Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Eiður Þór Árnason skrifar 20. október 2021 17:04 Gunnar Jakobsson, Ásgeir Jónsson og Gylfi Zoëga, nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Vísir/vilhelm Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, lagði fram tillögu um 0,25 prósentustiga hækkun á fundi nefndarinnar í byrjun október. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, og Gylfi Zoëga, prófessor og utanaðkomandi nefndarmaður, greiddu atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra og vildu hækka vexti um 0,5 prósentustig. Rannveig Sigurðardóttur aðstoðarseðlabankastjóri og Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, studdu tillögu Ásgeirs og var hún þar með samþykkt. Vildu einnig hækka meira í ágúst Fundargerð peningastefnunefndarinnar var birt í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gunnar og Gylfi velja að ganga lengra en seðlabankastjóri en á fundi nefndarinnar í ágúst vildu þeir sömuleiðis að bankinn myndi hækka vexti um 0,5 prósentustig. Þá varð þeim ekki heldur að ósk sinni og samþykkti nefndin að hækka vexti um 0,25 prósentustig með sama þriggja manna meirihluta. Í fundargerðinni fyrir síðasta fund nefndarinnar í október eru reifuð helstu rök sem fram komu fyrir því að hækka vexti um 0,5 prósentusti. Til mynda benti margt til þess að efnahagsumsvif hefðu tekið verulega við sér sem birtist meðal annars í töluverðum verðhækkunum á fasteignamarkaði, miklum vexti á útlánum til heimila og skorti á vinnuafli í ákveðnum greinum. Bentu fundarmenn sömuleiðis á að þriðjungur fyrirtækja ætti í erfiðleikum með að ráða í lausar stöður. Einnig kom fram að hætta væri á aukinni innfluttri verðbólgu á næstu misserum auk þess sem kannanir sýndu að meirihluti stjórnenda fyrirtækja ætti von á því að þurfa að hækka verð á eigin vöru og þjónustu og búast við verðhækkunum frá sínum birgjum. Í því ljósi væri mikilvægt að herða taumhald peningastefnunnar af ákveðni til þess að lágmarka hættuna á að verðbólga yrði enn þrálátari og bregðast af krafti við hækkun langtímaverðbólguvæntinga. Óvissa um hversu varanlegur batinn sé á vinnumarkaði Helstu rök sem komu fram fyrir því að taka minna hækkunarskref voru þau að óvissa um alþjóðlegar efnahagshorfur væri enn nokkur og jafnframt væri óvissa um þróun á vinnumarkaði. Þrátt fyrir að mikill kraftur hefði verið í eftirspurn eftir vinnuafli frá vormánuðum væri enn nokkur óvissa um hversu varanlegur sá bati væri þegar smám saman yrði dregið úr stuðningsaðgerðum stjórnvalda. Atvinnuleysi gæti þá aukist á ný og enn frekar ef það myndi til dæmis hægja á umsvifum í ferðaþjónustu í vetur. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans verður 17. nóvember.Stöð 2/Sigurjón Einnig kom fram í umræðu á fundi peningastefnunefndar að líklega mætti skýra hluta verðbólgunnar með tímabundnum þáttum eins og framboðshnökrum erlendis. Jafnframt var bent á að í ljósi nýlegra ákvarðana fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans um lækkun á hámarki veðsetningarhlutfalls fasteignalána og reglur um hámark greiðslubyrðarhlutfalls lántakenda væri betra að taka áfram varfærin skref þar sem töluverð óvissa væri til staðar um samspil vaxtahækkana bankans og beitingu þjóðhagsvarúðartækja sem þessara. Þá kom fram að miðlun peningastefnunnar væri líklega hraðari nú en áður þar sem lánþegar hefðu í meira mæli tekið óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum undanfarin misseri. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans verður kynnt 17. nóvember. Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32 Stóru viðskiptabankarnir allir búnir að kynna vaxtahækkanir Íslandsbanki hækkar breytilega vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,15 prósentustig í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. 20. október 2021 16:01 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Sjá meira
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, lagði fram tillögu um 0,25 prósentustiga hækkun á fundi nefndarinnar í byrjun október. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, og Gylfi Zoëga, prófessor og utanaðkomandi nefndarmaður, greiddu atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra og vildu hækka vexti um 0,5 prósentustig. Rannveig Sigurðardóttur aðstoðarseðlabankastjóri og Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, studdu tillögu Ásgeirs og var hún þar með samþykkt. Vildu einnig hækka meira í ágúst Fundargerð peningastefnunefndarinnar var birt í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gunnar og Gylfi velja að ganga lengra en seðlabankastjóri en á fundi nefndarinnar í ágúst vildu þeir sömuleiðis að bankinn myndi hækka vexti um 0,5 prósentustig. Þá varð þeim ekki heldur að ósk sinni og samþykkti nefndin að hækka vexti um 0,25 prósentustig með sama þriggja manna meirihluta. Í fundargerðinni fyrir síðasta fund nefndarinnar í október eru reifuð helstu rök sem fram komu fyrir því að hækka vexti um 0,5 prósentusti. Til mynda benti margt til þess að efnahagsumsvif hefðu tekið verulega við sér sem birtist meðal annars í töluverðum verðhækkunum á fasteignamarkaði, miklum vexti á útlánum til heimila og skorti á vinnuafli í ákveðnum greinum. Bentu fundarmenn sömuleiðis á að þriðjungur fyrirtækja ætti í erfiðleikum með að ráða í lausar stöður. Einnig kom fram að hætta væri á aukinni innfluttri verðbólgu á næstu misserum auk þess sem kannanir sýndu að meirihluti stjórnenda fyrirtækja ætti von á því að þurfa að hækka verð á eigin vöru og þjónustu og búast við verðhækkunum frá sínum birgjum. Í því ljósi væri mikilvægt að herða taumhald peningastefnunnar af ákveðni til þess að lágmarka hættuna á að verðbólga yrði enn þrálátari og bregðast af krafti við hækkun langtímaverðbólguvæntinga. Óvissa um hversu varanlegur batinn sé á vinnumarkaði Helstu rök sem komu fram fyrir því að taka minna hækkunarskref voru þau að óvissa um alþjóðlegar efnahagshorfur væri enn nokkur og jafnframt væri óvissa um þróun á vinnumarkaði. Þrátt fyrir að mikill kraftur hefði verið í eftirspurn eftir vinnuafli frá vormánuðum væri enn nokkur óvissa um hversu varanlegur sá bati væri þegar smám saman yrði dregið úr stuðningsaðgerðum stjórnvalda. Atvinnuleysi gæti þá aukist á ný og enn frekar ef það myndi til dæmis hægja á umsvifum í ferðaþjónustu í vetur. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans verður 17. nóvember.Stöð 2/Sigurjón Einnig kom fram í umræðu á fundi peningastefnunefndar að líklega mætti skýra hluta verðbólgunnar með tímabundnum þáttum eins og framboðshnökrum erlendis. Jafnframt var bent á að í ljósi nýlegra ákvarðana fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans um lækkun á hámarki veðsetningarhlutfalls fasteignalána og reglur um hámark greiðslubyrðarhlutfalls lántakenda væri betra að taka áfram varfærin skref þar sem töluverð óvissa væri til staðar um samspil vaxtahækkana bankans og beitingu þjóðhagsvarúðartækja sem þessara. Þá kom fram að miðlun peningastefnunnar væri líklega hraðari nú en áður þar sem lánþegar hefðu í meira mæli tekið óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum undanfarin misseri. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans verður kynnt 17. nóvember.
Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32 Stóru viðskiptabankarnir allir búnir að kynna vaxtahækkanir Íslandsbanki hækkar breytilega vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,15 prósentustig í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. 20. október 2021 16:01 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Sjá meira
Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. 20. október 2021 09:32
Stóru viðskiptabankarnir allir búnir að kynna vaxtahækkanir Íslandsbanki hækkar breytilega vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,15 prósentustig í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. 20. október 2021 16:01
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30