Stefnt að aðgerðum vegna búsetu í atvinnuhúsnæði Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2021 21:00 Upplýsingum um könnun á búsetu fólks í atvinnuhúsnæði verður komið til fólks á sjö tungumálum. Stöð 2/Egill Borgarstjóri segir að reikna megi með því að minnsta kosti hundruð manna búi í atvinnuhúsnæði þar sem aðbúnaði og öryggi fólks sé ábótavant. Gera eigi gangskör að því að meta umfangið og grípa til aðgerða í framhaldinu án þess þó að ógna húsnæðisöryggi fólks. Borgarstjóri sem einnig er stjórnarformaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins og aðstoðarforstjóri Húnsæðis- og mannvirkjastofnunar kynntu átakið á fréttamannafundi í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun sjá um að kanna þetta mál. Til þess hefur verið ráðin sérstök sveit fólks sem talar mörg tungumál. Auk þess sem hópurinn nýtur stuðnings frá starfsliði Alþýðusambands Íslands. Markmiðið er að þessari könnun ljúki á þremur mánuðum. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Halla Gunnarsdóttir kynntu aðgerðirnar á slökkvistöðinni í Skógarhlíð.Stöð 2/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem einnig er stjórnarformaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að reikna megi með að hundruð fólks búi við þessar aðstæður. „Markmiðið er ekki í raun að finna fólk og henda því út á götu heldur að koma öllum í öryggt húsnæði. Oft er húsnæði öruggt þótt það sé atvinnuhúsnæði,“ segir Dagur. Þá þurfi meðal annars að meta hvort hverfi væri að þróast í átt til íbúasvæðis eða hvort gera mætti breytingar þannig að hægt væri að búa í húsnæðinu. „Eða eins og hefur komið upp á undanförnum árum er beinlínis um að ræða hættulegt eða óöruggt húsnæði. Sem þarf þá að rýma og finna annað húsnæði fyrir þá sem þar búa,“ segir borgarstjóri. Í sumum tilfellum þurfi jafnvel að kæra ósamvinnuþýða húsráðendur. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrinti þessu verkefni af stað eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Þótt þar hafi ekki verið um atvinnuhúsnæði að ræða var mikill fjöldi fólks skráður þar til húsa og öryggi mjög ábótavant. Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg.Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins segir sambandið vilja taka þátt í að binda enda á að verkafólk búi í óviðunandi húsnæði. Þetta væri mjög fjölbreyttur hópur fólks. „Það er alveg líklegt að það sé einhver hluti þess hóps sem óttast yfirvöld og telur að við séum að fara að henda þeim út á Guð og gaddinn. Þannig að það er mjög þung áhersla í þessu verkefni að þetta sé kortlagning og við erum að reyna að tryggja öryggi fólks þar sem það er,“ segir Halla. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að þetta verði ekki enn ein skýrslan sem endi ofan í skúffu. Það væri sameiginlegur skilningur í samráðshópnum sem félagsmálaráðherra hafði frumkvæði að. „Ég hef fulla trú á því að þetta verði aðgerðir og aðgerðabundið. Því við erum í raun búin að gera skýrsluna. Það voru allir í samráðshópnum sammála um að það verður ekki unað við þetta ástand lengur. Þannig að aðgerðir eru næsta skref,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir. Húsnæðismál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Borgarstjóri sem einnig er stjórnarformaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins og aðstoðarforstjóri Húnsæðis- og mannvirkjastofnunar kynntu átakið á fréttamannafundi í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun sjá um að kanna þetta mál. Til þess hefur verið ráðin sérstök sveit fólks sem talar mörg tungumál. Auk þess sem hópurinn nýtur stuðnings frá starfsliði Alþýðusambands Íslands. Markmiðið er að þessari könnun ljúki á þremur mánuðum. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Halla Gunnarsdóttir kynntu aðgerðirnar á slökkvistöðinni í Skógarhlíð.Stöð 2/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem einnig er stjórnarformaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að reikna megi með að hundruð fólks búi við þessar aðstæður. „Markmiðið er ekki í raun að finna fólk og henda því út á götu heldur að koma öllum í öryggt húsnæði. Oft er húsnæði öruggt þótt það sé atvinnuhúsnæði,“ segir Dagur. Þá þurfi meðal annars að meta hvort hverfi væri að þróast í átt til íbúasvæðis eða hvort gera mætti breytingar þannig að hægt væri að búa í húsnæðinu. „Eða eins og hefur komið upp á undanförnum árum er beinlínis um að ræða hættulegt eða óöruggt húsnæði. Sem þarf þá að rýma og finna annað húsnæði fyrir þá sem þar búa,“ segir borgarstjóri. Í sumum tilfellum þurfi jafnvel að kæra ósamvinnuþýða húsráðendur. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrinti þessu verkefni af stað eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Þótt þar hafi ekki verið um atvinnuhúsnæði að ræða var mikill fjöldi fólks skráður þar til húsa og öryggi mjög ábótavant. Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg.Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins segir sambandið vilja taka þátt í að binda enda á að verkafólk búi í óviðunandi húsnæði. Þetta væri mjög fjölbreyttur hópur fólks. „Það er alveg líklegt að það sé einhver hluti þess hóps sem óttast yfirvöld og telur að við séum að fara að henda þeim út á Guð og gaddinn. Þannig að það er mjög þung áhersla í þessu verkefni að þetta sé kortlagning og við erum að reyna að tryggja öryggi fólks þar sem það er,“ segir Halla. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að þetta verði ekki enn ein skýrslan sem endi ofan í skúffu. Það væri sameiginlegur skilningur í samráðshópnum sem félagsmálaráðherra hafði frumkvæði að. „Ég hef fulla trú á því að þetta verði aðgerðir og aðgerðabundið. Því við erum í raun búin að gera skýrsluna. Það voru allir í samráðshópnum sammála um að það verður ekki unað við þetta ástand lengur. Þannig að aðgerðir eru næsta skref,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir.
Húsnæðismál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira