Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. desember 2021 07:01 Snobbhegðun er oftast vísbending um að viðkomandi glímir við eitthvað óöryggi. Að láta snobb vinnufélaga fara í taugarnar á okkur er alger óþarfa eyðsla á okkar orku. Vísir/Getty Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. Þetta getur verið snobb sem birtist í klæðnaði, tali eða þeirri hegðun að snobba fyrir öðru fólki. Þegar einhver fer í taugarnar á okkur í vinnunni, getur það haft svo truflandi áhrif á okkur að við nánast missum niður gleðina þegar að við erum í návist viðkomandi. Til dæmis á fundum, við kaffivélina eða í hádegismatnum. Já, við hreinlega andvörpum innra með okkur. En hér eru nokkur ráð til þess að hætta að láta snobb vinnufélaga fara í taugarnar á þér. 1. Snobb þrífst á athygli Að vera snobbaður er oftast leið fólks til að reyna að setja sig á einhvern stall eða marka sér stöðu. Þetta á við bæði um það þegar fólk sýnir snobbaða hegðun sjálft, til dæmis í klæðaburði eða tali, eða snobbar fyrir öðru fólki. Hver svo sem birtingarmyndin er, er fyrsta reglan þessi: Láttu sem þú sjáir þetta ekki; Já, hunsaðu snobbið. 2. Sýndu óörygginu skilning Snobb er oft vísbending eða staðfesting á því að viðkomandi er að glíma við einhvers konar óöryggi með sjálfan sig. Sýndu þessu óöryggi skilning frekar en dómhörku. 3. Ekki „elta“ Ef þér finnst snobbið sem fer í taugarnar á þér endurspeglast í til dæmis í merkjavörum eða að snobba fyrir ákveðnu fólki (oft yfirmönnum eða ríku fólki), ekki falla í þá gryfju að fara að „elta“ snobbið og reyna að vera eins. Að eltast við að vera eins og annað fólk frekar en við sjálf er aldrei rétt leið. 4. Þitt eigið sjálfsmat Að láta snobb fara í taugarnar á þér gæti verið vísbending um að þú þurfir að huga að þínu eigin sjálfsmati. Það besta sem við gerum fyrir okkur sjálf er að byggja upp okkar eigið sjálfsmat og sjálfsöryggi. Við eigum alltaf að hafa trú á okkur sjálfum. 5. Hreinskilni og heiðarleiki Hvað raunverulega skýrir það út að þú lætur snobbið fara í taugarnar á þér? Gefðu þér tíma í að kryfja það hvers vegna eitthvað í fari annars fólks er að eyða þinni orku. Hér skiptir mestu máli að vera hreinskilin við okkur sjálf og vinna síðan út frá svarinu. Því á endanum er það ekki öðru fólki að kenna að við erum pirruð; það er okkar að stjórna okkar eigin líðan og hugsunum. Góðu ráðin Tengdar fréttir Kannski er yfirmaðurinn þinn á breytingaskeiðinu sínu (á líka við karlmenn) Að tala um breytingaskeiðið fer oftast fram í frekar lokuðum hópum. Kannski hjá bestu vinkonum. Hjá hjónum. Hjá lækninum. Sjaldnast meðal karlmanna, en þó: Það kemur fyrir. Hjá báðum kynjum oft í gríni eða sem einhvers konar djók. 21. maí 2021 07:00 Sjálfsmyndin oft erfið stjórnendum og hálauna fólki Kanntu að gera skil á milli þín og vinnunnar? Eða byggir sjálfsmatið þitt á stöðugildinu sem þú sinnir í dag? Að starfsferillinn hafi í raun yfirtekið sjálfsmyndina er staða sem margir eru í, en oft óafvitandi. 12. febrúar 2021 07:01 Einkenni og afleiðingar fitufordóma á vinnustöðum Getur verið að þú haldir um margt fólk í ofþyngd að það séu hálfgerðir letingjar? Eða að viðkomandi sé ekkert rosalega klár? Ertu með yfirlýsingar um að fólk í ofþyngd sé með litla sjálfstjórn og almennt ekki hraust? Finnst þér fólk í ofþyngd minna spennandi í ásýnd og útliti? 16. desember 2020 07:01 Einkenni algengra aldursfordóma á vinnustöðum Aldursfordómar hafa orðið nokkuð undir í umræðum síðustu ára um fordóma á vinnustöðum og forvarnir gegn þeim. Meira er rætt um aðgerðir og forvarnir gegn kynfordómum, kynvitund, kynhneigð, þjóðerni og trú. 8. desember 2020 07:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Sjá meira
Þetta getur verið snobb sem birtist í klæðnaði, tali eða þeirri hegðun að snobba fyrir öðru fólki. Þegar einhver fer í taugarnar á okkur í vinnunni, getur það haft svo truflandi áhrif á okkur að við nánast missum niður gleðina þegar að við erum í návist viðkomandi. Til dæmis á fundum, við kaffivélina eða í hádegismatnum. Já, við hreinlega andvörpum innra með okkur. En hér eru nokkur ráð til þess að hætta að láta snobb vinnufélaga fara í taugarnar á þér. 1. Snobb þrífst á athygli Að vera snobbaður er oftast leið fólks til að reyna að setja sig á einhvern stall eða marka sér stöðu. Þetta á við bæði um það þegar fólk sýnir snobbaða hegðun sjálft, til dæmis í klæðaburði eða tali, eða snobbar fyrir öðru fólki. Hver svo sem birtingarmyndin er, er fyrsta reglan þessi: Láttu sem þú sjáir þetta ekki; Já, hunsaðu snobbið. 2. Sýndu óörygginu skilning Snobb er oft vísbending eða staðfesting á því að viðkomandi er að glíma við einhvers konar óöryggi með sjálfan sig. Sýndu þessu óöryggi skilning frekar en dómhörku. 3. Ekki „elta“ Ef þér finnst snobbið sem fer í taugarnar á þér endurspeglast í til dæmis í merkjavörum eða að snobba fyrir ákveðnu fólki (oft yfirmönnum eða ríku fólki), ekki falla í þá gryfju að fara að „elta“ snobbið og reyna að vera eins. Að eltast við að vera eins og annað fólk frekar en við sjálf er aldrei rétt leið. 4. Þitt eigið sjálfsmat Að láta snobb fara í taugarnar á þér gæti verið vísbending um að þú þurfir að huga að þínu eigin sjálfsmati. Það besta sem við gerum fyrir okkur sjálf er að byggja upp okkar eigið sjálfsmat og sjálfsöryggi. Við eigum alltaf að hafa trú á okkur sjálfum. 5. Hreinskilni og heiðarleiki Hvað raunverulega skýrir það út að þú lætur snobbið fara í taugarnar á þér? Gefðu þér tíma í að kryfja það hvers vegna eitthvað í fari annars fólks er að eyða þinni orku. Hér skiptir mestu máli að vera hreinskilin við okkur sjálf og vinna síðan út frá svarinu. Því á endanum er það ekki öðru fólki að kenna að við erum pirruð; það er okkar að stjórna okkar eigin líðan og hugsunum.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Kannski er yfirmaðurinn þinn á breytingaskeiðinu sínu (á líka við karlmenn) Að tala um breytingaskeiðið fer oftast fram í frekar lokuðum hópum. Kannski hjá bestu vinkonum. Hjá hjónum. Hjá lækninum. Sjaldnast meðal karlmanna, en þó: Það kemur fyrir. Hjá báðum kynjum oft í gríni eða sem einhvers konar djók. 21. maí 2021 07:00 Sjálfsmyndin oft erfið stjórnendum og hálauna fólki Kanntu að gera skil á milli þín og vinnunnar? Eða byggir sjálfsmatið þitt á stöðugildinu sem þú sinnir í dag? Að starfsferillinn hafi í raun yfirtekið sjálfsmyndina er staða sem margir eru í, en oft óafvitandi. 12. febrúar 2021 07:01 Einkenni og afleiðingar fitufordóma á vinnustöðum Getur verið að þú haldir um margt fólk í ofþyngd að það séu hálfgerðir letingjar? Eða að viðkomandi sé ekkert rosalega klár? Ertu með yfirlýsingar um að fólk í ofþyngd sé með litla sjálfstjórn og almennt ekki hraust? Finnst þér fólk í ofþyngd minna spennandi í ásýnd og útliti? 16. desember 2020 07:01 Einkenni algengra aldursfordóma á vinnustöðum Aldursfordómar hafa orðið nokkuð undir í umræðum síðustu ára um fordóma á vinnustöðum og forvarnir gegn þeim. Meira er rætt um aðgerðir og forvarnir gegn kynfordómum, kynvitund, kynhneigð, þjóðerni og trú. 8. desember 2020 07:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Sjá meira
Kannski er yfirmaðurinn þinn á breytingaskeiðinu sínu (á líka við karlmenn) Að tala um breytingaskeiðið fer oftast fram í frekar lokuðum hópum. Kannski hjá bestu vinkonum. Hjá hjónum. Hjá lækninum. Sjaldnast meðal karlmanna, en þó: Það kemur fyrir. Hjá báðum kynjum oft í gríni eða sem einhvers konar djók. 21. maí 2021 07:00
Sjálfsmyndin oft erfið stjórnendum og hálauna fólki Kanntu að gera skil á milli þín og vinnunnar? Eða byggir sjálfsmatið þitt á stöðugildinu sem þú sinnir í dag? Að starfsferillinn hafi í raun yfirtekið sjálfsmyndina er staða sem margir eru í, en oft óafvitandi. 12. febrúar 2021 07:01
Einkenni og afleiðingar fitufordóma á vinnustöðum Getur verið að þú haldir um margt fólk í ofþyngd að það séu hálfgerðir letingjar? Eða að viðkomandi sé ekkert rosalega klár? Ertu með yfirlýsingar um að fólk í ofþyngd sé með litla sjálfstjórn og almennt ekki hraust? Finnst þér fólk í ofþyngd minna spennandi í ásýnd og útliti? 16. desember 2020 07:01
Einkenni algengra aldursfordóma á vinnustöðum Aldursfordómar hafa orðið nokkuð undir í umræðum síðustu ára um fordóma á vinnustöðum og forvarnir gegn þeim. Meira er rætt um aðgerðir og forvarnir gegn kynfordómum, kynvitund, kynhneigð, þjóðerni og trú. 8. desember 2020 07:00