Farsóttanefnd hefur áhyggjur af fjölda smitaðra Árni Sæberg skrifar 29. október 2021 18:04 Farsóttanefnd Landspítalans hefur áhyggjur af stöðu mála. Vísir/Vilhelm Farsóttanefnd Landspítala hefur áhyggjur af fjölda smita í samfélaginu og þeim fjölda innlagna sem óhjákvæmilega leiðir af því. Því hafa breyttar reglur tekið á Landspítalanum, meðal annars hvað varðar heimsóknir. Í tilkynningu sem farsóttarnefnd birti á vefsíðu Landspítalans segir að heimsóknarreglum hafi verið breytt og að nú megi einungis einn gestur heimsækja hvern sjúkling í að hámarki eina klukkustund á dag. Miðað sé við auglýsta heimsóknartíma en eins og áður sé deildum heimilt að hnika þeim tímasetningum til eftir því sem hentar starfseminni. Auglýstir heimsóknartímar séu hið almenna viðmið. Börnum undir tólf ára aldri sé meinað að heimsækja sjúklinga nema í samráði við forsvarsmenn deilda. Sjúklingar fái ekki leyfi til að fara í veislur Um leyfi sjúklinga gildi sömu reglur og áður. Þau séu heimil þegar tilgangur leyfis er að undirbúa útskrift eða leyfið er mikilvægur hluti af endurhæfingu sjúklings. Miða skuli við að sjúklingur fari heim til sín eða ættingja og hitta fáa. Leyfi séu ekki veitt til þess að sækja veislur eða önnur mannamót. Í tilkynningunni segir að Landspítali verði að gæta ítrustu varúðar við afléttingu aðgerða til að vernda starfsemi sem enginn annar getur sinnt. Nýjar reglur um lengd sóttkvíar og einangrunar gildi um starfsmenn spítalans líkt og um aðra landsmenn. Sé starfsmanni skipað í sóttkví vegna nálægðar við smit í samfélaginu þá fær hann strikamerki fyrir sýnatöku á fimmta degi í stað sjöunda dags áður. Reynist það neikvætt megi hann snúa til vinnu og fylgir þá gildandi sóttvarnaráðstöfunum spítalans í hvívetna. Vinnusóttkví C vegna útsetningar í starfi verður áfram sjö dagar og lýkur með neikvæðu sýni á sjöunda degi. Afléttingar hafi ekki reynst vel Sem áður segir hefur farsóttanefnd áhyggjur af fjölda smita í samfélaginu og þeim fjölda innlagna sem óhjákvæmilega leiðir af því. Í tilkynningu segir að áhrif á starfsemi spítalans séu mikil og að geta til að sinna venjubundnum verkefnum minnkar eftir því sem umfangið vegna faraldursins stækkar. Nefndin ráðleggur starfsfólki Landspítala að að hvika í engu frá persónubundnum sóttvörnum, nota grímur í margmennni, þvo og spritta af kappi og vera stöðugt á verði gagnvart mögulegum einkennum. „Nýlegar afléttingar mildra og skynsamlegra sóttvarnaaðgerða hafa ekki reynst vel, hvorki á Íslandi né annars staðar,“ segir í lok tilkynningar. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Í tilkynningu sem farsóttarnefnd birti á vefsíðu Landspítalans segir að heimsóknarreglum hafi verið breytt og að nú megi einungis einn gestur heimsækja hvern sjúkling í að hámarki eina klukkustund á dag. Miðað sé við auglýsta heimsóknartíma en eins og áður sé deildum heimilt að hnika þeim tímasetningum til eftir því sem hentar starfseminni. Auglýstir heimsóknartímar séu hið almenna viðmið. Börnum undir tólf ára aldri sé meinað að heimsækja sjúklinga nema í samráði við forsvarsmenn deilda. Sjúklingar fái ekki leyfi til að fara í veislur Um leyfi sjúklinga gildi sömu reglur og áður. Þau séu heimil þegar tilgangur leyfis er að undirbúa útskrift eða leyfið er mikilvægur hluti af endurhæfingu sjúklings. Miða skuli við að sjúklingur fari heim til sín eða ættingja og hitta fáa. Leyfi séu ekki veitt til þess að sækja veislur eða önnur mannamót. Í tilkynningunni segir að Landspítali verði að gæta ítrustu varúðar við afléttingu aðgerða til að vernda starfsemi sem enginn annar getur sinnt. Nýjar reglur um lengd sóttkvíar og einangrunar gildi um starfsmenn spítalans líkt og um aðra landsmenn. Sé starfsmanni skipað í sóttkví vegna nálægðar við smit í samfélaginu þá fær hann strikamerki fyrir sýnatöku á fimmta degi í stað sjöunda dags áður. Reynist það neikvætt megi hann snúa til vinnu og fylgir þá gildandi sóttvarnaráðstöfunum spítalans í hvívetna. Vinnusóttkví C vegna útsetningar í starfi verður áfram sjö dagar og lýkur með neikvæðu sýni á sjöunda degi. Afléttingar hafi ekki reynst vel Sem áður segir hefur farsóttanefnd áhyggjur af fjölda smita í samfélaginu og þeim fjölda innlagna sem óhjákvæmilega leiðir af því. Í tilkynningu segir að áhrif á starfsemi spítalans séu mikil og að geta til að sinna venjubundnum verkefnum minnkar eftir því sem umfangið vegna faraldursins stækkar. Nefndin ráðleggur starfsfólki Landspítala að að hvika í engu frá persónubundnum sóttvörnum, nota grímur í margmennni, þvo og spritta af kappi og vera stöðugt á verði gagnvart mögulegum einkennum. „Nýlegar afléttingar mildra og skynsamlegra sóttvarnaaðgerða hafa ekki reynst vel, hvorki á Íslandi né annars staðar,“ segir í lok tilkynningar.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira