyndbandi. Arna Beth gerði eitt þeirra, fyrir lagið Ósýnileg. Sveitin samanstendur af söngvaranum Laufeyju Soffíu, bassaleikaranum Margréti Rósu Dóru- Harrysdóttur og hljóðgervlaleikaranum Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur. Í einu laganna fá þær liðsstyrk frönsku síðþungarokksveitarinnar Alcest, sem þær fóru á tónleikaferðalag með skömmu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Máni Sigfússon, sem hefur m.a. unnið visjúala fyrir Shawn Mendes og Rolling Stones, gerði myndband við lagið. Sveitin vakti á sínum athygli Robert Smith, forsprakka The Cure, sem sendi þeim handskrifað bréf með boði um að spila á Meltdown tónlistarhátíðinni í Lundúnum árið 2018, en hann var listrænn stjórnandi það árið. Hún hefur sömuleiðis vakið athygli sænska leikstjórans Lukas Moodysson, en lag þeirra Sýnir er opnunarlag HBO þáttaraðar hans, Gösta.
Mest lesið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira