Varð heiðarleikinn HK-ingum að falli? „Hefði viljað sjá hana taka smá leikara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2021 23:01 Atvikið þegar HK-ingurinn Jóhanna Margrét Sigurðardóttir braust í gegnum vörn KA/Þórs undir lok leiks liðanna um helgina. stöð 2 sport HK gerði góða ferð norður yfir heiðar og gerði jafntefli, 26-26, við Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna á laugardaginn. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar eru á því að HK-ingar hafi verið snuðaðir um vítakast undir lok leiksins. Í lokasókn HK, þegar staðan var 26-26, sótti Jóhanna Margrét Sigurðardóttir á vörn KA/Þórs, og virtist vera komin í vænlega stöðu þegar Aldís Ásta Heimisdóttir braut á henni. HK-ingar vildu fá vítakast en fengu bara aukakast. Þær Sunneva Einarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir voru á því að það hafi verið rangur dómur. „Mér finnst þetta vera víti. Hún er komin í gegn,“ sagði Sunneva í Seinni bylgjunni í gær. „Hún [Aldís Ásta] er búin að missa af henni, þær taka við henni og eru inni í teig. Svo held ég að hún [Jóhanna Margrét] hafi séð að það hafi verið svo lítið eftir og hafi drifið sig í að taka aukakastið sem eru bara eðlileg viðbrögð. En ég horfði á þetta og þetta er bara víti og meira að segja jafnvel tvær mínútur á Aldísi því hún missti af henni,“ sagði Anna Úrsúla. Þær Sunneva veltu fyrir sér hvort Jóhanna Margrét hafi ef til vill verið of heiðarleg í þessu tilfelli. „Ég hefði viljað sjá hana taka smá leikara,“ sagði Sunneva. „Hún hefði ekki einu sinni þurft þess. Dómararnir hefðu átt að sjá þetta,“ bætti Anna Úrsúla við. Svava Kristín Grétarsdóttir skaut því þá inn að líklega hefði smá röfl skilað HK vítakasti. Klippa: Seinni bylgjan - Lokasekúndurnar hjá KA/Þór og HK Sérfræðingarnir fóru einnig yfir reikistefnununa undir lok leiks þegar Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, bað um leikhlé. Ekki var vitað hversu langan tíma Akureyringar hefðu eftir leikhléið en á endanum var það ein sekúnda. Það dugði KA/Þór ekki til að skora sigurmarkið. KA/Þór er í 4. sæti Olís-deildarinnar með fimm stig eftir fjóra leiki en HK í 5. sætinu með þrjú stig eftir fimm leiki. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan KA Þór Akureyri HK Tengdar fréttir HK sótti stig gegn Íslandsmeisturunum | Stjarnan hafði betur úti í Eyjum HK-ingar sóttu gott stig norður á Akureyri er liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna í dag, 26-26. Þá unnu Stjörnukonur góðan tveggja marka útisigur gegn ÍBV, 26-24. 30. október 2021 17:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira
Í lokasókn HK, þegar staðan var 26-26, sótti Jóhanna Margrét Sigurðardóttir á vörn KA/Þórs, og virtist vera komin í vænlega stöðu þegar Aldís Ásta Heimisdóttir braut á henni. HK-ingar vildu fá vítakast en fengu bara aukakast. Þær Sunneva Einarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir voru á því að það hafi verið rangur dómur. „Mér finnst þetta vera víti. Hún er komin í gegn,“ sagði Sunneva í Seinni bylgjunni í gær. „Hún [Aldís Ásta] er búin að missa af henni, þær taka við henni og eru inni í teig. Svo held ég að hún [Jóhanna Margrét] hafi séð að það hafi verið svo lítið eftir og hafi drifið sig í að taka aukakastið sem eru bara eðlileg viðbrögð. En ég horfði á þetta og þetta er bara víti og meira að segja jafnvel tvær mínútur á Aldísi því hún missti af henni,“ sagði Anna Úrsúla. Þær Sunneva veltu fyrir sér hvort Jóhanna Margrét hafi ef til vill verið of heiðarleg í þessu tilfelli. „Ég hefði viljað sjá hana taka smá leikara,“ sagði Sunneva. „Hún hefði ekki einu sinni þurft þess. Dómararnir hefðu átt að sjá þetta,“ bætti Anna Úrsúla við. Svava Kristín Grétarsdóttir skaut því þá inn að líklega hefði smá röfl skilað HK vítakasti. Klippa: Seinni bylgjan - Lokasekúndurnar hjá KA/Þór og HK Sérfræðingarnir fóru einnig yfir reikistefnununa undir lok leiks þegar Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, bað um leikhlé. Ekki var vitað hversu langan tíma Akureyringar hefðu eftir leikhléið en á endanum var það ein sekúnda. Það dugði KA/Þór ekki til að skora sigurmarkið. KA/Þór er í 4. sæti Olís-deildarinnar með fimm stig eftir fjóra leiki en HK í 5. sætinu með þrjú stig eftir fimm leiki. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan KA Þór Akureyri HK Tengdar fréttir HK sótti stig gegn Íslandsmeisturunum | Stjarnan hafði betur úti í Eyjum HK-ingar sóttu gott stig norður á Akureyri er liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna í dag, 26-26. Þá unnu Stjörnukonur góðan tveggja marka útisigur gegn ÍBV, 26-24. 30. október 2021 17:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Sjá meira
HK sótti stig gegn Íslandsmeisturunum | Stjarnan hafði betur úti í Eyjum HK-ingar sóttu gott stig norður á Akureyri er liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna í dag, 26-26. Þá unnu Stjörnukonur góðan tveggja marka útisigur gegn ÍBV, 26-24. 30. október 2021 17:00