Raunveruleikinn í ferðaþjónustu Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 22. október 2021 14:00 Á forsíðu Fréttablaðsins fimmtudaginn 21. október var frétt með fyrirsögninni „Hundruð ferðaþjónustufyrirtækja þurfa áfram lánafrystingu í vetur”. Þessi frétt var ágætis áminning ofan í fullyrðingar og umfjallanir hinna ýmsu greiningaraðila undanfarið, þar sem halda mætti að allt væri fallið í ljúfa löð og vandræði ferðaþjónustunnar að baki. Talað hefur verið um að “ferðaþjónustan sé vöknuð úr dvala”, að búast megi við “hröðum efnahagsbata” vegna fjölgunar ferðamanna og að búast megi við atvinnuleysi af völdum faraldursins verði brátt úr sögunni. Óvissa enn of mikil Það er reyndar hárrétt að horfur í ferðaþjónustu fyrir árið 2022 eru nokkuð góðar. Varðandi það sem eftir lifir þessa árs er óvissa enn mikil, en ólíklegt verður að teljast að búast megi við einhverri sprengingu, þar sem margir hefðbundnir vetrarmarkaðir eru enn lokaðir. Spár um fjölda ferðamanna til landsins í ár voru á bilinu 600-850.000 og nú er svo komið að útlit er fyrir að raunin verði frekar í neðri gildum. Færri ferðamenn en árið 2020 Fyrstu níu mánuði ársins komu 445.000 þúsund erlendir gestir til landsins og það eru 3,6% færri ferðamenn en miðað við sama tímabil árið 2020. Borið saman við síðasta “eðlilega” árið fyrir faraldur er fækkunin hins vegar 71%. Svo öllu sé til haga haldið, hafa útgjöld gesta á þessu ári vaxið töluvert, hafa verið um 1,5 sinnum meiri, en útgjöld ferðamanna að meðaltali árið 2019. Þessa útgaldaaukningu má rekja til lengri meðaldvalar ferðamanna og til veikara gengis krónunnar. Það er á þessari stundu með öllu óljóst, hvort þessi ferðahegðun er komin til að vera, eða hvort hún er einungis tímabundin áhrif faraldursins. Ekkert svigrúm Hins vegar tala þessar tölur sínu máli og sýna, svo ekki verður um villst, að vandkvæði ferðaþjónustunnar á Íslandi eru fjarri því að baki. Umfang ferðaþjónustunnar í ár nægir engan veginn til. Þær efnahagsþrengingar og sem greinin hefur gengið í gegnum hafa ráðist að grundvelli og fjárhag fyrirtækjanna, þannig að ekkert svigrúm er lengur fyrir hendi. Sjóðirnir eru einfaldlega tómir og frekari skuldasöfnun útilokuð. Langflest fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa nýtt sér öll úrræði stjórnvalda sem hafa verið í boði. Stór hluti starfsfólks sem hefur verið endurráðið hefur fengið vinnuna sína í krafti ráðningarstyrkja. Nú fjarar hins vegar hratt út - og gildistími flestra úrræða stjórnvalda að renna sitt skeið á enda. Nú standa forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja frammi fyrir því að taka ákvörðun um áframhaldandi ráðningarsamband við starfsmenn sína. Geta þau staðið undir því að greiða starfsfólki sínu laun næstu mánuði og fram á næsta sumar, þegar tekjurnar fara vonandi að koma inn? Eða er eina lausnin að senda starfsfólkið aftur heim og beint á atvinnuleysisskrá? Framlenging ráðningarstyrkja nauðsynleg Til að bæta stöðuna til skamms tíma væri skynsamlegt fyrir stjórnvöld að framlengja ráðningarstyrki um a.m.k. 6 mánuði í viðbót. Það væri skynsamlegt bæði í efnahagslegu- og samfélagslegu tilliti og hefði þar að auki lágmarkskostnað í för með sér. Það gæfi fyrirtækjunum andrými til uppbyggingar í vetur og starfsfólki kost á að taka þátt í endurreisn ferðaþjónustunnar í stað þess að sitja heima á atvinnuleysisbótum. Hættum sóttvarnaraðgerðum á landamærum Þess utan er nú nauðsynlegt að aflétta sóttvarnaraðgerðum gagnvart bólusettum gestum á landamærum. Við höfum tekið þá ákvörðun að treysta bólusetningum og því er vandséð að bólusettir erlendir gestir séu hættulegri en bólusettir Íslendingar. Þar að auki, erum við hægt og rólega að verða undir í samkeppni, þar sem flestir áfangastaðir hafa hætt að krefja bólusetta gesti um neikvæða niðurstöðu skimunar. Sóttvarnarráðstafanir á landamærum hafa bein neikvæð áhrif á framboð og nýtingu flugsæta til og frá Íslandi. Það er eitthvað sem erfitt er að sætta sig við og er þegar farið að tefja fyrir endurreisn ferðaþjónustunnar. Við höfum ekki tíma fyrir þá töf. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Á forsíðu Fréttablaðsins fimmtudaginn 21. október var frétt með fyrirsögninni „Hundruð ferðaþjónustufyrirtækja þurfa áfram lánafrystingu í vetur”. Þessi frétt var ágætis áminning ofan í fullyrðingar og umfjallanir hinna ýmsu greiningaraðila undanfarið, þar sem halda mætti að allt væri fallið í ljúfa löð og vandræði ferðaþjónustunnar að baki. Talað hefur verið um að “ferðaþjónustan sé vöknuð úr dvala”, að búast megi við “hröðum efnahagsbata” vegna fjölgunar ferðamanna og að búast megi við atvinnuleysi af völdum faraldursins verði brátt úr sögunni. Óvissa enn of mikil Það er reyndar hárrétt að horfur í ferðaþjónustu fyrir árið 2022 eru nokkuð góðar. Varðandi það sem eftir lifir þessa árs er óvissa enn mikil, en ólíklegt verður að teljast að búast megi við einhverri sprengingu, þar sem margir hefðbundnir vetrarmarkaðir eru enn lokaðir. Spár um fjölda ferðamanna til landsins í ár voru á bilinu 600-850.000 og nú er svo komið að útlit er fyrir að raunin verði frekar í neðri gildum. Færri ferðamenn en árið 2020 Fyrstu níu mánuði ársins komu 445.000 þúsund erlendir gestir til landsins og það eru 3,6% færri ferðamenn en miðað við sama tímabil árið 2020. Borið saman við síðasta “eðlilega” árið fyrir faraldur er fækkunin hins vegar 71%. Svo öllu sé til haga haldið, hafa útgjöld gesta á þessu ári vaxið töluvert, hafa verið um 1,5 sinnum meiri, en útgjöld ferðamanna að meðaltali árið 2019. Þessa útgaldaaukningu má rekja til lengri meðaldvalar ferðamanna og til veikara gengis krónunnar. Það er á þessari stundu með öllu óljóst, hvort þessi ferðahegðun er komin til að vera, eða hvort hún er einungis tímabundin áhrif faraldursins. Ekkert svigrúm Hins vegar tala þessar tölur sínu máli og sýna, svo ekki verður um villst, að vandkvæði ferðaþjónustunnar á Íslandi eru fjarri því að baki. Umfang ferðaþjónustunnar í ár nægir engan veginn til. Þær efnahagsþrengingar og sem greinin hefur gengið í gegnum hafa ráðist að grundvelli og fjárhag fyrirtækjanna, þannig að ekkert svigrúm er lengur fyrir hendi. Sjóðirnir eru einfaldlega tómir og frekari skuldasöfnun útilokuð. Langflest fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa nýtt sér öll úrræði stjórnvalda sem hafa verið í boði. Stór hluti starfsfólks sem hefur verið endurráðið hefur fengið vinnuna sína í krafti ráðningarstyrkja. Nú fjarar hins vegar hratt út - og gildistími flestra úrræða stjórnvalda að renna sitt skeið á enda. Nú standa forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja frammi fyrir því að taka ákvörðun um áframhaldandi ráðningarsamband við starfsmenn sína. Geta þau staðið undir því að greiða starfsfólki sínu laun næstu mánuði og fram á næsta sumar, þegar tekjurnar fara vonandi að koma inn? Eða er eina lausnin að senda starfsfólkið aftur heim og beint á atvinnuleysisskrá? Framlenging ráðningarstyrkja nauðsynleg Til að bæta stöðuna til skamms tíma væri skynsamlegt fyrir stjórnvöld að framlengja ráðningarstyrki um a.m.k. 6 mánuði í viðbót. Það væri skynsamlegt bæði í efnahagslegu- og samfélagslegu tilliti og hefði þar að auki lágmarkskostnað í för með sér. Það gæfi fyrirtækjunum andrými til uppbyggingar í vetur og starfsfólki kost á að taka þátt í endurreisn ferðaþjónustunnar í stað þess að sitja heima á atvinnuleysisbótum. Hættum sóttvarnaraðgerðum á landamærum Þess utan er nú nauðsynlegt að aflétta sóttvarnaraðgerðum gagnvart bólusettum gestum á landamærum. Við höfum tekið þá ákvörðun að treysta bólusetningum og því er vandséð að bólusettir erlendir gestir séu hættulegri en bólusettir Íslendingar. Þar að auki, erum við hægt og rólega að verða undir í samkeppni, þar sem flestir áfangastaðir hafa hætt að krefja bólusetta gesti um neikvæða niðurstöðu skimunar. Sóttvarnarráðstafanir á landamærum hafa bein neikvæð áhrif á framboð og nýtingu flugsæta til og frá Íslandi. Það er eitthvað sem erfitt er að sætta sig við og er þegar farið að tefja fyrir endurreisn ferðaþjónustunnar. Við höfum ekki tíma fyrir þá töf. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun