Anníe Mist eyddi hálftíma á dag í hitaþjálfun í gufubaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir er að fara að keppa á sínu fyrsta CrossFit móti síðan að hún náði þriðja sætinu á heimsleikunum í ágúst. Instagram/@anniethorisdottir Þegar þú býrð í kuldanum á Íslandi en ert á leið út til Texas til að keppa í miklum hita og miklum raka þá er um að gera að finna leið til þess að undirbúa sig. Anníe Mist Þórisdóttir er komin til Texas í Bandaríkjunum þar sem hún hefur keppni á Rogue Invitational CrossFit mótinu í dag en áður en hún lagði af stað yfir Atlantshafið þá tók hún upp myndband sem sýnir hvað hún borðar á einum degi. Anníe er þarna að fara yfir mataræði sitt stuttu fyrir stórmót en Rogue Invitational er eitt stærsta CrossFit mót ársins og fyrsta mótið sem Anníe tekur þátt í síðan hún vann brons á heimsleikunum í Madison í ágústbyrjun. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe fer yfir allan daginn allt frá því hvað hún fær sér í morgunverð, hvernig hún æfir, borðar á milli æfinga og fer yfir allan daginn hjá sér þar til að hún endar daginn í faðmi fjölskyldunnar um kvöldið. Anníe ræðir líka þarna hvaða vítamín og fæðubótarefni hún tekur inn með matnum. Myndbandið var tekið upp tveimur dögum áður en hún flaug út. Freyja Mist er að sjálfsögðu í stóru hlutverki við matarborðið og er dugleg að borða hafragrautinn á morgnanna eins og mamma sín. Anníe segir líka frá því að Freyja sé nýbyrjuð hjá dagmömmu en það hefur líka haft það í för með sér að hún hefur verið mikið veik síðustu daga. Þetta er líka smá sýnishorn inn í lífið hjá Anníe og hvað hún þarf mikið að hugsa um hvað fer ofan í hana þegar hún er í stífum undirbúningi fyrir mót. Það er hugsað fyrir öllu og Anníe, sem þessi miklu reynslubolti sem hún er orðin, hefur lært mikið á sig sjálfa öll þessi ár í CrossFit íþróttinni. Í myndbandinu má einnig sjá Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem æfði með Anníe síðustu vikurnar og er líka komin til Bandaríkjanna til að taka þátt í Rogue Invitational mótinu. Anníe segir líka hvernig hún undirbjó sig fyrir hitann í Texas með því að eyða hálftíma í gufubaði eftir æfingu til að venja líkamann við að vera í miklum hita og raka. Þetta var níundi dagurinn hennar í hitaæfingunni eins og hún kallaði það á ensku. Hér fyrir neðan má sjá þetta innlit í einn dag hjá Anníe Mist. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dmHHdV-ETVQ">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir er komin til Texas í Bandaríkjunum þar sem hún hefur keppni á Rogue Invitational CrossFit mótinu í dag en áður en hún lagði af stað yfir Atlantshafið þá tók hún upp myndband sem sýnir hvað hún borðar á einum degi. Anníe er þarna að fara yfir mataræði sitt stuttu fyrir stórmót en Rogue Invitational er eitt stærsta CrossFit mót ársins og fyrsta mótið sem Anníe tekur þátt í síðan hún vann brons á heimsleikunum í Madison í ágústbyrjun. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe fer yfir allan daginn allt frá því hvað hún fær sér í morgunverð, hvernig hún æfir, borðar á milli æfinga og fer yfir allan daginn hjá sér þar til að hún endar daginn í faðmi fjölskyldunnar um kvöldið. Anníe ræðir líka þarna hvaða vítamín og fæðubótarefni hún tekur inn með matnum. Myndbandið var tekið upp tveimur dögum áður en hún flaug út. Freyja Mist er að sjálfsögðu í stóru hlutverki við matarborðið og er dugleg að borða hafragrautinn á morgnanna eins og mamma sín. Anníe segir líka frá því að Freyja sé nýbyrjuð hjá dagmömmu en það hefur líka haft það í för með sér að hún hefur verið mikið veik síðustu daga. Þetta er líka smá sýnishorn inn í lífið hjá Anníe og hvað hún þarf mikið að hugsa um hvað fer ofan í hana þegar hún er í stífum undirbúningi fyrir mót. Það er hugsað fyrir öllu og Anníe, sem þessi miklu reynslubolti sem hún er orðin, hefur lært mikið á sig sjálfa öll þessi ár í CrossFit íþróttinni. Í myndbandinu má einnig sjá Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem æfði með Anníe síðustu vikurnar og er líka komin til Bandaríkjanna til að taka þátt í Rogue Invitational mótinu. Anníe segir líka hvernig hún undirbjó sig fyrir hitann í Texas með því að eyða hálftíma í gufubaði eftir æfingu til að venja líkamann við að vera í miklum hita og raka. Þetta var níundi dagurinn hennar í hitaæfingunni eins og hún kallaði það á ensku. Hér fyrir neðan má sjá þetta innlit í einn dag hjá Anníe Mist. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dmHHdV-ETVQ">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Sjá meira