Óumbeðin verkstjórn afþökkuð Gauti Jóhannesson skrifar 18. október 2021 10:30 Nýlega var tilkynnt hvaða verkefni hefðu orðið fyrir valinu við fyrstu úthlutun úr Fiskeldissjóði. Heildarfjárhæð úthlutunar var um 100 milljónir króna. Alls bárust sjóðnum 14 umsóknir frá sveitarfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum þar sem sótt var um 240 milljónir króna alls. Þrír styrkir fóru til Vestfjarða samtals um 34 milljónir og tveir til Austfjarða samtals rúmar 70 milljónir. Eðli málsins samkvæmt eru ekki allir sáttir með þessa fyrstu úthlutun. Bent hefur verið á að innborganir í sjóðinn á síðasta ári hafi að megninu til komið frá sunnanverðum Vestfjörðum og því skjóti skökku við hve hátt hlutfall styrkja fari austur. Jafnframt endurspegli úthlutunin aðstöðumun milli stærri og minni sveitarfélaga. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp að allt frá því að drög að reglugerð um fiskeldissjóð birtust í Samráðsgátt í lok árs 2019 hafa sveitarfélögin gert alvarlegar athugasemdir við fyrirkomulagið og raunar gjaldtöku af fiskeldisstarfsemi í heild sinni. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem unnin var í samráði við Samtök sjávarútvegssveitarfélaga dags. 8. janúar 2020 segir: “Í upphafi telur Samband íslenskra sveitarfélaga óhjákvæmilegt að halda því til haga að við setningu laga um gjaldtöku af fiskeldi lagðist það ásamt Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga eindregið gegn þeirri leið að stofna sérstakan sjóð til að ráðstafa hluta tekna ríkisins af gjaldtöku á fiskeldisstarfsemi. Á allan hátt væri eðlilegra að sveitarfélögin fengju í sinn hlut beina hlutdeild í tekjum af slíkri starfsemi til að standa undir nauðsynlegri innviðauppbyggingu.” Í ljósi þeirra stjórnarmyndunarviðræðna sem nú eiga sér stað er gott til þess að vita að samkvæmt kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins er mikilvægt að: “…regluverk um fiskeldi verði endurskoðað til að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum. Skipting þeirra tekna milli ríkis og sveitarfélaga verði sanngjörn.” Í stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins frá því í ágúst segir ennfremur: “Fiskeldi er vaxandi hluti íslensks sjávarútvegs og gefur aukin tækifæri til verðmætasköpunar. Skoðað verði með hvaða hætti megi auka beina hlutdeild sveitarfélaga að tekjum í greininni.” Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem vísað er í hér að fram segir einnig: “Að áliti sambandsins er það fyrirkomulag að úthluta fjármunum til sveitarfélaga í gegnum Fiskeldissjóð einungis tímabundið ástand og stefna beri að því að sveitarfélög fái sem fyrst beinar tekjur af fiskeldisstarfseminni.” Af áherslum meirihluta stjórnarflokkanna að dæma hafa sveitarfélögin sem um ræðir engu að kvíða. Fiskeldissjóði er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða, þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Kjörnum fulltrúum á Vestfjörðum, Austfjörðum og mögulega við Eyjafjörð er fyllilega treystandi til að vega og meta hvar uppbyggingar er þörf innan þeirra sveitarfélaga og afþakka óumbeðna verkstjórn í þeim efnum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Jóhannesson Fiskeldi Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Nýlega var tilkynnt hvaða verkefni hefðu orðið fyrir valinu við fyrstu úthlutun úr Fiskeldissjóði. Heildarfjárhæð úthlutunar var um 100 milljónir króna. Alls bárust sjóðnum 14 umsóknir frá sveitarfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum þar sem sótt var um 240 milljónir króna alls. Þrír styrkir fóru til Vestfjarða samtals um 34 milljónir og tveir til Austfjarða samtals rúmar 70 milljónir. Eðli málsins samkvæmt eru ekki allir sáttir með þessa fyrstu úthlutun. Bent hefur verið á að innborganir í sjóðinn á síðasta ári hafi að megninu til komið frá sunnanverðum Vestfjörðum og því skjóti skökku við hve hátt hlutfall styrkja fari austur. Jafnframt endurspegli úthlutunin aðstöðumun milli stærri og minni sveitarfélaga. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp að allt frá því að drög að reglugerð um fiskeldissjóð birtust í Samráðsgátt í lok árs 2019 hafa sveitarfélögin gert alvarlegar athugasemdir við fyrirkomulagið og raunar gjaldtöku af fiskeldisstarfsemi í heild sinni. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem unnin var í samráði við Samtök sjávarútvegssveitarfélaga dags. 8. janúar 2020 segir: “Í upphafi telur Samband íslenskra sveitarfélaga óhjákvæmilegt að halda því til haga að við setningu laga um gjaldtöku af fiskeldi lagðist það ásamt Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga eindregið gegn þeirri leið að stofna sérstakan sjóð til að ráðstafa hluta tekna ríkisins af gjaldtöku á fiskeldisstarfsemi. Á allan hátt væri eðlilegra að sveitarfélögin fengju í sinn hlut beina hlutdeild í tekjum af slíkri starfsemi til að standa undir nauðsynlegri innviðauppbyggingu.” Í ljósi þeirra stjórnarmyndunarviðræðna sem nú eiga sér stað er gott til þess að vita að samkvæmt kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins er mikilvægt að: “…regluverk um fiskeldi verði endurskoðað til að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum. Skipting þeirra tekna milli ríkis og sveitarfélaga verði sanngjörn.” Í stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins frá því í ágúst segir ennfremur: “Fiskeldi er vaxandi hluti íslensks sjávarútvegs og gefur aukin tækifæri til verðmætasköpunar. Skoðað verði með hvaða hætti megi auka beina hlutdeild sveitarfélaga að tekjum í greininni.” Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem vísað er í hér að fram segir einnig: “Að áliti sambandsins er það fyrirkomulag að úthluta fjármunum til sveitarfélaga í gegnum Fiskeldissjóð einungis tímabundið ástand og stefna beri að því að sveitarfélög fái sem fyrst beinar tekjur af fiskeldisstarfseminni.” Af áherslum meirihluta stjórnarflokkanna að dæma hafa sveitarfélögin sem um ræðir engu að kvíða. Fiskeldissjóði er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða, þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Kjörnum fulltrúum á Vestfjörðum, Austfjörðum og mögulega við Eyjafjörð er fyllilega treystandi til að vega og meta hvar uppbyggingar er þörf innan þeirra sveitarfélaga og afþakka óumbeðna verkstjórn í þeim efnum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun