Eitt fyrir mig og annað fyrir þig – Kjarasamningar og verðbólga Haukur V. Alfreðsson skrifar 19. október 2021 07:30 Reglulega, að því virðist í öllu árferði, er einhver í fjölmiðlum að biðla til verkalýðsfélaga og launamanna að sýna hófsemi við gerð kjarasamninga. Hugsunin virðist vera að ef margir fái launahækkun þá hækki rekstrarkostnaður og þar með séu fyrirtæki nauðbeygð til að hækka vöruverð sem leiðir til verðbólgu. Þessi tugga er yfirleitt lögð fram af hálauna fólki, t.d. hjá Samtökum atvinnulífsins, seðlabankastjóra, ríkisstjórninni o.fl. og í því felst mikil hræsni. Margt smátt gerir eitt stórt Ef að hækkun lægstu launa er til þess fallin að auka verðbólgu hlýtur slíkt hið sama að eiga við um há laun. En þetta er aldrei nefnt. Króna í rekstrarkostnað hlýtur að vera eins, og hærri laun eru jú fleiri krónur. Svo að einstaklingar sem hafa sjálfir samið um há laun hafa valdið verðbólgu, og eflaust í meira mæli en þeir lægra launuðu. Þetta segir okkur að þegar aðilar sem eru með hærri laun en umræddir kjarasamningar stefna í tala svona eru þeir jafnframt að segja „Ég vil há laun fyrir mig og mér þykir sjálfsagt að semja um þau án þess að huga að verðbólgu og samfélagsáhrifum. Hinsvegar finnst mér að þeir sem eru fjárhagslega verr settir en ég eigi að axla ábyrgð sem ég geri ekki og sætta sig við verri lífskjör“. En er verðbólgan óhjákvæmileg? Nú er gott að muna að núverandi hlutföll milli launakjara láglauna fólks, hálauna fólks og arðsemi fyrirtækja er ekki náttúrulögmál. Það þýðir að launastökkið á milli starfsmanns á plani og yfirmanns er ekki fast. Það gæti verið hærra en það gæti einnig verið lægra. Afkoma eigenda gæti einnig verið önnur. Það þýðir að hægt væri að hækka lægri laun á kostnað þeirra sem eru á hærri launum án þess að hreyfa neitt við hver rekstrarkostnaður er. Nú eða auka rekstrarkostnað og lækka arðsemi en þó ekki breyta heildinni. Verðbólga þarf því ekki að fylgja hækkun kjarasamninga. Það er þó sennilega óskhyggja að þeir sem standa fyrir utan kjarasamningana séu tilbúnir til að fá verri laun. Að sama skapi er óskhyggja, og í raun fáránleg beiðni, að láglaunafólk sé tilbúið að axla ábyrgð umfram hálauna fólk. Svo hvað er til ráðs? Ef að þú hefur áhyggjur af verðbólgu út frá launakostnaði er sennilega best að byrja á sjálfum þér og leyfa svo öðrum að lifa við sama frelsi og þú leyfir þér. Ef þú ert hægri sinnaður ættirðu að fagna sterkri framgöngu verkalýðsfélaga enda einstaklings framtakið í sínu tærasta formi, þar sem verkalýðsfélög eru bara hópur einstaklinga að beit eigin krafti og færni til að auka eigin hag. Ef þú ert hagfræðilega hugsandi er auðvelt að sjá að hærra notagildi fæst með að auka lægri laun heldur en hærri laun, og ef það skiptir þig máli þá er kannski ágætt að horfa á hversu mikið bilið „á“ að vera milli starfsmannsins, yfirmannsins og eigendans. Höfundi þykir óráðlegt að henda steinum úr glerhúsi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Reglulega, að því virðist í öllu árferði, er einhver í fjölmiðlum að biðla til verkalýðsfélaga og launamanna að sýna hófsemi við gerð kjarasamninga. Hugsunin virðist vera að ef margir fái launahækkun þá hækki rekstrarkostnaður og þar með séu fyrirtæki nauðbeygð til að hækka vöruverð sem leiðir til verðbólgu. Þessi tugga er yfirleitt lögð fram af hálauna fólki, t.d. hjá Samtökum atvinnulífsins, seðlabankastjóra, ríkisstjórninni o.fl. og í því felst mikil hræsni. Margt smátt gerir eitt stórt Ef að hækkun lægstu launa er til þess fallin að auka verðbólgu hlýtur slíkt hið sama að eiga við um há laun. En þetta er aldrei nefnt. Króna í rekstrarkostnað hlýtur að vera eins, og hærri laun eru jú fleiri krónur. Svo að einstaklingar sem hafa sjálfir samið um há laun hafa valdið verðbólgu, og eflaust í meira mæli en þeir lægra launuðu. Þetta segir okkur að þegar aðilar sem eru með hærri laun en umræddir kjarasamningar stefna í tala svona eru þeir jafnframt að segja „Ég vil há laun fyrir mig og mér þykir sjálfsagt að semja um þau án þess að huga að verðbólgu og samfélagsáhrifum. Hinsvegar finnst mér að þeir sem eru fjárhagslega verr settir en ég eigi að axla ábyrgð sem ég geri ekki og sætta sig við verri lífskjör“. En er verðbólgan óhjákvæmileg? Nú er gott að muna að núverandi hlutföll milli launakjara láglauna fólks, hálauna fólks og arðsemi fyrirtækja er ekki náttúrulögmál. Það þýðir að launastökkið á milli starfsmanns á plani og yfirmanns er ekki fast. Það gæti verið hærra en það gæti einnig verið lægra. Afkoma eigenda gæti einnig verið önnur. Það þýðir að hægt væri að hækka lægri laun á kostnað þeirra sem eru á hærri launum án þess að hreyfa neitt við hver rekstrarkostnaður er. Nú eða auka rekstrarkostnað og lækka arðsemi en þó ekki breyta heildinni. Verðbólga þarf því ekki að fylgja hækkun kjarasamninga. Það er þó sennilega óskhyggja að þeir sem standa fyrir utan kjarasamningana séu tilbúnir til að fá verri laun. Að sama skapi er óskhyggja, og í raun fáránleg beiðni, að láglaunafólk sé tilbúið að axla ábyrgð umfram hálauna fólk. Svo hvað er til ráðs? Ef að þú hefur áhyggjur af verðbólgu út frá launakostnaði er sennilega best að byrja á sjálfum þér og leyfa svo öðrum að lifa við sama frelsi og þú leyfir þér. Ef þú ert hægri sinnaður ættirðu að fagna sterkri framgöngu verkalýðsfélaga enda einstaklings framtakið í sínu tærasta formi, þar sem verkalýðsfélög eru bara hópur einstaklinga að beit eigin krafti og færni til að auka eigin hag. Ef þú ert hagfræðilega hugsandi er auðvelt að sjá að hærra notagildi fæst með að auka lægri laun heldur en hærri laun, og ef það skiptir þig máli þá er kannski ágætt að horfa á hversu mikið bilið „á“ að vera milli starfsmannsins, yfirmannsins og eigendans. Höfundi þykir óráðlegt að henda steinum úr glerhúsi
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun