Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2021 08:28 Fjölmargir norðlenskir kettir harma eflaust þessa niðurstöðu. Vísir/Vilhelm Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti. Miðilinn Akureyri.net greinir frá því að Eva Hrund hafi í fyrstu lagt til að samþykktir um kattahald yrðu endurskoðaðar en í umræðum hafi komið í ljós að meirihluti bæjarstjórnar vildi ganga enn lengra. Í kjölfarið lagði Eva Hrund fram eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða samþykktir um kattahald í Akureyrarkaupstað. Verður þá með nýjum tillögum lausaganga katta ekki heimil en sett svokallað sólarlagsákvæði inn sem er þrjú ár. Lausaganga katta verður þá ekki heimil frá ársbyrjun 2025. Þá verði einnig settur umtalsverður meiri kraftur að í að framfylgja þeim samþykktum með sérstakri áherslu á ábyrgð eigenda, skráningarskyldu og fræðslu.“ Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson (L), Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir (B), Gunnar Gíslason (D), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (B), Hlynur Jóhannsson (M), Eva Hrund Einarsdóttir (D) og Lára Halldóra Eiríksdóttir (D) samþykktu tillöguna. Harma niðurstöðuna Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti Vinstri-grænna, Heimir Haraldsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, og Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar, lögðust gegn tillögunni. Í bókun sem Hilda Jana lagði fram fyrir hönd hópsins segir að þau harmi þá niðurstöðu bæjarstjórnar að banna alfarið frjálsa útivist hjá köttum. „Bæjarfélagið hefur lítið sem ekkert gert til að framfylgja þeim samþykktum sem nú þegar eru í gildi né látið á það reyna að breyta samþykktum í þá veru að sem flestir geti vel við unað. Hægt hefði verið að stíga það skref að heimila ekki útivistina að næturlagi og yfir varptíma fugla. Mikilvægara hefði verið að leita lausna en að grípa til banns. Fyrst grípa á hins vegar til banns hefði verið eðlilegra að setja sólarlagsákvæði, þannig að þær kisur sem nú þegar eru útikisur fái að vera það út sinn líftíma,“ segir í bókuninni. Ekki hefur verið formlegur minni- og meirihluti í bæjarstjórn Akureyrar frá því í september í fyrra þegar fulltrúar flokkanna ákváðu að taka höndum saman. Fréttin hefur verið uppfærð. Akureyri Gæludýr Kettir Tengdar fréttir Hvatt til banns við lausagöngu katta Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Ísafirði skorar á nýjan bæjarmeirihluta að koma á banni. 29. maí 2014 18:35 Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ 12. maí 2021 23:14 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Miðilinn Akureyri.net greinir frá því að Eva Hrund hafi í fyrstu lagt til að samþykktir um kattahald yrðu endurskoðaðar en í umræðum hafi komið í ljós að meirihluti bæjarstjórnar vildi ganga enn lengra. Í kjölfarið lagði Eva Hrund fram eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða samþykktir um kattahald í Akureyrarkaupstað. Verður þá með nýjum tillögum lausaganga katta ekki heimil en sett svokallað sólarlagsákvæði inn sem er þrjú ár. Lausaganga katta verður þá ekki heimil frá ársbyrjun 2025. Þá verði einnig settur umtalsverður meiri kraftur að í að framfylgja þeim samþykktum með sérstakri áherslu á ábyrgð eigenda, skráningarskyldu og fræðslu.“ Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson (L), Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir (B), Gunnar Gíslason (D), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (B), Hlynur Jóhannsson (M), Eva Hrund Einarsdóttir (D) og Lára Halldóra Eiríksdóttir (D) samþykktu tillöguna. Harma niðurstöðuna Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti Vinstri-grænna, Heimir Haraldsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, og Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar, lögðust gegn tillögunni. Í bókun sem Hilda Jana lagði fram fyrir hönd hópsins segir að þau harmi þá niðurstöðu bæjarstjórnar að banna alfarið frjálsa útivist hjá köttum. „Bæjarfélagið hefur lítið sem ekkert gert til að framfylgja þeim samþykktum sem nú þegar eru í gildi né látið á það reyna að breyta samþykktum í þá veru að sem flestir geti vel við unað. Hægt hefði verið að stíga það skref að heimila ekki útivistina að næturlagi og yfir varptíma fugla. Mikilvægara hefði verið að leita lausna en að grípa til banns. Fyrst grípa á hins vegar til banns hefði verið eðlilegra að setja sólarlagsákvæði, þannig að þær kisur sem nú þegar eru útikisur fái að vera það út sinn líftíma,“ segir í bókuninni. Ekki hefur verið formlegur minni- og meirihluti í bæjarstjórn Akureyrar frá því í september í fyrra þegar fulltrúar flokkanna ákváðu að taka höndum saman. Fréttin hefur verið uppfærð.
Akureyri Gæludýr Kettir Tengdar fréttir Hvatt til banns við lausagöngu katta Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Ísafirði skorar á nýjan bæjarmeirihluta að koma á banni. 29. maí 2014 18:35 Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ 12. maí 2021 23:14 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Hvatt til banns við lausagöngu katta Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Ísafirði skorar á nýjan bæjarmeirihluta að koma á banni. 29. maí 2014 18:35
Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ 12. maí 2021 23:14