Við lýsum yfir stuðningi við djarfar aðgerðir Árni Oddur Þórðarson, Birna Einarsdóttir, Margrét Kristmannsdóttir, Margrét Pétursdóttir, Sæmundur Sæmundsson og Ægir Már Þórisson skrifa 1. nóvember 2021 08:31 Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun samtímans og krefjast þess að við drögum fram það besta í samskiptum og hugviti. Ef við ætlum að eiga möguleika á að snúa ógnvænlegri þróun við og byggja sjálfbært hagkerfi til framtíðar, þurfa einkageirinn og opinberi geirinn að leggjast á eitt og við þurfum að bregðast hratt við. Við undirrituð lýsum yfir stuðningi við að stjórnvöld setji sér hið fyrsta djörf markmið til lengri tíma til að ná loftslagsmarkmiðum Parísarssamkomulagsins. Þessum markmiðum þarf að fylgja skýr aðgerðaráætlun, með skýrum millimarkmiðum fyrir árið 2030. Hlýnun hraðari en áætlað var Parísarsamkomulagið miðar við að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 2°C, helst undir 1,5°C miðað við hitastig fyrir iðnvæðingu. Nýleg skýrsla IPCC, sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, sýnir hins vegar að hlýnunin, með öllum sínum afleiðingum á veðurkerfi og vistkerfi jarðar, sé að eiga sér stað hraðar en áætlað var. Útlit er fyrir að hlýnunin verði 1,5°C til 1,6°C á innan við næstu tuttugu árum. Kerfislægar breytingar kalla á kerfislæg viðbrögð Við hvetjum stjórnvöld til virkrar samvinnu og samtals um þær flóknu, kerfislægu, alþjóðlegu og kostnaðarsömu aðgerðir sem loftslagsváin krefur okkur um. Loftslagsváin þekkir ekki landamæri og því er mikilvægt að Ísland marki sér skýra stefnu í þessum málum. Ekki aðeins hafa loftslagsbreytingar áhrif á veðurkerfi okkar, jörð, loft og hafið í kringum Ísland. Heldur kallar loftslagsógnin á stórfelldar breytingar á kerfum, neysluhegðun og lifnaðarháttum jarðarbúa. Það þýðir að þær vörur, hugvit og þekking sem hér skapast þurfa að þróast í takt við það sem kallað er eftir á evrópskum og alþjóðlegum mörkuðum. Lokamarkmiðið er alltaf að skapa komandi kynslóðum sjálfbæra framtíð. Hlutverk einkageirans að finna út úr því Þjóðir heims hafa undirritað Parísarsamkomulagið og það lýsir samfélagssáttmála sem íbúar jarðar hafa gert með sér. Við áttum okkur á því að yfirvöld eru smeyk við að setja sér djörf markmið til langs tíma. Að þau séu hrædd um að það grafi undan samkeppnishæfni, dragi úr hagvexti og fækki störfum. Okkar skilaboð til yfirvalda eru þau að það er ekki síst hlutverk einkageirans að finna út úr því og koma málum þannig fyrir að áskoranir verði að tækifærum. Hagkerfi framtíðarinnar Við erum forstjórar og framkvæmdastjórar í íslensku og alþjóðlegu viðskiptalífi og við áttum okkur á því að stærstur hluti fjárfestinga í umbreytingunni yfir í lágkolefnamarkað og hringrásarhagkerfi kemur frá einkageiranum. Við áttum okkur líka á því að í þessari þróun felast gríðarleg tækifæri. Að einu viðskiptatækifærin framundan eru að finna í grænu, lágkolefna og sjálfbæru hagkerfi. Annað er léleg áhættustjórnun og lélegt viðskiptavit. Gerum rétta valið auðvelt Markmiðið okkar allra ætti að vera að gera réttar ákvarðanir auðveldar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir og vondar ákvarðanir erfiðar og dýrar. Breytingarnar framundan eru óhjákvæmilegar. Þær er að finna í náttúrunni, í breyttri upplýsingagjöf um rekstur fyrirtækja og í laga og regluverki sem innleiðing er hafin á. Með því að taka virkan þátt í þessum hröðu breytingum framundan, sköpum við okkur forskot á samkeppnismarkaði. Við höfum alla burði til hreyfa okkur hratt, sýna fordæmi fyrir önnur lönd á sviðum sem við erum sterk á og halda áfram nýsköpun í átt að grænna hagkerfi. Höfum hraðann á Ákvarðanir um aðgerðir í loftslagsmálum þarf að taka af festu, dirfsku og áræðni. Öllum breytingum fylgir sársauki og álag en í þeim felast líka gríðarleg tækifæri til betri framtíðar, ef rétt er á spöðunum haldið. Við hvetjum til öflugs samstarfs milli yfirvalda og atvinnulífsins um þessa mikilvægu þætti. Það samstarf þarf að hefjast strax. Höfundar eru Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Margrét Pétursdóttir, forstjóri EY, Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Eflu og Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun samtímans og krefjast þess að við drögum fram það besta í samskiptum og hugviti. Ef við ætlum að eiga möguleika á að snúa ógnvænlegri þróun við og byggja sjálfbært hagkerfi til framtíðar, þurfa einkageirinn og opinberi geirinn að leggjast á eitt og við þurfum að bregðast hratt við. Við undirrituð lýsum yfir stuðningi við að stjórnvöld setji sér hið fyrsta djörf markmið til lengri tíma til að ná loftslagsmarkmiðum Parísarssamkomulagsins. Þessum markmiðum þarf að fylgja skýr aðgerðaráætlun, með skýrum millimarkmiðum fyrir árið 2030. Hlýnun hraðari en áætlað var Parísarsamkomulagið miðar við að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 2°C, helst undir 1,5°C miðað við hitastig fyrir iðnvæðingu. Nýleg skýrsla IPCC, sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, sýnir hins vegar að hlýnunin, með öllum sínum afleiðingum á veðurkerfi og vistkerfi jarðar, sé að eiga sér stað hraðar en áætlað var. Útlit er fyrir að hlýnunin verði 1,5°C til 1,6°C á innan við næstu tuttugu árum. Kerfislægar breytingar kalla á kerfislæg viðbrögð Við hvetjum stjórnvöld til virkrar samvinnu og samtals um þær flóknu, kerfislægu, alþjóðlegu og kostnaðarsömu aðgerðir sem loftslagsváin krefur okkur um. Loftslagsváin þekkir ekki landamæri og því er mikilvægt að Ísland marki sér skýra stefnu í þessum málum. Ekki aðeins hafa loftslagsbreytingar áhrif á veðurkerfi okkar, jörð, loft og hafið í kringum Ísland. Heldur kallar loftslagsógnin á stórfelldar breytingar á kerfum, neysluhegðun og lifnaðarháttum jarðarbúa. Það þýðir að þær vörur, hugvit og þekking sem hér skapast þurfa að þróast í takt við það sem kallað er eftir á evrópskum og alþjóðlegum mörkuðum. Lokamarkmiðið er alltaf að skapa komandi kynslóðum sjálfbæra framtíð. Hlutverk einkageirans að finna út úr því Þjóðir heims hafa undirritað Parísarsamkomulagið og það lýsir samfélagssáttmála sem íbúar jarðar hafa gert með sér. Við áttum okkur á því að yfirvöld eru smeyk við að setja sér djörf markmið til langs tíma. Að þau séu hrædd um að það grafi undan samkeppnishæfni, dragi úr hagvexti og fækki störfum. Okkar skilaboð til yfirvalda eru þau að það er ekki síst hlutverk einkageirans að finna út úr því og koma málum þannig fyrir að áskoranir verði að tækifærum. Hagkerfi framtíðarinnar Við erum forstjórar og framkvæmdastjórar í íslensku og alþjóðlegu viðskiptalífi og við áttum okkur á því að stærstur hluti fjárfestinga í umbreytingunni yfir í lágkolefnamarkað og hringrásarhagkerfi kemur frá einkageiranum. Við áttum okkur líka á því að í þessari þróun felast gríðarleg tækifæri. Að einu viðskiptatækifærin framundan eru að finna í grænu, lágkolefna og sjálfbæru hagkerfi. Annað er léleg áhættustjórnun og lélegt viðskiptavit. Gerum rétta valið auðvelt Markmiðið okkar allra ætti að vera að gera réttar ákvarðanir auðveldar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir og vondar ákvarðanir erfiðar og dýrar. Breytingarnar framundan eru óhjákvæmilegar. Þær er að finna í náttúrunni, í breyttri upplýsingagjöf um rekstur fyrirtækja og í laga og regluverki sem innleiðing er hafin á. Með því að taka virkan þátt í þessum hröðu breytingum framundan, sköpum við okkur forskot á samkeppnismarkaði. Við höfum alla burði til hreyfa okkur hratt, sýna fordæmi fyrir önnur lönd á sviðum sem við erum sterk á og halda áfram nýsköpun í átt að grænna hagkerfi. Höfum hraðann á Ákvarðanir um aðgerðir í loftslagsmálum þarf að taka af festu, dirfsku og áræðni. Öllum breytingum fylgir sársauki og álag en í þeim felast líka gríðarleg tækifæri til betri framtíðar, ef rétt er á spöðunum haldið. Við hvetjum til öflugs samstarfs milli yfirvalda og atvinnulífsins um þessa mikilvægu þætti. Það samstarf þarf að hefjast strax. Höfundar eru Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Margrét Pétursdóttir, forstjóri EY, Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Eflu og Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun