Segir rétt viðbrögð hafa skipt sköpum Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2021 15:35 Vestmannaey og Bergey við bryggju í Norðfirði. Síldarvinnslan/Smári Geirsson Rétt viðbrögð skiptu sköpum eftir að eldur kom upp í ísfisktogaranum Vestmannaey VE í gær. Það segir skipstjóri togarans en eldurinn hófst á sprengingu í vélarrúminu var skipið þá austur af landinu. Það var dregið til hafnar í Norðfirði. Í grein á vef Síldarvinnslunnar er haft eftir Birgi Þór Sverrissyni, skipstjóra, að sveifarás hafi spýst úr annarri vél skipsins og mikill eldur hafi verið laus. „Ég tel að snögg og góð viðbrögð hafi komið í veg fyrir að þarna færi verr. Áhöfnin stóð sig frábærlega og var yfirveguð allan tímann,“ segir Birgir á vefnum. Hann telur fagmannleg viðbrögð hafa skipt öllu máli og segir áhöfn skipsins byggja á góðum grunni frá Slysavarnaskóla sjómanna. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri Vestmannaeyjar.Síldarvinnslan/Guðmundur Alfreðsson Birgir segir að sprengingin hafi orðið klukkan 15:30 í gær. Vélstjóri Vestmannaeyjar hafi strax hlaupið niður í vélarúm og sprautað á eldinn úr slökkvitæki. Þegar hann hafi séð að það dygði ekki til var rýminu lokað. Eldvarnarkerfi skipsins hafi verið virkjað og neyðaráætlun þess sömuleiðis. Allri áhöfninni hafi verið komið á mótstað fyrir aftan brúnna, loftinntökum vélarúmsins hafi verið lokað og drepið á vélarúmsblásurum og eldsneytisdælur stöðvaðar. Því næst hafi verið kveikt á slökkvikerfi vélarúmsins þegar búið hafi verið að tryggja að ekkert súrefni bærist þangað inn. Kerfið virkar á þann veg að það eyðir öllu súrefni rýmisins svo eldurinn kafnar. „Við höfðum strax samband við landhelgisgæsluna og einnig slökkviliðsstjóra í Reykjavík og fengum þar góð ráð en við töldum fljótlega að eldurinn væri slökktur. Strax og menn gerðu sér grein fyrir hvað var að gerast var haft samband við Bergey VE sem var að veiðum skammt frá okkur.“ Áhöfn Bergeyjar hífði strax og var komið að hlið Vestmannaeyjar fjörutíu mínútum síðar. Meðan verið var að draga Vestmannaey til hafnar sendi Slökkvilið Fjarðabyggðar slökkviliðsmenn til móts við skipin um borð í hafnsögubátnum Vetti. Þeir voru með hitamyndavél og hún sýndi að líklegast væri enginn eldur um borð í Vestmannaey en mikill hiti væri í vélarúminu. Það var svo opnað við bryggju í nótt og sannaðist að eldurinn var kulnaður. Í lok greinarinnar á vef Síldarvinnslunnar færir Birgir áhöfn Bergeyjar, Landhelgisgæslunni, Slökkviliði Fjarðabyggðar og áhöfninni á Vetti þakkir fyrir aðstoðina. Hann segir vélar skipsins hafa orðið fyrir miklu tjóni og nú verið farið að huga að viðgerð. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Tengdar fréttir Vestmannaey kominn til hafnar eftir bruna um borð Ísfiskstogarinn Vestmanney VE er kominn til hafnar í Neskaupstað en eldur kom upp í vélarrúmi skipsins síðdegis í gær. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. 28. október 2021 06:58 Togari dreginn til hafnar vegna elds í vélarrými Eldur kom upp í vélarrými ísfiskstogarans Vestmannaey síðdegis í dag. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Enginn áhafnarmeðlimur slasaðist. 27. október 2021 23:01 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Í grein á vef Síldarvinnslunnar er haft eftir Birgi Þór Sverrissyni, skipstjóra, að sveifarás hafi spýst úr annarri vél skipsins og mikill eldur hafi verið laus. „Ég tel að snögg og góð viðbrögð hafi komið í veg fyrir að þarna færi verr. Áhöfnin stóð sig frábærlega og var yfirveguð allan tímann,“ segir Birgir á vefnum. Hann telur fagmannleg viðbrögð hafa skipt öllu máli og segir áhöfn skipsins byggja á góðum grunni frá Slysavarnaskóla sjómanna. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri Vestmannaeyjar.Síldarvinnslan/Guðmundur Alfreðsson Birgir segir að sprengingin hafi orðið klukkan 15:30 í gær. Vélstjóri Vestmannaeyjar hafi strax hlaupið niður í vélarúm og sprautað á eldinn úr slökkvitæki. Þegar hann hafi séð að það dygði ekki til var rýminu lokað. Eldvarnarkerfi skipsins hafi verið virkjað og neyðaráætlun þess sömuleiðis. Allri áhöfninni hafi verið komið á mótstað fyrir aftan brúnna, loftinntökum vélarúmsins hafi verið lokað og drepið á vélarúmsblásurum og eldsneytisdælur stöðvaðar. Því næst hafi verið kveikt á slökkvikerfi vélarúmsins þegar búið hafi verið að tryggja að ekkert súrefni bærist þangað inn. Kerfið virkar á þann veg að það eyðir öllu súrefni rýmisins svo eldurinn kafnar. „Við höfðum strax samband við landhelgisgæsluna og einnig slökkviliðsstjóra í Reykjavík og fengum þar góð ráð en við töldum fljótlega að eldurinn væri slökktur. Strax og menn gerðu sér grein fyrir hvað var að gerast var haft samband við Bergey VE sem var að veiðum skammt frá okkur.“ Áhöfn Bergeyjar hífði strax og var komið að hlið Vestmannaeyjar fjörutíu mínútum síðar. Meðan verið var að draga Vestmannaey til hafnar sendi Slökkvilið Fjarðabyggðar slökkviliðsmenn til móts við skipin um borð í hafnsögubátnum Vetti. Þeir voru með hitamyndavél og hún sýndi að líklegast væri enginn eldur um borð í Vestmannaey en mikill hiti væri í vélarúminu. Það var svo opnað við bryggju í nótt og sannaðist að eldurinn var kulnaður. Í lok greinarinnar á vef Síldarvinnslunnar færir Birgir áhöfn Bergeyjar, Landhelgisgæslunni, Slökkviliði Fjarðabyggðar og áhöfninni á Vetti þakkir fyrir aðstoðina. Hann segir vélar skipsins hafa orðið fyrir miklu tjóni og nú verið farið að huga að viðgerð.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Tengdar fréttir Vestmannaey kominn til hafnar eftir bruna um borð Ísfiskstogarinn Vestmanney VE er kominn til hafnar í Neskaupstað en eldur kom upp í vélarrúmi skipsins síðdegis í gær. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. 28. október 2021 06:58 Togari dreginn til hafnar vegna elds í vélarrými Eldur kom upp í vélarrými ísfiskstogarans Vestmannaey síðdegis í dag. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Enginn áhafnarmeðlimur slasaðist. 27. október 2021 23:01 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Vestmannaey kominn til hafnar eftir bruna um borð Ísfiskstogarinn Vestmanney VE er kominn til hafnar í Neskaupstað en eldur kom upp í vélarrúmi skipsins síðdegis í gær. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. 28. október 2021 06:58
Togari dreginn til hafnar vegna elds í vélarrými Eldur kom upp í vélarrými ísfiskstogarans Vestmannaey síðdegis í dag. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Enginn áhafnarmeðlimur slasaðist. 27. október 2021 23:01