Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2021 14:32 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri svarar kröfu Eyþórs Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um tafarlausa uppbyggingu húsnæðis í borginni. vísir Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum. Morgunblaðið greindi frá tillögu sjálfstæðismanna sem vilja reisa 3.000 íbúðir í Úlfarsárdal, Keldnalandinu og við BSÍ. „Það þýðir að þá verði framboðið eðlilegra, það þarf meira til. En þetta er allt svæði sem hægt er að fara í frekar hratt. Þarna eru innviðir eins og í Úlfarsárdal, það þarf ekki að fara í heildarendurskoðun á Keldnalandinu. Þetta eru 3000 íbúðir sem er hægt að fara í án tafar. BSÍ reit erum við að horfa á til viðbótar. Það eru fleiri staðir í borgarlandinu. Þessir þrír eru algjörlega í dauðafæri,“ segir Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Það er gríðarlega mikilvægt að það sé nægt framboð af hagstæðum lóðum svo íbúðarhúsnæði hækki ekki eins og það hefur gert um 14 til 16 prósent á síðustu 12 mánuðum. Það hefur hækkað óþægilega mikið af því það vantar lóðir. Um þetta er seðlabankastjóri, verkalýðshreyfingin og þeir sem eru að selja íbúðir sammála um.“ Borgarstjóri segir þetta pólitísk útspil, ekki lausn á heildarvandanum. Koma þurfi jafnvægi á markaðinn og borgin sé nú með 10.000 íbúðir í bígerð næstu árin, að frátöldum reitum sem eru á vegum einkaaðila. Metuppbygging húsnæðis sé því leidd af borgaryfirvöldum áfram. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur kallað eftir þjóðarátaki í uppbyggingu húsnæðis. Dagur segir borgaryfirvöld leiða það átak nú þegar. „Við höfum byggt upp undanfarin ár mjög fjölbreytt húsnæði innan borgarmarkanna. Ekki síst í samvinnu við verkalýðshreyfinguna þar sem bjarg hefur verið að byggja fyrir tekjulægstu hópana, stúdenta og eldri borgara og svo framvegis. Það hefur munað verulega um þetta. Við erum að gera ráð fyrir okkar áætlunum að þetta haldi áfram,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þetta útspil Sjálfstæðisflokksins er svolítið púðurskot því keldnalandið er þannig í sveit sett að það þarf borgarlínuna til að þjóna samgöngunum þar. Það gengur ekki að bæta þessari umferð inn á Miklubrautina og ég held að allir viti það. Þetta er til að sýnast og draga athyglina frá þeim stórhuga áætlunum sem liggja fyrir og verða betur kynntar í lok næstu viku á árlegum húsnæðisfundi borgarinnar.“ Í upphafi árs benti Dagur á að bankarnir hefðu dregið í land ári 2019 því þeir sáu fram á offramboð á húsnæðismarkaði. Vaxtalækkanir Seðlabanka, til að mæta samdrætti sem fygldi kórónuveirufaraldrinum í fyrra, hafi aftur aukið eftirspurnina. Þá hafi verið kallað eftir fleiri íbúðum. „Þá er borgin tilbúin með svæði og lóðir en ég vona jafnframt að við náum samstöðu um að við viljum hafa byggingarmarkaðinn öflugan en í jafnvægi. Þessar eilífu sveiflur sem hafa verið, eru ekki til góðs fyrir einn eða neinn og það er þess vegna sem við erum að gera þessar stórhuga áætlanir, ekki bara til eins árs eða til að hlaupa í eitthvað, heldur til lengri tíma.“ Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá tillögu sjálfstæðismanna sem vilja reisa 3.000 íbúðir í Úlfarsárdal, Keldnalandinu og við BSÍ. „Það þýðir að þá verði framboðið eðlilegra, það þarf meira til. En þetta er allt svæði sem hægt er að fara í frekar hratt. Þarna eru innviðir eins og í Úlfarsárdal, það þarf ekki að fara í heildarendurskoðun á Keldnalandinu. Þetta eru 3000 íbúðir sem er hægt að fara í án tafar. BSÍ reit erum við að horfa á til viðbótar. Það eru fleiri staðir í borgarlandinu. Þessir þrír eru algjörlega í dauðafæri,“ segir Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Það er gríðarlega mikilvægt að það sé nægt framboð af hagstæðum lóðum svo íbúðarhúsnæði hækki ekki eins og það hefur gert um 14 til 16 prósent á síðustu 12 mánuðum. Það hefur hækkað óþægilega mikið af því það vantar lóðir. Um þetta er seðlabankastjóri, verkalýðshreyfingin og þeir sem eru að selja íbúðir sammála um.“ Borgarstjóri segir þetta pólitísk útspil, ekki lausn á heildarvandanum. Koma þurfi jafnvægi á markaðinn og borgin sé nú með 10.000 íbúðir í bígerð næstu árin, að frátöldum reitum sem eru á vegum einkaaðila. Metuppbygging húsnæðis sé því leidd af borgaryfirvöldum áfram. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur kallað eftir þjóðarátaki í uppbyggingu húsnæðis. Dagur segir borgaryfirvöld leiða það átak nú þegar. „Við höfum byggt upp undanfarin ár mjög fjölbreytt húsnæði innan borgarmarkanna. Ekki síst í samvinnu við verkalýðshreyfinguna þar sem bjarg hefur verið að byggja fyrir tekjulægstu hópana, stúdenta og eldri borgara og svo framvegis. Það hefur munað verulega um þetta. Við erum að gera ráð fyrir okkar áætlunum að þetta haldi áfram,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þetta útspil Sjálfstæðisflokksins er svolítið púðurskot því keldnalandið er þannig í sveit sett að það þarf borgarlínuna til að þjóna samgöngunum þar. Það gengur ekki að bæta þessari umferð inn á Miklubrautina og ég held að allir viti það. Þetta er til að sýnast og draga athyglina frá þeim stórhuga áætlunum sem liggja fyrir og verða betur kynntar í lok næstu viku á árlegum húsnæðisfundi borgarinnar.“ Í upphafi árs benti Dagur á að bankarnir hefðu dregið í land ári 2019 því þeir sáu fram á offramboð á húsnæðismarkaði. Vaxtalækkanir Seðlabanka, til að mæta samdrætti sem fygldi kórónuveirufaraldrinum í fyrra, hafi aftur aukið eftirspurnina. Þá hafi verið kallað eftir fleiri íbúðum. „Þá er borgin tilbúin með svæði og lóðir en ég vona jafnframt að við náum samstöðu um að við viljum hafa byggingarmarkaðinn öflugan en í jafnvægi. Þessar eilífu sveiflur sem hafa verið, eru ekki til góðs fyrir einn eða neinn og það er þess vegna sem við erum að gera þessar stórhuga áætlanir, ekki bara til eins árs eða til að hlaupa í eitthvað, heldur til lengri tíma.“
Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira