Grófur dyraatsfaraldur skekur heilu hverfin Snorri Másson skrifar 19. október 2021 21:00 Flestir íslenskir unglingar eru á TikTok, þar sem þeir fá ýmsar hugmyndir að afþreyingu í önn dagsins. Á meðal þeirra er harkalegt dyraat, þar sem sparkað er hressilega í hurðir. Vísir/TikTok Íbúum í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi er hætt að litast á blikuna vegna nýstárlegs dyraatsfaraldurs, sem gerir oft vart við sig seint á kvöldin. Þetta er sérstaklega gróft dyraat, sem virðist innblásið af TikTok. Myndband úr íslenskum framhaldsskóla, sem sjá má hér að neðan, er innlend birtingarmynd alþjóðlegrar tískubylgju á TikTok, þar sem kröftugt dyraat er bara enn eitt sporið í fjörugum dansi unga fólksins við lagið Die Young eftir Kesha. Eins sakleysislegt og þetta kann að virðast í fyrstu, hafa þessi myndbönd hrundið af stað bylgju kerfisbundinna og grófra hrekkja hjá unglingum í Vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi. Þeir fara, oft seint á kvöldin, og sparka í hurðir og glugga á heimilum fólks sem á sér einskis ills von. Fólk sem fréttastofa hefur rætt við vaknar oft með andfælum, eltir jafnvel óknyttaunglingana út á götu með misjöfnum árangri og er sumt farið að veigra sér við að hafa börnin ein heima vegna þessara ofsókna. Þessu er líkt við jarðskjálfta, þegar fimm í einu sparka og berja í hús og glugga. Fjölskyldufaðir í Vesturbæ segir á Facebook að hávaðinn líkist innbroti og húsmóðir á Seltjarnarnesi segir dóttur sína svo óttaslegna að hún þori ekki að vera ein heima vegna ofsóknanna. Í Facebook-hópunum er fólk að stilla saman strengi í von um að hafa uppi á óknyttaunglingunum og koma fyrir þá viti. TikTok er snar þáttur í lífi íslenskra ungmenna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem misviturlegar tískubylgjur eiga upptök sín í heimi forritsins – og rata svo út í raunheima, fullorðnum til nokkurs ama: Samfélagsmiðlar Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir Unglingar hrella íbúa í Vesturbænum og á Nesinu Íbúar Vesturbæjar og Seltjarnarness hafa tjáð sig um það sem virðist vera alda slæmrar hegðunar unglinga. Unglingum er gefið að sök að berja ítrekað á hurðir og glugga og vekja með því ótta meðal íbúa. 17. október 2021 14:10 Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar Það geisar þjófnaðarfaraldur í íslenskum grunnskólum, þar sem eftirsóttasti fengurinn eru fábrotnir innanstokksmunir eins og klukkur eða skilti. Sökudólgarnir eru undir alþjóðlegum áhrifum og æðsta takmark þeirra er að gorta sig af þýfinu á TikTok. 15. september 2021 20:20 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Sjá meira
Myndband úr íslenskum framhaldsskóla, sem sjá má hér að neðan, er innlend birtingarmynd alþjóðlegrar tískubylgju á TikTok, þar sem kröftugt dyraat er bara enn eitt sporið í fjörugum dansi unga fólksins við lagið Die Young eftir Kesha. Eins sakleysislegt og þetta kann að virðast í fyrstu, hafa þessi myndbönd hrundið af stað bylgju kerfisbundinna og grófra hrekkja hjá unglingum í Vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi. Þeir fara, oft seint á kvöldin, og sparka í hurðir og glugga á heimilum fólks sem á sér einskis ills von. Fólk sem fréttastofa hefur rætt við vaknar oft með andfælum, eltir jafnvel óknyttaunglingana út á götu með misjöfnum árangri og er sumt farið að veigra sér við að hafa börnin ein heima vegna þessara ofsókna. Þessu er líkt við jarðskjálfta, þegar fimm í einu sparka og berja í hús og glugga. Fjölskyldufaðir í Vesturbæ segir á Facebook að hávaðinn líkist innbroti og húsmóðir á Seltjarnarnesi segir dóttur sína svo óttaslegna að hún þori ekki að vera ein heima vegna ofsóknanna. Í Facebook-hópunum er fólk að stilla saman strengi í von um að hafa uppi á óknyttaunglingunum og koma fyrir þá viti. TikTok er snar þáttur í lífi íslenskra ungmenna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem misviturlegar tískubylgjur eiga upptök sín í heimi forritsins – og rata svo út í raunheima, fullorðnum til nokkurs ama:
Samfélagsmiðlar Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir Unglingar hrella íbúa í Vesturbænum og á Nesinu Íbúar Vesturbæjar og Seltjarnarness hafa tjáð sig um það sem virðist vera alda slæmrar hegðunar unglinga. Unglingum er gefið að sök að berja ítrekað á hurðir og glugga og vekja með því ótta meðal íbúa. 17. október 2021 14:10 Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar Það geisar þjófnaðarfaraldur í íslenskum grunnskólum, þar sem eftirsóttasti fengurinn eru fábrotnir innanstokksmunir eins og klukkur eða skilti. Sökudólgarnir eru undir alþjóðlegum áhrifum og æðsta takmark þeirra er að gorta sig af þýfinu á TikTok. 15. september 2021 20:20 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Sjá meira
Unglingar hrella íbúa í Vesturbænum og á Nesinu Íbúar Vesturbæjar og Seltjarnarness hafa tjáð sig um það sem virðist vera alda slæmrar hegðunar unglinga. Unglingum er gefið að sök að berja ítrekað á hurðir og glugga og vekja með því ótta meðal íbúa. 17. október 2021 14:10
Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar Það geisar þjófnaðarfaraldur í íslenskum grunnskólum, þar sem eftirsóttasti fengurinn eru fábrotnir innanstokksmunir eins og klukkur eða skilti. Sökudólgarnir eru undir alþjóðlegum áhrifum og æðsta takmark þeirra er að gorta sig af þýfinu á TikTok. 15. september 2021 20:20
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent