ADHD og slys í Thailandi kveikjan að nýju öndunartækninni Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. október 2021 07:00 Berglind Rúnarsdóttir jógakennari og einkaþjálfari segir að kveikjan að öndunartækninni sem hún þróaði hafi í raun verið að sjálf er hún með ADHD og síðan lenti hún í slysi í Thailandi. Að ná að stjórna óttanum með öndunartækni hefur skipt sköpum. Vísir/Vilhelm Til að tengjast sköpunarkraftinum okkar sem best þurfum við að losa okkur við allt sem heitir áhyggjur, kvíði eða ótti. Berglind Rúnarsdóttir hefur þróað öndunartækni sem getur hjálpað fólki til þess. „Minn tilgangur í lífinu er að losa fólk við ótta og hjálpa þeim að upplifa öryggi, læra að treysta á sig, finna styrkinn sinn og tengjast eigin sköpunargáfu. Ég er sannfærð um að við höfum öll eitthvað sem enginn annar hefur, alveg eins og ekkert snjókorn eða fingrafar er eins þá er eitthvað magnað sem sérhver einstaklingur getur skapað,“ segir Berglind Rúnarsdóttir jógakennari í Spektrum og einkaþjálfari í World Class. Berglind er höfundur öndunartæknarinnar JÓGAÍN sem hún þróaði, kennir og segir nýtast hvar sem er. Líka í vinnunni. Mestu skiptir þar að fæla í burtu allan mögulegan ótta eða kvíða, því að sögn Berglindar kemst óttablandinn hugur ekki þangað sem við þurfum að fara til að tengjast sköpunarkraftinum. ADHD og slysið í Thailandi Fyrir nokkrum árum síðan fór Berglind til Thailands þar sem hún lærði köfun í þrjá mánuði. Á þessum tíma segist hún hafa lært mikilvægi stjórnaðrar öndunar og hversu mikilvægt það er að halda ró við krefjandi aðstæður. Ekki síst eins og gerðist þegar hún sjálf lenti í lífshættu í síðustu köfuninni fyrir heimferð. „Síðasta daginn fyrir heimferð var ég í köfunarleiðangri að aðstoða með köfunarhóp með leiðbeinanda sem reyndist vanhæfur. Í hópnum var stelpa sem var að kafa í fyrsta sinn. Hún lenti í erfiðleikum með eyrun, fékk illt í þau vegna þrýstingsins og var stopp á miðri leið. Köfunarleiðbeinandinn skildi mig eftir með hana í stað þess að leiðbeina mér eða einhverjum hinna aðstoðarkafaranna að fara með hana til baka í bátinn eins og reglur kveða um,“ segir Berglind en þennan dag var mikið streymi í sjónum og rak hópnum því utan þess svæðis sem hópurinn átti að vera á. „Það næsta sem ég vissi var að það sigldi bátur fyrir ofan okkur, skrúfurnar á þeytingi yfir höfðum okkar.“ Að mati Berglindar bjargaði það henni alfarið að hafa lært öndunartækni. „Það að vera búin að stunda þetta mikið af köfun og tileinka mér rólega meðvitaða og virka öndun, varð til þess að ég hélt rónni, stelpan ró sinni og við gátum farið upp örugglega.“ Eftir þessa lífsreynslu fór Berglind meðvituð að þjálfa sig í því að nýta sér öndunartækni og hugleiðslu í daglegu lífi. Með þessu spornaði hún gegn öllum kvíða. Byrjunin var þó löng og brösug að sögn Berglindar. Ég er ofvirk og með athyglisbrest, greindist á ytri skekkjumörkum með ADHD. Finnst verulega erfitt að sitja kyrr lengi, án þess að sjá marktækan árangur. Þeir erfiðleikar eru meðal annars kveikjan að JÓGAÍN aðferðinni.“ Að stjórnar sjálfum sér breytir aðstæðum Berglind fór síðar í jógakennaranám og hóf að starfa sem jógakennari. Hún hélt áfram að leggja áherslu á öndunartækni og prófaði sig áfram. Fyrst Wim Hof, síðan Pranajama og fleira. „Ég fór að fríkafa, lærði að fullnýta lungnarýmið.“ Með öndunartækninni upplifði Berglind að hún væri í raun að anda í sig vellíðan. Hækka þannig tíðnina fyrir hugleiðslu, sem fyrir vikið skilaði enn meiri árangri og áhrifum. „Ég fann hvað það var áhrifaríkt, ég fann hraðar fyrir áhrifum hugleiðslunnar sem er ómetanlegt fyrir ofvirka manneskju eins og mig.“ Að nýta sér öndunartækni nýttist enn betur þegar Berglind ökklabrotnaði. Þar fór ökklinn í 45 gráður á hliðina þar sem bæði tibia og fibula beinin brotnuðu við ökklann. „Ég andaði mig í gegnum það að rétta hann til baka. Yfirgaf ekki sjálfa mig í þessum erfiðu aðstæðum, hélt ró minni, andaði mig í gegnum sársaukann,“ segir Berglind og lýsir því hversu ánægðir sjúkraliðarnir hefðu verið sem komu á staðinn, þegar þeir sáu að sjúklingurinn sjálfur hefði náð að rétta af brotinn ökklann. Það hefði verið miklu erfiðara þegar bólgurnar væru komnar. Ég er sannfærð um að ég hefði fengið kvíðakast og orðið verulega erfiður sjúklingur, ef ég hefði ekki verið búin að finna styrkinn minn og tileinka mér öndunartækni. Í staðinn þá hélt ég stjórn á aðstæðunum, gerði það sem þurfti að gera, þó það væri erfitt,“ segir Berglind og bætir við: „Það að upplifa stjórn á sér, viðhalda ró, breytir aðstæðunum.“ Eftir þetta atvik prófaði Berglind sig enn meira áfram í dýpri öndunartækni sem á endanum þróaði nýja aðferð sem Berglind segist ekki vita til þess að þekkist neins staðar annars staðar í heiminum: JÓGAÍN. Berglind segir öndunartæknina Jógaín sporna við kvíða en með því að losa okkur við kvíða og ótta, erum við líklegri til að sjá tækifæri sem annars færu framhjá okkur. Fyrir vikið verðum við mun betur tengd við sköpunarkraftinn okkar. Vísir/Vilhelm Nútímasamfélagið að auka á ótta fólks Berglind lýsir Jógaín öndunaraðferðinni sem góðri leið til að tengjast sköpunarkraftinum á áhrifaríkan, kröftugan og hraðvirkan hátt. Lykilatriðið í aðferðinni er að óttinn víkur fyrir öryggistilfinningu, sem svo mörgum sárvantar í dag. „Við tökum öðruvísi ákvarðanir þegar við upplifum öryggi. Ótti er nytsamleg tilfinning, hann gefur okkur skilaboð frá umhverfinu og við eigum að geta fundið fyrir ótta þegar það á við, en við eigum að vera án hans að staðaldri. Nútímasamfélag býður ekki mikið upp á það, mikið af streituvöldum jafnt og þétt yfir daginn,“ segir Berglind. Sem dæmi nefnir hún hversu mikilvægt það er að óttinn sé ekki ríkjandi þegar að við tökum ákvarðanir. Í streituvaldandi samfélagi sé hins vegar hætta á að það sé að gerast hjá okkur. Jafnvel oft á dag. Við getum bætt lífsgæði okkar og uppgötvað tækifæri sem annars færu framhjá okkur ef við horfum ekki með óttablöndnum huga á aðstæður, heldur tileinkum okkur aðferðir sem hjálpa okkur að finna eigin styrk, veita okkur hugaró og tengja okkur eigin sköpunargáfu,“ segir Berglind. Sjálf trúir Berglind því að mannkynið sem held geti fræðilega breytt um stefnu ef allir legðust á eitt. „Hjálpað plánetunni, dýrunum og fólkinu. Sameinað krafta okkar, gáfur, hráefni, auðlindir, tækifæri. Kannað heiminn og gert uppgötvanir öllum í hag.“ Berglind segist ekki vita hvert Jógaín öndunartæknin muni leiða hana. Kannski mun hún aðeins kenna hana á Íslandi. Kannski mun aðferðin ná út í hinn stóran heim. Allt muni þetta bara koma í ljós. Öndunartæknina kennir Berglind sem hluta af jógatímum og hugleiðslu og segir Berglind öndunartæknina sjálfa í raun aðeins taka um eina og hálfa mínútu. Þó er marktækur munur á andlegri líðan eftir einungis eina umferð. „Þetta er því eins og skyndihjálp fyrir sálina þegar tími, rými eða jafnvel áhugi er knappur.“ Getur öndunartækni hjálpað okkur í vinnunni? Já svo sannarlega segir Berglind: „Öndunartæknin og hugleiðslan saman er upplagt verkfæri til kröftugrar sjálfsvinnu og heilunar, til að hraða heilunarferlinu eða því sem ég kalla að setja hugleiðsluna í þriðja gír. Til að koma sér í ró fyrir mikilvægan viðburð eða við streituvaldandi aðstæður. Til að ráða bug á kvíða og eins þegar tími er einfaldlega af skornum skammti.“ Góðu ráðin Heilsa Starfsframi Tengdar fréttir Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00 Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. 8. október 2021 07:00 Að ræða um kulnunareinkennin þín Sem betur fer hefur öll umræða um kulnun aukist til muna. Í dag skiljum við í hverju kulnun felst og erum meðvituð um hversu mikilvægt það er að forðast kulnun. Því miður er það þó algengt að fólk opnar ekki umræðuna um sín eigin kulnunareinkenni eða líðan, fyrr en of seint. Þegar í raun kulnunin er hafin. 18. ágúst 2021 07:01 Þegar að verkefnalistinn verður okkur ofviða Úff. Þetta er bara of mikið. Of margir boltar á lofti. Hausinn á milljón. Svefninn jafnvel að truflast. Stress. 5. júlí 2021 07:00 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Minn tilgangur í lífinu er að losa fólk við ótta og hjálpa þeim að upplifa öryggi, læra að treysta á sig, finna styrkinn sinn og tengjast eigin sköpunargáfu. Ég er sannfærð um að við höfum öll eitthvað sem enginn annar hefur, alveg eins og ekkert snjókorn eða fingrafar er eins þá er eitthvað magnað sem sérhver einstaklingur getur skapað,“ segir Berglind Rúnarsdóttir jógakennari í Spektrum og einkaþjálfari í World Class. Berglind er höfundur öndunartæknarinnar JÓGAÍN sem hún þróaði, kennir og segir nýtast hvar sem er. Líka í vinnunni. Mestu skiptir þar að fæla í burtu allan mögulegan ótta eða kvíða, því að sögn Berglindar kemst óttablandinn hugur ekki þangað sem við þurfum að fara til að tengjast sköpunarkraftinum. ADHD og slysið í Thailandi Fyrir nokkrum árum síðan fór Berglind til Thailands þar sem hún lærði köfun í þrjá mánuði. Á þessum tíma segist hún hafa lært mikilvægi stjórnaðrar öndunar og hversu mikilvægt það er að halda ró við krefjandi aðstæður. Ekki síst eins og gerðist þegar hún sjálf lenti í lífshættu í síðustu köfuninni fyrir heimferð. „Síðasta daginn fyrir heimferð var ég í köfunarleiðangri að aðstoða með köfunarhóp með leiðbeinanda sem reyndist vanhæfur. Í hópnum var stelpa sem var að kafa í fyrsta sinn. Hún lenti í erfiðleikum með eyrun, fékk illt í þau vegna þrýstingsins og var stopp á miðri leið. Köfunarleiðbeinandinn skildi mig eftir með hana í stað þess að leiðbeina mér eða einhverjum hinna aðstoðarkafaranna að fara með hana til baka í bátinn eins og reglur kveða um,“ segir Berglind en þennan dag var mikið streymi í sjónum og rak hópnum því utan þess svæðis sem hópurinn átti að vera á. „Það næsta sem ég vissi var að það sigldi bátur fyrir ofan okkur, skrúfurnar á þeytingi yfir höfðum okkar.“ Að mati Berglindar bjargaði það henni alfarið að hafa lært öndunartækni. „Það að vera búin að stunda þetta mikið af köfun og tileinka mér rólega meðvitaða og virka öndun, varð til þess að ég hélt rónni, stelpan ró sinni og við gátum farið upp örugglega.“ Eftir þessa lífsreynslu fór Berglind meðvituð að þjálfa sig í því að nýta sér öndunartækni og hugleiðslu í daglegu lífi. Með þessu spornaði hún gegn öllum kvíða. Byrjunin var þó löng og brösug að sögn Berglindar. Ég er ofvirk og með athyglisbrest, greindist á ytri skekkjumörkum með ADHD. Finnst verulega erfitt að sitja kyrr lengi, án þess að sjá marktækan árangur. Þeir erfiðleikar eru meðal annars kveikjan að JÓGAÍN aðferðinni.“ Að stjórnar sjálfum sér breytir aðstæðum Berglind fór síðar í jógakennaranám og hóf að starfa sem jógakennari. Hún hélt áfram að leggja áherslu á öndunartækni og prófaði sig áfram. Fyrst Wim Hof, síðan Pranajama og fleira. „Ég fór að fríkafa, lærði að fullnýta lungnarýmið.“ Með öndunartækninni upplifði Berglind að hún væri í raun að anda í sig vellíðan. Hækka þannig tíðnina fyrir hugleiðslu, sem fyrir vikið skilaði enn meiri árangri og áhrifum. „Ég fann hvað það var áhrifaríkt, ég fann hraðar fyrir áhrifum hugleiðslunnar sem er ómetanlegt fyrir ofvirka manneskju eins og mig.“ Að nýta sér öndunartækni nýttist enn betur þegar Berglind ökklabrotnaði. Þar fór ökklinn í 45 gráður á hliðina þar sem bæði tibia og fibula beinin brotnuðu við ökklann. „Ég andaði mig í gegnum það að rétta hann til baka. Yfirgaf ekki sjálfa mig í þessum erfiðu aðstæðum, hélt ró minni, andaði mig í gegnum sársaukann,“ segir Berglind og lýsir því hversu ánægðir sjúkraliðarnir hefðu verið sem komu á staðinn, þegar þeir sáu að sjúklingurinn sjálfur hefði náð að rétta af brotinn ökklann. Það hefði verið miklu erfiðara þegar bólgurnar væru komnar. Ég er sannfærð um að ég hefði fengið kvíðakast og orðið verulega erfiður sjúklingur, ef ég hefði ekki verið búin að finna styrkinn minn og tileinka mér öndunartækni. Í staðinn þá hélt ég stjórn á aðstæðunum, gerði það sem þurfti að gera, þó það væri erfitt,“ segir Berglind og bætir við: „Það að upplifa stjórn á sér, viðhalda ró, breytir aðstæðunum.“ Eftir þetta atvik prófaði Berglind sig enn meira áfram í dýpri öndunartækni sem á endanum þróaði nýja aðferð sem Berglind segist ekki vita til þess að þekkist neins staðar annars staðar í heiminum: JÓGAÍN. Berglind segir öndunartæknina Jógaín sporna við kvíða en með því að losa okkur við kvíða og ótta, erum við líklegri til að sjá tækifæri sem annars færu framhjá okkur. Fyrir vikið verðum við mun betur tengd við sköpunarkraftinn okkar. Vísir/Vilhelm Nútímasamfélagið að auka á ótta fólks Berglind lýsir Jógaín öndunaraðferðinni sem góðri leið til að tengjast sköpunarkraftinum á áhrifaríkan, kröftugan og hraðvirkan hátt. Lykilatriðið í aðferðinni er að óttinn víkur fyrir öryggistilfinningu, sem svo mörgum sárvantar í dag. „Við tökum öðruvísi ákvarðanir þegar við upplifum öryggi. Ótti er nytsamleg tilfinning, hann gefur okkur skilaboð frá umhverfinu og við eigum að geta fundið fyrir ótta þegar það á við, en við eigum að vera án hans að staðaldri. Nútímasamfélag býður ekki mikið upp á það, mikið af streituvöldum jafnt og þétt yfir daginn,“ segir Berglind. Sem dæmi nefnir hún hversu mikilvægt það er að óttinn sé ekki ríkjandi þegar að við tökum ákvarðanir. Í streituvaldandi samfélagi sé hins vegar hætta á að það sé að gerast hjá okkur. Jafnvel oft á dag. Við getum bætt lífsgæði okkar og uppgötvað tækifæri sem annars færu framhjá okkur ef við horfum ekki með óttablöndnum huga á aðstæður, heldur tileinkum okkur aðferðir sem hjálpa okkur að finna eigin styrk, veita okkur hugaró og tengja okkur eigin sköpunargáfu,“ segir Berglind. Sjálf trúir Berglind því að mannkynið sem held geti fræðilega breytt um stefnu ef allir legðust á eitt. „Hjálpað plánetunni, dýrunum og fólkinu. Sameinað krafta okkar, gáfur, hráefni, auðlindir, tækifæri. Kannað heiminn og gert uppgötvanir öllum í hag.“ Berglind segist ekki vita hvert Jógaín öndunartæknin muni leiða hana. Kannski mun hún aðeins kenna hana á Íslandi. Kannski mun aðferðin ná út í hinn stóran heim. Allt muni þetta bara koma í ljós. Öndunartæknina kennir Berglind sem hluta af jógatímum og hugleiðslu og segir Berglind öndunartæknina sjálfa í raun aðeins taka um eina og hálfa mínútu. Þó er marktækur munur á andlegri líðan eftir einungis eina umferð. „Þetta er því eins og skyndihjálp fyrir sálina þegar tími, rými eða jafnvel áhugi er knappur.“ Getur öndunartækni hjálpað okkur í vinnunni? Já svo sannarlega segir Berglind: „Öndunartæknin og hugleiðslan saman er upplagt verkfæri til kröftugrar sjálfsvinnu og heilunar, til að hraða heilunarferlinu eða því sem ég kalla að setja hugleiðsluna í þriðja gír. Til að koma sér í ró fyrir mikilvægan viðburð eða við streituvaldandi aðstæður. Til að ráða bug á kvíða og eins þegar tími er einfaldlega af skornum skammti.“
Góðu ráðin Heilsa Starfsframi Tengdar fréttir Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00 Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. 8. október 2021 07:00 Að ræða um kulnunareinkennin þín Sem betur fer hefur öll umræða um kulnun aukist til muna. Í dag skiljum við í hverju kulnun felst og erum meðvituð um hversu mikilvægt það er að forðast kulnun. Því miður er það þó algengt að fólk opnar ekki umræðuna um sín eigin kulnunareinkenni eða líðan, fyrr en of seint. Þegar í raun kulnunin er hafin. 18. ágúst 2021 07:01 Þegar að verkefnalistinn verður okkur ofviða Úff. Þetta er bara of mikið. Of margir boltar á lofti. Hausinn á milljón. Svefninn jafnvel að truflast. Stress. 5. júlí 2021 07:00 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00
Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. 8. október 2021 07:00
Að ræða um kulnunareinkennin þín Sem betur fer hefur öll umræða um kulnun aukist til muna. Í dag skiljum við í hverju kulnun felst og erum meðvituð um hversu mikilvægt það er að forðast kulnun. Því miður er það þó algengt að fólk opnar ekki umræðuna um sín eigin kulnunareinkenni eða líðan, fyrr en of seint. Þegar í raun kulnunin er hafin. 18. ágúst 2021 07:01
Þegar að verkefnalistinn verður okkur ofviða Úff. Þetta er bara of mikið. Of margir boltar á lofti. Hausinn á milljón. Svefninn jafnvel að truflast. Stress. 5. júlí 2021 07:00
Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02