Rosengard, sem gat tryggt sér titilinn með sigri, byrjaði leikinn betur og komst yfir með marki frá Olivia Scough strax á 6. mínútu leiksins. Aman Imo jafnaði svo fyrir Pitea á 18. mínútu.
Stefanie Sanders kom svo Rosengard aftur yfir en aftur jafnaði Pitea, í þetta sinn með marki frá Sofia Wannerdahl. Sanders var svo aftur á ferðinni og tryggði Rosengard sigurinn. Liðið hefur nú sjö stiga forystu í deildinni þegar einungis tvær umferðir eru eftir. Þar með er ljóst að liðið er Svíþjóðarmeistari.
Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengard en Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Pitea. Pitea er í næst neðsta sæti deildarinnar með sextán stig.