Katrín Tanja tekur harkalega U-beygju: Ég er ekki búin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir með vinkonu sinni og æfingafélaga Anníe Mist Þórisdóttur. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir náði ekki sínum markmiðum á heimsleikunum í CrossFit í sumar en það er mikill hugur í tvöfalda heimsmeistaranum fyrir komandi tímabil. Katrín Tanja fór frá því að vinna silfur á heimsleikunum 2020 í það enda neðar en hún hafði endað á heimsleikunum í sjö ár. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttur og Karínu og spurði Katrínu Tönju meðal annars út í vonbrigðin á síðustu heimsleikum. „Við erum aldrei að stefna á tíunda sætið og það er bara þannig, því við viljum vera bestar í heimi,“ segir Katrín Tanja. Anníe bjargaði hennar heimsleikum „Þetta eru bara íþróttirnar og það eru betri ár og verri ár. Þá endurmetur maður stöðuna og skoðar hvað fór úrskeiðis. Hún gerði mína leika til dæmis. Það var magnað,“ segir Katrín og gaf Anníe faðmlag. Anníe Mist vann silfrið í magnaðri endurkomu sinni eftir að hafa eignast barn ári áður. „Það var magnað að fá að fylgjast með Anníe og ég hafði líka fengið að fylgjast með henni á baklínunni. Ég veit hvað þetta var erfitt og mikil áskorun fyrir hana. Það eru allir með stjörnur í augunum að hún hafi komist svona út úr leikunum,“ segir Katrín. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Þetta var ekki hægt án hennar“ Anníe Mist þakkar Katrínu líka. „Þetta var ekki hægt án hennar,“ skaut Anníe inn í en Katrín hélt áfram að gera upp sína heimsleika. „Ég fékk ekki mitt ár en það er þannig í íþróttunum að maður á góð ár og slæm ár. Þegar ég verð orðin sextíu ára þá get ég alveg horft til baka og sagt ég komst inn á topp tíu meðal þeirra hraustustu í heimi. Núna líður mér ekki þannig. Núna líður mér eins og ég hafi ollið sjálfri mér og fólkinu mínu vonbrigðum,“ segir Katrín. „Á svoleiðis stundu þá endurmetur maður stöðuna. Ég nota það bara. Ég er ekki búin því það er svo margt sem maður á eftir. Sem betur fer, að þegar það er slæmur dagur, þá kemur nýr dagur og þegar maður á slæmt ár þá kemur nýtt ár,“ segir Katrín. Klippa: Katrín Tanja ræðir síðustu heimsleika og framhaldið Vita betur næst og gera bestur næst „Síðustu mánuðir hjá mér hafa bara verið fullir af æfingum. Ég hef verið mikið að endurmeta það hvað mig vantar. Hvað er það sem ég er ekki að sjá? Hvað er það sem ég er ekki búin að vera að vinna rétt í? Ég er rosalega mikið að endurmeta stöðuna, gera betur og nota þetta,“ segir Katrín. „Auðvitað er þetta erfitt en líka bara að muna það að maður gerir alltaf sitt besta með það sem maður hefur. Núna er bara að vita betur næst og gera bestur næst og nota þetta í ár,“ segir Katrín. Anníe Mist kemur þarna inn í viðtalið og segir frá sinni reynslu. „Ég hef átt svona ár líka og það góða við þau ár er að maður finnur út úr hlutum. Það er pínu klikkað að við erum búin að vera í þessu í svo mörg ár en eftir hvert ár þá getur maður farið til baka og sagt: Ég get bætt mig svo ógeðslega mikið hérna, vá ég get bætt mig svo mikið hérna. Þetta hérna fór úrskeiðis og þetta hefði getað farið betur hér og þar. Þarna erum við komin með sæti, sæti, sæti til að klifra upp,“ segir Anníe. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Aldrei með eins mikinn metnað og eftir þau ár „Ég held yfirleitt, ef við erum eins, að ef maður á eitthvað ár þegar maður er ekki nógu sáttur, þá kemur alltaf sterkari til baka eftir þau ár. Maður er aldrei með eins mikinn metnað og eftir þau ár,“ segir Anníe. „Við höfum verið á toppnum og við höfum átt okkar erfiðu ár. Þessi erfiðu ár eru þau sem þvinga mann aðeins hærra. Þau fá mann til að líta í eigin barm og segja við sjálfan sig: Mig langar þetta ekki aftur. Mig langar ekki að líða aftur svona. Hvað er það ég þarf að gera? Þetta lætur mann taka harkalegri U-beygju til þess að vinna í sínum hlutum,“ segir Katrín. Katrín Tanja talaði líka um viðbrögðin frá fólki þegar hún kom til baka. Það er vissulega mikið afrek að vera eins af tíu hraustustu CrossFit konum heims. Fólk veit ekki alveg hvað það á að segja. Fólk veit ekki alveg hvað það á að segja. Margir segja bara til hamingju. Mér finnst erfitt að taka við til hamingju. Fyrir hvað? Auðvitað er þetta alveg afrek og maður gerði sitt besta,“ segir Katrín. „Að sjálfsögðu, við erum að tala um að vera inn á topp tíu á heimsleikunum,“ skaut Anníe inn. „Svo eru sumir bara rosalega heiðarlegir. Ég mætti einum sem sagði við mig: Þetta bara gekk ekki nógu vel hjá þér í ár. Nei, það bara gerði það ekki,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist. CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Sjá meira
Katrín Tanja fór frá því að vinna silfur á heimsleikunum 2020 í það enda neðar en hún hafði endað á heimsleikunum í sjö ár. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttur og Karínu og spurði Katrínu Tönju meðal annars út í vonbrigðin á síðustu heimsleikum. „Við erum aldrei að stefna á tíunda sætið og það er bara þannig, því við viljum vera bestar í heimi,“ segir Katrín Tanja. Anníe bjargaði hennar heimsleikum „Þetta eru bara íþróttirnar og það eru betri ár og verri ár. Þá endurmetur maður stöðuna og skoðar hvað fór úrskeiðis. Hún gerði mína leika til dæmis. Það var magnað,“ segir Katrín og gaf Anníe faðmlag. Anníe Mist vann silfrið í magnaðri endurkomu sinni eftir að hafa eignast barn ári áður. „Það var magnað að fá að fylgjast með Anníe og ég hafði líka fengið að fylgjast með henni á baklínunni. Ég veit hvað þetta var erfitt og mikil áskorun fyrir hana. Það eru allir með stjörnur í augunum að hún hafi komist svona út úr leikunum,“ segir Katrín. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Þetta var ekki hægt án hennar“ Anníe Mist þakkar Katrínu líka. „Þetta var ekki hægt án hennar,“ skaut Anníe inn í en Katrín hélt áfram að gera upp sína heimsleika. „Ég fékk ekki mitt ár en það er þannig í íþróttunum að maður á góð ár og slæm ár. Þegar ég verð orðin sextíu ára þá get ég alveg horft til baka og sagt ég komst inn á topp tíu meðal þeirra hraustustu í heimi. Núna líður mér ekki þannig. Núna líður mér eins og ég hafi ollið sjálfri mér og fólkinu mínu vonbrigðum,“ segir Katrín. „Á svoleiðis stundu þá endurmetur maður stöðuna. Ég nota það bara. Ég er ekki búin því það er svo margt sem maður á eftir. Sem betur fer, að þegar það er slæmur dagur, þá kemur nýr dagur og þegar maður á slæmt ár þá kemur nýtt ár,“ segir Katrín. Klippa: Katrín Tanja ræðir síðustu heimsleika og framhaldið Vita betur næst og gera bestur næst „Síðustu mánuðir hjá mér hafa bara verið fullir af æfingum. Ég hef verið mikið að endurmeta það hvað mig vantar. Hvað er það sem ég er ekki að sjá? Hvað er það sem ég er ekki búin að vera að vinna rétt í? Ég er rosalega mikið að endurmeta stöðuna, gera betur og nota þetta,“ segir Katrín. „Auðvitað er þetta erfitt en líka bara að muna það að maður gerir alltaf sitt besta með það sem maður hefur. Núna er bara að vita betur næst og gera bestur næst og nota þetta í ár,“ segir Katrín. Anníe Mist kemur þarna inn í viðtalið og segir frá sinni reynslu. „Ég hef átt svona ár líka og það góða við þau ár er að maður finnur út úr hlutum. Það er pínu klikkað að við erum búin að vera í þessu í svo mörg ár en eftir hvert ár þá getur maður farið til baka og sagt: Ég get bætt mig svo ógeðslega mikið hérna, vá ég get bætt mig svo mikið hérna. Þetta hérna fór úrskeiðis og þetta hefði getað farið betur hér og þar. Þarna erum við komin með sæti, sæti, sæti til að klifra upp,“ segir Anníe. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Aldrei með eins mikinn metnað og eftir þau ár „Ég held yfirleitt, ef við erum eins, að ef maður á eitthvað ár þegar maður er ekki nógu sáttur, þá kemur alltaf sterkari til baka eftir þau ár. Maður er aldrei með eins mikinn metnað og eftir þau ár,“ segir Anníe. „Við höfum verið á toppnum og við höfum átt okkar erfiðu ár. Þessi erfiðu ár eru þau sem þvinga mann aðeins hærra. Þau fá mann til að líta í eigin barm og segja við sjálfan sig: Mig langar þetta ekki aftur. Mig langar ekki að líða aftur svona. Hvað er það ég þarf að gera? Þetta lætur mann taka harkalegri U-beygju til þess að vinna í sínum hlutum,“ segir Katrín. Katrín Tanja talaði líka um viðbrögðin frá fólki þegar hún kom til baka. Það er vissulega mikið afrek að vera eins af tíu hraustustu CrossFit konum heims. Fólk veit ekki alveg hvað það á að segja. Fólk veit ekki alveg hvað það á að segja. Margir segja bara til hamingju. Mér finnst erfitt að taka við til hamingju. Fyrir hvað? Auðvitað er þetta alveg afrek og maður gerði sitt besta,“ segir Katrín. „Að sjálfsögðu, við erum að tala um að vera inn á topp tíu á heimsleikunum,“ skaut Anníe inn. „Svo eru sumir bara rosalega heiðarlegir. Ég mætti einum sem sagði við mig: Þetta bara gekk ekki nógu vel hjá þér í ár. Nei, það bara gerði það ekki,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist.
CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Sjá meira