Forseti ASÍ segir markmið um kaupmáttaraukningu hafa náðst Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2021 12:41 Markmið lífskjarasamninganna svo kölluðu voru að auka kaupmátt, stytta vinnuvikuna og hækka lægstu laun umfram önnur laun með krónutöluhækkunum. Vísir/Vilhelm Áhrif af styttingu vinnuvikunnar eru mun meiri hjá opinberum starfsmönnum en fólki á almennum vinnumarkaði samkvæmt skýrslu kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun. Laun kvenna hafa hækkað meira á yfirstandandi samningstíma en karla. Kjaratölfræðinefnd var sett á laggirnar í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga og er skipuð fulltrúum heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, auk fulltrúa forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og Hagstofu Íslands. Haustskýrslan sem kynnt var í morgun er þriðja skýrsla nefndarinnar og nær yfir þróun launa frá mars 2019 til janúar 2021. Forseti ASÍ segir skýrsluna staðfesta að launamunur kynjanna sé enn til staðar. Laun kvenna hafi hækkað aðeins meira en karlar á samningstímanum vegna þeirrar áherslu að hækka lægstu laun meira en önnur laun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir kjarasamningana frá árinu 2019 hafa skilað sér og skýrslan sýni að tekist hafi að auka kaupmátt. „Það var lögð áhersla á það í þeim kjarasamningum að hækka lægstu laun. Það er að segja þeirra sem eru í starfsgreinasambandsfélögum til dæmis hjá okkur. Það hefur tekist. Það eru meiri launahækkanir þar en annars staðar. Síðan segir þetta mér náttúrlega það að launamunur kynjanna er enn við lýði,“ segir Drífa. Samkvæmt skýrslunni hafa laun kvenna þó hækkað um rúm sextán prósent á tímabilinu en rúm fimmtán prósent hjá körlum. „Sú áhersla að hækka lægstu laun umfram önnur laun þýðir að það er verið að hækka konur meira en karla í stórum dráttum. Af því að þær eru með lægri laun en karlar,“ segir forseti ASÍ. Í samningunum var samið um styttingu vinnuvikunnar og í skýrslunni segir að áhrifa þess gæti mun meira hjá opinberum starfsmönnum en fólki á almenna vinnumarkaðnum. Drífa telur það skýrast af því að stærstu skipulagsbreytingarnar hafi átt sér stað hjá vaktavinnufólki hjá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum. Almennt hefði þetta einnig gengið eftir á almenna markaðnum. „Þær athugasemdir sem við höfum verið að fá varða aðferðafræði vinnustaða. Hugmyndafræðin var sú að þetta ætti að gerast í samstarfi og samráði við starfsfólk. Yfirleitt hefur það verið gert en það er svona allur gangur á því,“ segir Drífa Snædal. Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin. 29. nóvember 2020 22:45 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira
Kjaratölfræðinefnd var sett á laggirnar í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga og er skipuð fulltrúum heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, auk fulltrúa forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og Hagstofu Íslands. Haustskýrslan sem kynnt var í morgun er þriðja skýrsla nefndarinnar og nær yfir þróun launa frá mars 2019 til janúar 2021. Forseti ASÍ segir skýrsluna staðfesta að launamunur kynjanna sé enn til staðar. Laun kvenna hafi hækkað aðeins meira en karlar á samningstímanum vegna þeirrar áherslu að hækka lægstu laun meira en önnur laun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir kjarasamningana frá árinu 2019 hafa skilað sér og skýrslan sýni að tekist hafi að auka kaupmátt. „Það var lögð áhersla á það í þeim kjarasamningum að hækka lægstu laun. Það er að segja þeirra sem eru í starfsgreinasambandsfélögum til dæmis hjá okkur. Það hefur tekist. Það eru meiri launahækkanir þar en annars staðar. Síðan segir þetta mér náttúrlega það að launamunur kynjanna er enn við lýði,“ segir Drífa. Samkvæmt skýrslunni hafa laun kvenna þó hækkað um rúm sextán prósent á tímabilinu en rúm fimmtán prósent hjá körlum. „Sú áhersla að hækka lægstu laun umfram önnur laun þýðir að það er verið að hækka konur meira en karla í stórum dráttum. Af því að þær eru með lægri laun en karlar,“ segir forseti ASÍ. Í samningunum var samið um styttingu vinnuvikunnar og í skýrslunni segir að áhrifa þess gæti mun meira hjá opinberum starfsmönnum en fólki á almenna vinnumarkaðnum. Drífa telur það skýrast af því að stærstu skipulagsbreytingarnar hafi átt sér stað hjá vaktavinnufólki hjá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum. Almennt hefði þetta einnig gengið eftir á almenna markaðnum. „Þær athugasemdir sem við höfum verið að fá varða aðferðafræði vinnustaða. Hugmyndafræðin var sú að þetta ætti að gerast í samstarfi og samráði við starfsfólk. Yfirleitt hefur það verið gert en það er svona allur gangur á því,“ segir Drífa Snædal.
Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin. 29. nóvember 2020 22:45 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira
SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin. 29. nóvember 2020 22:45
SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43