Bróðir leikmanns Keflavíkur í byrjunarliði Liverpool í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2021 10:30 Harvey Blair í leiknum með Liverpool á móti Preston North End í enska deildabikarnum í gærkvöldi. Getty/Naomi Baker Harvey Blair lék sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool í gærkvöldi þegar Liverpool liðið sló Preston út úr enska deildabikarnum og komst áfram í átta liða úrslit. Þessi átján ára gamli strákur var í byrjunarliðinu og spilaði í þriggja manna framlínu ásamt þeim Takumi Minamino og Divock Origi. Minamino og Origi skoruðu mörkin í 2-0 sigri. Það vita það kannski ekki allir en Blair er með sterka Íslandstengingu. Eldri bróðir hans er Marley Blair, leikmaður Pepsi Max deildar liðs Keflavíkur. unbelievable experience to make my debut for @liverpoolfc and even better to get the win and progress into the next round pic.twitter.com/nrDTL4IZKc— HarveyBlair (@harveyblair77) October 27, 2021 Marley er 22 ára gamall og með samning við Keflavíkurliðið til ársins 2023. Marley sjálfur var í tvö ár með unglingaliðum Liverpool frá 2016 til 2018 en fór þaðan til Burnley. Í febrúar síðastliðnum samdi hann síðan við Keflavík. Marley spilaði tólf leiki með Keflavík í Pepsi Max deildinni en náði ekki að skora. Hann gaf stoðsendingu í síðasta leiknum sínum en fékk líka rautt spjald í leik á móti HK í 19. umferðinni. View this post on Instagram A post shared by MJB (@marleyblair) KSÍ skráir reyndar eitt mark á Marley en það mark var þó augljóst sjálfsmark varnarmanns Skagamanna í lokaumferðinni og er skráð sjálfsmark hjá öllum miðlum nema hjá dómara leiksins Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni á leikskýrslu. Marley var með bróður sínum þegar Harvey skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Liverpool fyrir ári síðan. Harvey Blair fékk að spila fyrstu 55 mínútur leiksins með Liverpool í gær en fór af velli fyrir jafnaldra sinn Conor Bradley í stöðunni 0-0. A bit on Harvey Blair - the Huddersfield-born Liverpool youngster making his professional debut for the Merseyside club at 18. #lfc https://t.co/kIU8XDUvn7— Ben McKenna (@benmckennaJPI) October 27, 2021 Blair hefur skorað fjögur mörk og lagt upp tvö til viðbótar með átján ára liði Liverpool. Hann spilaði einnig með nítján ára liðinu á móti Atletico Madrid í Meistaradeild yngri liða. Blair var út á vinstri vængnum þar sem hann hefur verið að spila með átján ára liði Liverpool með góðum árangri. Hann hefur einnig spilað sex leiki með 23 ára liðinu í vetur. Hann er því að fá tækifærin og aðeins spurning um hvort hann geti nýtt sér þau. Eldri bróðir hans gefur honum væntanlega góð ráð út frá því sem klikkaði hjá honum á sínum tíma. Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Þessi átján ára gamli strákur var í byrjunarliðinu og spilaði í þriggja manna framlínu ásamt þeim Takumi Minamino og Divock Origi. Minamino og Origi skoruðu mörkin í 2-0 sigri. Það vita það kannski ekki allir en Blair er með sterka Íslandstengingu. Eldri bróðir hans er Marley Blair, leikmaður Pepsi Max deildar liðs Keflavíkur. unbelievable experience to make my debut for @liverpoolfc and even better to get the win and progress into the next round pic.twitter.com/nrDTL4IZKc— HarveyBlair (@harveyblair77) October 27, 2021 Marley er 22 ára gamall og með samning við Keflavíkurliðið til ársins 2023. Marley sjálfur var í tvö ár með unglingaliðum Liverpool frá 2016 til 2018 en fór þaðan til Burnley. Í febrúar síðastliðnum samdi hann síðan við Keflavík. Marley spilaði tólf leiki með Keflavík í Pepsi Max deildinni en náði ekki að skora. Hann gaf stoðsendingu í síðasta leiknum sínum en fékk líka rautt spjald í leik á móti HK í 19. umferðinni. View this post on Instagram A post shared by MJB (@marleyblair) KSÍ skráir reyndar eitt mark á Marley en það mark var þó augljóst sjálfsmark varnarmanns Skagamanna í lokaumferðinni og er skráð sjálfsmark hjá öllum miðlum nema hjá dómara leiksins Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni á leikskýrslu. Marley var með bróður sínum þegar Harvey skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Liverpool fyrir ári síðan. Harvey Blair fékk að spila fyrstu 55 mínútur leiksins með Liverpool í gær en fór af velli fyrir jafnaldra sinn Conor Bradley í stöðunni 0-0. A bit on Harvey Blair - the Huddersfield-born Liverpool youngster making his professional debut for the Merseyside club at 18. #lfc https://t.co/kIU8XDUvn7— Ben McKenna (@benmckennaJPI) October 27, 2021 Blair hefur skorað fjögur mörk og lagt upp tvö til viðbótar með átján ára liði Liverpool. Hann spilaði einnig með nítján ára liðinu á móti Atletico Madrid í Meistaradeild yngri liða. Blair var út á vinstri vængnum þar sem hann hefur verið að spila með átján ára liði Liverpool með góðum árangri. Hann hefur einnig spilað sex leiki með 23 ára liðinu í vetur. Hann er því að fá tækifærin og aðeins spurning um hvort hann geti nýtt sér þau. Eldri bróðir hans gefur honum væntanlega góð ráð út frá því sem klikkaði hjá honum á sínum tíma.
Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira