Varð heiðarleikinn HK-ingum að falli? „Hefði viljað sjá hana taka smá leikara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2021 23:01 Atvikið þegar HK-ingurinn Jóhanna Margrét Sigurðardóttir braust í gegnum vörn KA/Þórs undir lok leiks liðanna um helgina. stöð 2 sport HK gerði góða ferð norður yfir heiðar og gerði jafntefli, 26-26, við Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna á laugardaginn. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar eru á því að HK-ingar hafi verið snuðaðir um vítakast undir lok leiksins. Í lokasókn HK, þegar staðan var 26-26, sótti Jóhanna Margrét Sigurðardóttir á vörn KA/Þórs, og virtist vera komin í vænlega stöðu þegar Aldís Ásta Heimisdóttir braut á henni. HK-ingar vildu fá vítakast en fengu bara aukakast. Þær Sunneva Einarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir voru á því að það hafi verið rangur dómur. „Mér finnst þetta vera víti. Hún er komin í gegn,“ sagði Sunneva í Seinni bylgjunni í gær. „Hún [Aldís Ásta] er búin að missa af henni, þær taka við henni og eru inni í teig. Svo held ég að hún [Jóhanna Margrét] hafi séð að það hafi verið svo lítið eftir og hafi drifið sig í að taka aukakastið sem eru bara eðlileg viðbrögð. En ég horfði á þetta og þetta er bara víti og meira að segja jafnvel tvær mínútur á Aldísi því hún missti af henni,“ sagði Anna Úrsúla. Þær Sunneva veltu fyrir sér hvort Jóhanna Margrét hafi ef til vill verið of heiðarleg í þessu tilfelli. „Ég hefði viljað sjá hana taka smá leikara,“ sagði Sunneva. „Hún hefði ekki einu sinni þurft þess. Dómararnir hefðu átt að sjá þetta,“ bætti Anna Úrsúla við. Svava Kristín Grétarsdóttir skaut því þá inn að líklega hefði smá röfl skilað HK vítakasti. Klippa: Seinni bylgjan - Lokasekúndurnar hjá KA/Þór og HK Sérfræðingarnir fóru einnig yfir reikistefnununa undir lok leiks þegar Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, bað um leikhlé. Ekki var vitað hversu langan tíma Akureyringar hefðu eftir leikhléið en á endanum var það ein sekúnda. Það dugði KA/Þór ekki til að skora sigurmarkið. KA/Þór er í 4. sæti Olís-deildarinnar með fimm stig eftir fjóra leiki en HK í 5. sætinu með þrjú stig eftir fimm leiki. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan KA Þór Akureyri HK Tengdar fréttir HK sótti stig gegn Íslandsmeisturunum | Stjarnan hafði betur úti í Eyjum HK-ingar sóttu gott stig norður á Akureyri er liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna í dag, 26-26. Þá unnu Stjörnukonur góðan tveggja marka útisigur gegn ÍBV, 26-24. 30. október 2021 17:00 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Í lokasókn HK, þegar staðan var 26-26, sótti Jóhanna Margrét Sigurðardóttir á vörn KA/Þórs, og virtist vera komin í vænlega stöðu þegar Aldís Ásta Heimisdóttir braut á henni. HK-ingar vildu fá vítakast en fengu bara aukakast. Þær Sunneva Einarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir voru á því að það hafi verið rangur dómur. „Mér finnst þetta vera víti. Hún er komin í gegn,“ sagði Sunneva í Seinni bylgjunni í gær. „Hún [Aldís Ásta] er búin að missa af henni, þær taka við henni og eru inni í teig. Svo held ég að hún [Jóhanna Margrét] hafi séð að það hafi verið svo lítið eftir og hafi drifið sig í að taka aukakastið sem eru bara eðlileg viðbrögð. En ég horfði á þetta og þetta er bara víti og meira að segja jafnvel tvær mínútur á Aldísi því hún missti af henni,“ sagði Anna Úrsúla. Þær Sunneva veltu fyrir sér hvort Jóhanna Margrét hafi ef til vill verið of heiðarleg í þessu tilfelli. „Ég hefði viljað sjá hana taka smá leikara,“ sagði Sunneva. „Hún hefði ekki einu sinni þurft þess. Dómararnir hefðu átt að sjá þetta,“ bætti Anna Úrsúla við. Svava Kristín Grétarsdóttir skaut því þá inn að líklega hefði smá röfl skilað HK vítakasti. Klippa: Seinni bylgjan - Lokasekúndurnar hjá KA/Þór og HK Sérfræðingarnir fóru einnig yfir reikistefnununa undir lok leiks þegar Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, bað um leikhlé. Ekki var vitað hversu langan tíma Akureyringar hefðu eftir leikhléið en á endanum var það ein sekúnda. Það dugði KA/Þór ekki til að skora sigurmarkið. KA/Þór er í 4. sæti Olís-deildarinnar með fimm stig eftir fjóra leiki en HK í 5. sætinu með þrjú stig eftir fimm leiki. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan KA Þór Akureyri HK Tengdar fréttir HK sótti stig gegn Íslandsmeisturunum | Stjarnan hafði betur úti í Eyjum HK-ingar sóttu gott stig norður á Akureyri er liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna í dag, 26-26. Þá unnu Stjörnukonur góðan tveggja marka útisigur gegn ÍBV, 26-24. 30. október 2021 17:00 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
HK sótti stig gegn Íslandsmeisturunum | Stjarnan hafði betur úti í Eyjum HK-ingar sóttu gott stig norður á Akureyri er liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna í dag, 26-26. Þá unnu Stjörnukonur góðan tveggja marka útisigur gegn ÍBV, 26-24. 30. október 2021 17:00
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti