Skjóta geimfari af stað í tólf ára leiðangur Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2021 00:14 Áætlað er að Lucy nái til fyrsta smástirnisins árið 2025. NASA Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu í dag skjóta geimfarinu Lucy af stað í tólf ára leiðangur. Þetta er í fyrsta sinn sem geimfar er sent til Smástirnabeltisins svokallaða í þeim tilgangi að rannsaka þau og á Lucy að auka þekkingu vísindamanna á uppruna sólkerfisins. Nafn Lucy er tilvísun í nafnið sem steingervingar fornföður mannkynsins sem varpaði einstakri innsýn í þróun mannsins. Geimfarið á að gera það sama um þróun sólkerfisins, samkvæmt vef NASA. Smástirni þessi svífa um sólkerfið á svæðum sem kallast Lagrange-punktar. Í stuttu máli sagt eru lagrange-punktar svæði þar sem þyngdarkraftar jafnast út milli pláneta. Þessi svæði má finna víða í sólkerfinu sem smástirnabeltið er nærri Júpíter. Hér má sjá hvernig Lucy verður flogið fram og til baka um sólkerfið á næstu tólf árum.NASA Vitað er að smástirnin við Júpíter hafa verið þar mjög lengi og jafnvel frá því sólkerfið varð til. Lucy mun heimsækja og rannsaka sjö af þúsundum smástirna. Áætlað er að geimfarið nái til fyrsta smástirnisins árið 2025. Hér má sjá myndræna útskýringu NASA á Legrange-punktunum og ferðalagi Lucy. Eins og áður segir á Lucy að varpa ljósi á uppruna sólkerfisins en smástirnin sem geimfarið mun rannsaka eru talin vera úr sama efni og mynduðu Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þau séu nokkurs konar tímahylki frá því sólkerfið myndaðist fyrir rúmum fjórum milljörðum ára. Smástirnin eru ekki eins á litinn og útlit fyrir að þau séu úr mismunandi efnum. Það þykir vísbending um að þau hafi mögulega borist annars staðar úr sólkerfinu og orðið föst á sporbraut Júpíters. Lucy mun kortleggja yfirborð þeirra smástirna sem hún heimsækir og greina efnasamsetningu yfirborðs þeirra. Hún mun skoða hvort þar finnist ís, lífræn efni og málmar og áætla massa smástirnanna. Geimfarið verður einnig notað til að kanna hvort smástirnin sjálf séu með hringa eins og Júpíter eða aðra hluti á sporbraut. Áhugasamir morgunhanar munu geta fylgst með geimskotinu í beinni útsendingu hér að neðan. Áætlað er að skjóta Lucy af stað um klukkan hálf níu í fyrramálið frá Flórída. Notast verður við Atlas V 401 eldflaug United Launch Alliance til að koma Lucy af stað. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Nafn Lucy er tilvísun í nafnið sem steingervingar fornföður mannkynsins sem varpaði einstakri innsýn í þróun mannsins. Geimfarið á að gera það sama um þróun sólkerfisins, samkvæmt vef NASA. Smástirni þessi svífa um sólkerfið á svæðum sem kallast Lagrange-punktar. Í stuttu máli sagt eru lagrange-punktar svæði þar sem þyngdarkraftar jafnast út milli pláneta. Þessi svæði má finna víða í sólkerfinu sem smástirnabeltið er nærri Júpíter. Hér má sjá hvernig Lucy verður flogið fram og til baka um sólkerfið á næstu tólf árum.NASA Vitað er að smástirnin við Júpíter hafa verið þar mjög lengi og jafnvel frá því sólkerfið varð til. Lucy mun heimsækja og rannsaka sjö af þúsundum smástirna. Áætlað er að geimfarið nái til fyrsta smástirnisins árið 2025. Hér má sjá myndræna útskýringu NASA á Legrange-punktunum og ferðalagi Lucy. Eins og áður segir á Lucy að varpa ljósi á uppruna sólkerfisins en smástirnin sem geimfarið mun rannsaka eru talin vera úr sama efni og mynduðu Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þau séu nokkurs konar tímahylki frá því sólkerfið myndaðist fyrir rúmum fjórum milljörðum ára. Smástirnin eru ekki eins á litinn og útlit fyrir að þau séu úr mismunandi efnum. Það þykir vísbending um að þau hafi mögulega borist annars staðar úr sólkerfinu og orðið föst á sporbraut Júpíters. Lucy mun kortleggja yfirborð þeirra smástirna sem hún heimsækir og greina efnasamsetningu yfirborðs þeirra. Hún mun skoða hvort þar finnist ís, lífræn efni og málmar og áætla massa smástirnanna. Geimfarið verður einnig notað til að kanna hvort smástirnin sjálf séu með hringa eins og Júpíter eða aðra hluti á sporbraut. Áhugasamir morgunhanar munu geta fylgst með geimskotinu í beinni útsendingu hér að neðan. Áætlað er að skjóta Lucy af stað um klukkan hálf níu í fyrramálið frá Flórída. Notast verður við Atlas V 401 eldflaug United Launch Alliance til að koma Lucy af stað.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira