600 óbólusettir starfsmenn Landspítalans grafalvarlegt mál Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2021 18:00 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 10 prósent starfsmanna Landspítalans séu óbólusett. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 600 starfsmenn Landspítalans séu óbólusettir og það hljóti að koma til álita hjá stjórnendum spítalans að breyta því hvaða afskipti þeir hafa af viðkvæmum sjúklingum. Í bréfi sem Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans, sendi starfsfólki í dag kom fram að 600 starfsmenn Landspítalans eru óbólusettir. Fréttastofa ræddi við Má í dag um þetta mál. Hann sagði að starsfólkið væri í grunninn eins og annað fólk í samfélaginu. Þetta sagði hann í ljósi þess að hafa þurft að brýna fyrir heilbrigðisstarsfólki að huga að sóttvörnum innan spítalans. Þar á meðal grímunotkun, handþvotti og fjarlægðarmörkum. Már segir að starsfólkið sé eins og aðrir Íslendingar, orðið þreytt á ástandinu og þurfi því á brýningu að halda nú þegar faraldurinn er á uppleið. En, ef reglum um sóttvarnir og bólusetningar sé fylgt, þá sé hægt að lágmarka hættuna á því að upp komi hópsýking á spítalanum. Spurður hverjar reglurnar séu á Landspítalanum um bólusetningar segir hann alla starfsmenn hvatta til að þiggja hana. Spurður hvort Landspítalinn hafi heimild til að meina þessum sex hundruð starfsmönnum, sem eru óbólusettir, að mæta í vinnuna svarar Már: „Það hefur ekki verið tekin afstaða til þess en það getur verið að við þurfum að skoða það,“ svarar Már. Kára er ekki skemmt. Vísir/Baldur Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, var ekki skemmt þegar hann las þessa tölu, 600 starfsmenn Landspítalans óbólusettir. „Ég vona að þetta sé rangt, því ég fæ ekki séð að það sé nokkur réttlæting á því að 10 prósent starfsmanna sé óbólusettur í dag,“ segir Kári. Hann hefði trúað þessari tölu fyrir sex mánuðum, en ekki miðað við framboð bóluefnis í dag. „Ég held að þetta hljóti að leiða til þess að spítalinn verði að breyta að einhverju leyti hvernig þessir 600 starfsmenn sinna sínum störfum. Það hlítur að vera vafasamt að láta þá ráfa um spítalann sem er fullur af fólki sem er veikt fyrir.“ Hann segir eðlilegt að gera ríkari kröfur til heilbrigðisstarfsfólks um bólusetningar en aðra í samfélaginu. „Vegna þess að það er að umgangast fólk sem er veikt fyrir. Við sáum hvað gerðist á Landakoti fyrr í þessari farsótt. Ég held að þetta sé grafalvarlegt mál.“ Már kallar eftir því að landsmenn hugi nú að persónubundnum sóttvörnum. Noti grímur í verslunum og á öðrum mannfögnuðum, hugi að hreinlæti og fjarlægðartakmörkum. Kári tekur undir þetta, að ekki eigi að herða reglur um sóttvarnir, heldur hvetja fólk til að huga að persónubundnum sóttvörnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Sex hundruð starfsmenn á Landspítalanum eru óbólusettir „Gripið hefur um sig óraunsæ bjartsýni í samfélaginu sem hefur smitast inn í stjórnmálin og lýsir sér með umræðum um miklar afléttingar og frelsi - nokkuð sem faraldurinn leyfir ekki endilega því ennþá eru að greinast 50-90 nýir sjúklingar á dag.“ 27. október 2021 13:10 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Í bréfi sem Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans, sendi starfsfólki í dag kom fram að 600 starfsmenn Landspítalans eru óbólusettir. Fréttastofa ræddi við Má í dag um þetta mál. Hann sagði að starsfólkið væri í grunninn eins og annað fólk í samfélaginu. Þetta sagði hann í ljósi þess að hafa þurft að brýna fyrir heilbrigðisstarsfólki að huga að sóttvörnum innan spítalans. Þar á meðal grímunotkun, handþvotti og fjarlægðarmörkum. Már segir að starsfólkið sé eins og aðrir Íslendingar, orðið þreytt á ástandinu og þurfi því á brýningu að halda nú þegar faraldurinn er á uppleið. En, ef reglum um sóttvarnir og bólusetningar sé fylgt, þá sé hægt að lágmarka hættuna á því að upp komi hópsýking á spítalanum. Spurður hverjar reglurnar séu á Landspítalanum um bólusetningar segir hann alla starfsmenn hvatta til að þiggja hana. Spurður hvort Landspítalinn hafi heimild til að meina þessum sex hundruð starfsmönnum, sem eru óbólusettir, að mæta í vinnuna svarar Már: „Það hefur ekki verið tekin afstaða til þess en það getur verið að við þurfum að skoða það,“ svarar Már. Kára er ekki skemmt. Vísir/Baldur Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, var ekki skemmt þegar hann las þessa tölu, 600 starfsmenn Landspítalans óbólusettir. „Ég vona að þetta sé rangt, því ég fæ ekki séð að það sé nokkur réttlæting á því að 10 prósent starfsmanna sé óbólusettur í dag,“ segir Kári. Hann hefði trúað þessari tölu fyrir sex mánuðum, en ekki miðað við framboð bóluefnis í dag. „Ég held að þetta hljóti að leiða til þess að spítalinn verði að breyta að einhverju leyti hvernig þessir 600 starfsmenn sinna sínum störfum. Það hlítur að vera vafasamt að láta þá ráfa um spítalann sem er fullur af fólki sem er veikt fyrir.“ Hann segir eðlilegt að gera ríkari kröfur til heilbrigðisstarfsfólks um bólusetningar en aðra í samfélaginu. „Vegna þess að það er að umgangast fólk sem er veikt fyrir. Við sáum hvað gerðist á Landakoti fyrr í þessari farsótt. Ég held að þetta sé grafalvarlegt mál.“ Már kallar eftir því að landsmenn hugi nú að persónubundnum sóttvörnum. Noti grímur í verslunum og á öðrum mannfögnuðum, hugi að hreinlæti og fjarlægðartakmörkum. Kári tekur undir þetta, að ekki eigi að herða reglur um sóttvarnir, heldur hvetja fólk til að huga að persónubundnum sóttvörnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Sex hundruð starfsmenn á Landspítalanum eru óbólusettir „Gripið hefur um sig óraunsæ bjartsýni í samfélaginu sem hefur smitast inn í stjórnmálin og lýsir sér með umræðum um miklar afléttingar og frelsi - nokkuð sem faraldurinn leyfir ekki endilega því ennþá eru að greinast 50-90 nýir sjúklingar á dag.“ 27. október 2021 13:10 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Sex hundruð starfsmenn á Landspítalanum eru óbólusettir „Gripið hefur um sig óraunsæ bjartsýni í samfélaginu sem hefur smitast inn í stjórnmálin og lýsir sér með umræðum um miklar afléttingar og frelsi - nokkuð sem faraldurinn leyfir ekki endilega því ennþá eru að greinast 50-90 nýir sjúklingar á dag.“ 27. október 2021 13:10