Róbert Wessman stækkar vínveldið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. október 2021 10:48 Róbert Wessman hefur fest kaup á annarri vínekru í Frakklandi en fyrir rekur hann vínekruna Maison Wessman. Vísir/Alvotec Róbert Wessman hefur stækkað vínveldi sitt en hann hefur gengið frá kaupum á 45 hektara vínekru í Frakklandi. Fyrir á Róbert vínekru í Périgord Pourpre og rekur hann vínframleiðsluna Maison Wessman. Nýja vínekran kallast Vignoble des Verdots en auk hennar festi Róbert kaup á verslunarhúsnæði í Saint Cernin de Labarde. Víngarðurinn er staðsettur í Conne de Labarde, á landi sem er a mestu úr leir, tinnu og kalksteini að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Á ekrunum eru bæði ræktaðar hvítar þrúgutegundir, af gerðunum Sémillon, Sauvignon Blanc og Sauvignon Gris et Muscadelle, og rauðar þrúgutegundir af gerðunum Merlot, Cabernet Sauvignon, Cabernet Franc og Malbec. Róbert hefur ásamt eiginkonu sinni Kseniu Shakhmanova rekið vínframleiðslu á Chateau St. Cernin og framleitt þar vín eins og N°1 Saint-Cernin Rouge, N°1 Saint-Cernin Blanc og Champagne Wessman One. Hjónin buðu til dæmis upp á vínið í brúðkaupsveislu sinni í sumar. Samkvæmt tilkynningunni er öll framleiðsla Vignoble des Verdots sjálfbær en um 150 þúsund flöskur af Clos des Verdots, Château les Tours des Verdots og Grand Vin les Verdots voru framleiddar þar á síðasta ári. „Gæði Bergerac-vínanna er mikil en þau hafa ekki náð heimsathygli líkt og stóru frönsku vínin,“ segir Róbert Wessman í tilkynningu. „Fyrir tæpum 20 árum keypti ég Château de Saint-Cernin, sem er nálægt Bergerac. Það gerði mér kleift að uppgötva hve frábær vínin eru í Bergerac. Það felast mikil tækifæri að auka veg þessara vína. Ég hef alltaf verið sérstaklega hrifinn af Vignoble des Verdots vínunum og markmið mitt er að vinna að því að þau komist á þann stall sem þau eiga skilið á alþjóða vettvangi,“ segir Róbert Wessman. Íslendingar erlendis Frakkland Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Nýja vínekran kallast Vignoble des Verdots en auk hennar festi Róbert kaup á verslunarhúsnæði í Saint Cernin de Labarde. Víngarðurinn er staðsettur í Conne de Labarde, á landi sem er a mestu úr leir, tinnu og kalksteini að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Á ekrunum eru bæði ræktaðar hvítar þrúgutegundir, af gerðunum Sémillon, Sauvignon Blanc og Sauvignon Gris et Muscadelle, og rauðar þrúgutegundir af gerðunum Merlot, Cabernet Sauvignon, Cabernet Franc og Malbec. Róbert hefur ásamt eiginkonu sinni Kseniu Shakhmanova rekið vínframleiðslu á Chateau St. Cernin og framleitt þar vín eins og N°1 Saint-Cernin Rouge, N°1 Saint-Cernin Blanc og Champagne Wessman One. Hjónin buðu til dæmis upp á vínið í brúðkaupsveislu sinni í sumar. Samkvæmt tilkynningunni er öll framleiðsla Vignoble des Verdots sjálfbær en um 150 þúsund flöskur af Clos des Verdots, Château les Tours des Verdots og Grand Vin les Verdots voru framleiddar þar á síðasta ári. „Gæði Bergerac-vínanna er mikil en þau hafa ekki náð heimsathygli líkt og stóru frönsku vínin,“ segir Róbert Wessman í tilkynningu. „Fyrir tæpum 20 árum keypti ég Château de Saint-Cernin, sem er nálægt Bergerac. Það gerði mér kleift að uppgötva hve frábær vínin eru í Bergerac. Það felast mikil tækifæri að auka veg þessara vína. Ég hef alltaf verið sérstaklega hrifinn af Vignoble des Verdots vínunum og markmið mitt er að vinna að því að þau komist á þann stall sem þau eiga skilið á alþjóða vettvangi,“ segir Róbert Wessman.
Íslendingar erlendis Frakkland Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira