Í þættinum Um land allt á Stöð 2 lýsa Gunnarsstaðabræðurnir Jóhannes og Steingrímur, fráfarandi forseti Alþingis, áhyggjum af byggðinni eftir jarðakaup Bretans.

„Flestar jarðirnar hafa einhverjar hlunnindatekjur árlega af því að þær eiga land að laxveiðiám. Það hefur munað miklu í afkomu margra bænda hérna. Og svo lengi sem þessar tekjur haldast innan byggðarlagsins þá eru þær ákveðin kjölfesta og svona trygging fyrir búsetunni,“ segir Steingrímur.

„Auðvitað eru þeir komnir í ákveðna girðingu hvað jarðakaupin varðar eftir frumvarp sem var samþykkt á Alþingi í vor, eða breytingu á jarðalögum sem Katrín kom nú fram, sko. Þá er ástandið miklu betra hvað það varðar. Þeir geta ekki keypt alveg endalaust. Hann er kominn langt, langt fram yfir þau mörk sem þessi lög segja til um,“ segir Jóhannes.
„Það er auðvitað ákveðin ógn,“ segir Sigurður Þór Guðmundsson, oddviti Svalbarðshrepps og bóndi í Holti.

„Við sjáum það núna að það er hækkandi hlutfall þessara veiðitekna að renna annað. Hingað til hafa þær að mestu leyti runnið til uppbyggingar samfélagsins hérna og sveitanna.
Þannig að auðvitað er þetta ógn. En maður verður auðvitað að horfa á þetta sem einhverskonar tækifæri. Við getum ekki barist gegn því sem við ráðum ekki við,“ segir oddvitinn.
„Fyrir framtíðina er þetta bara ömurleg þróun, segi ég,“ segir Jóhannes.
Meira um jarðkaupin má sjá í þessum kafla úr þættinum: