Áhyggjuefni þegar „Pétur og Páll“ eru byrjaðir í offramleiðslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2021 13:24 Daníel Örn Hinriksson er formaður Hundaræktarfélags Íslands. Úr einkasafni/Vísir/Arnar Formaður Hundaræktarfélag Íslands telur dýralækni hafa gengið fulllangt með því að ráða fólki frá því að kaupa sér flatnefjuð gæludýr. Hann telur ræktendur almennt ábyrga, vandamálið liggi í óskráðri offramleiðslu á dýrunum. Rætt var við Hönnu Maríu Arnórsdóttur dýralækni á Dýraspítalanum í Garðabæ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær um heilsufarsvanda sem flatnefjaðar hunda- og kattategundir eins og Pug, bolabítar og persar, glíma við vegna óábyrgrar ræktunar í gegnum tíðina. Hún hvatti ræktendur til umhugsunar og réði fólki frá því að kaupa sér slík dýr. Daníel Örn Hinriksson formaður Hundaræktarfélags Íslands segist taka undir málflutning Hönnu - upp að vissu marki. Gríðarleg aukning í vinsældum þessara tegunda hafi bakað dýrunum vandræði. „Þegar Pétur og Páll eru farnir að para hundana sína bara til að para þá og búa til einhverja hvolpa og búa til peninga þá auðvitað er það áhyggjuefni,“ segir Daníel. „Þetta eru tegundir sem er búið að vera að rækta jafnvel í hundruð ára og vandamálin held ég eru að koma upp með offramleiðslu á þessum hundategundum, þar sem ábyrg ræktunarstefna er ekki fyrir hendi og mér fannst hún taka svolítið djúpt í árinni að beina fólki frá því að kaupa þessar hundategundir. Ég myndi alltaf mælast til þess að fólk myndi kynna sér vel ræktandann sem það ætlar að versla við.“ Alveg eins hægt að grípa til útrýmingar Ekki sé hægt að alhæfa að allir hundar með flatt nef séu óheilbrigðir. Daníel telur ekki að leggja ætti bann á ræktun ákveðinna tegunda með ýkt útlitseinkenni, eins og gripið hafi verið til í sumum löndum. „Þá er alveg eins hægt að grípa bara til útrýmingar á hundategundunum, mér fyndist mikið frekar að hundaræktarfélögin og dýralæknar ættu að taka höndum saman og reyna að fara saman að því að bæta heilbrigði þessara tegunda. Og þetta liggur náttúrulega líka hjá þeim sem ætlar að fá sér þessa hundategund, að hann vandi valið.“ Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Rætt var við Hönnu Maríu Arnórsdóttur dýralækni á Dýraspítalanum í Garðabæ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær um heilsufarsvanda sem flatnefjaðar hunda- og kattategundir eins og Pug, bolabítar og persar, glíma við vegna óábyrgrar ræktunar í gegnum tíðina. Hún hvatti ræktendur til umhugsunar og réði fólki frá því að kaupa sér slík dýr. Daníel Örn Hinriksson formaður Hundaræktarfélags Íslands segist taka undir málflutning Hönnu - upp að vissu marki. Gríðarleg aukning í vinsældum þessara tegunda hafi bakað dýrunum vandræði. „Þegar Pétur og Páll eru farnir að para hundana sína bara til að para þá og búa til einhverja hvolpa og búa til peninga þá auðvitað er það áhyggjuefni,“ segir Daníel. „Þetta eru tegundir sem er búið að vera að rækta jafnvel í hundruð ára og vandamálin held ég eru að koma upp með offramleiðslu á þessum hundategundum, þar sem ábyrg ræktunarstefna er ekki fyrir hendi og mér fannst hún taka svolítið djúpt í árinni að beina fólki frá því að kaupa þessar hundategundir. Ég myndi alltaf mælast til þess að fólk myndi kynna sér vel ræktandann sem það ætlar að versla við.“ Alveg eins hægt að grípa til útrýmingar Ekki sé hægt að alhæfa að allir hundar með flatt nef séu óheilbrigðir. Daníel telur ekki að leggja ætti bann á ræktun ákveðinna tegunda með ýkt útlitseinkenni, eins og gripið hafi verið til í sumum löndum. „Þá er alveg eins hægt að grípa bara til útrýmingar á hundategundunum, mér fyndist mikið frekar að hundaræktarfélögin og dýralæknar ættu að taka höndum saman og reyna að fara saman að því að bæta heilbrigði þessara tegunda. Og þetta liggur náttúrulega líka hjá þeim sem ætlar að fá sér þessa hundategund, að hann vandi valið.“
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira