Vilja gróðurbrýr sem víðast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 14:42 Vinstra megin á myndinni sést ásýnd Kringlumýrarbrautar eins og hún er í dag. Til hægri má sjá eina af tillögunum að vistloki yfir brautina, sem tengir Leitin og Hlíðarnar með gróðurbrú. Aðsend Vistlok eða gróðurbrýr svokallaðar eru meðal tillagna sem kynntar hafa verið fyrir íbúum í Háaleitis- og Bústaðahverfis. Tillögurnar eru hluti af fyrirhuguðum róttækum breytingum á hverfinu en skiptar skoðanir eru uppi um sumar tillagnanna. Vistlokin voru kynnt stuttlega á íbúafundi sem fór fram fyrir íbúa hverfisins í Réttarholtsskóla síðastliðinn fimmtudag. Um er að ræða brýr yfir miklar umferðaæðar sem þaktar eru gróðri og göngustígum. Til að mynda er lagt til að slík brú verði reist yfir Kringlumýrarbraut, sem tengja myndi hverfið austan brautarinnar við Veðurstofuhæð, eða Litlu-Öskjuhlíð eins og hún er einnig þekkt. Ljóst er af kynningarmyndum af slík vistbrú myndi gjörbreyta ásýnd svæðisin og tengingu Hlíða við Leitin. Tvær útgáfur hafa verið kynntar og er önnur þeirra talsvert stærri og fyrirferðarmeiri en hin. Svipaðar hugmyndir voru kynntar í hverfinu árið 2016 þar sem lagt var til að svona brýr yrðu byggðar ofan á Miklubraut frá Kringlu að Grensásvegi. Tillögurnar sem liggja nú fyrir um hverfisskipulag fyrir Háaleiti og Bústaði byggja á hugmyndum sem komið hafa frá íbúum hverfisins og sérfræðiráðgjöfum borgarinnar. Íbúar geta nú sent inn skoðanir og umsagnir. Annar fundur verður haldinn í Réttarholtsskóla á fimmtudaginn þar sem einblínt verður á hverfisskipulag og verður fjallað nánar um vistlokin þar. Auk þessara tillaga eru nokkrar sem hafa skapað mikla umræðu á Facebook-hópum hverfisins. Þar á meðal má nefna tillögu um að reisa meðfram Bústaðavegi sautján tveggja hæða hús, þar sem gert er ráð fyrir íbúðum á efri hæð og atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Líflegar umræður hafa skapast um tillöguna á Facebook-vettvangi hverfisins þar sem einn íbúa blés til kosningar um hvað fólki þyki um tillöguna. Eins og staðan er nú hafa um það bil 90 prósent, sem tekið hafa þátt í kosningunni, sagst neikvæðir fyrir nýrri byggð við Bústaðaveg. Reykjavík Skipulag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Vistlokin voru kynnt stuttlega á íbúafundi sem fór fram fyrir íbúa hverfisins í Réttarholtsskóla síðastliðinn fimmtudag. Um er að ræða brýr yfir miklar umferðaæðar sem þaktar eru gróðri og göngustígum. Til að mynda er lagt til að slík brú verði reist yfir Kringlumýrarbraut, sem tengja myndi hverfið austan brautarinnar við Veðurstofuhæð, eða Litlu-Öskjuhlíð eins og hún er einnig þekkt. Ljóst er af kynningarmyndum af slík vistbrú myndi gjörbreyta ásýnd svæðisin og tengingu Hlíða við Leitin. Tvær útgáfur hafa verið kynntar og er önnur þeirra talsvert stærri og fyrirferðarmeiri en hin. Svipaðar hugmyndir voru kynntar í hverfinu árið 2016 þar sem lagt var til að svona brýr yrðu byggðar ofan á Miklubraut frá Kringlu að Grensásvegi. Tillögurnar sem liggja nú fyrir um hverfisskipulag fyrir Háaleiti og Bústaði byggja á hugmyndum sem komið hafa frá íbúum hverfisins og sérfræðiráðgjöfum borgarinnar. Íbúar geta nú sent inn skoðanir og umsagnir. Annar fundur verður haldinn í Réttarholtsskóla á fimmtudaginn þar sem einblínt verður á hverfisskipulag og verður fjallað nánar um vistlokin þar. Auk þessara tillaga eru nokkrar sem hafa skapað mikla umræðu á Facebook-hópum hverfisins. Þar á meðal má nefna tillögu um að reisa meðfram Bústaðavegi sautján tveggja hæða hús, þar sem gert er ráð fyrir íbúðum á efri hæð og atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Líflegar umræður hafa skapast um tillöguna á Facebook-vettvangi hverfisins þar sem einn íbúa blés til kosningar um hvað fólki þyki um tillöguna. Eins og staðan er nú hafa um það bil 90 prósent, sem tekið hafa þátt í kosningunni, sagst neikvæðir fyrir nýrri byggð við Bústaðaveg.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira