Dusty hættir ekki og vann XY

Snorri Rafn Hallsson skrifar
xy dusty

Dusty menn voru nýkomnir heim af Epic Lan í Englandi þar sem Dusty lenti í fimmta sæti þegar liðið mætti XY í gærkvöldi. Liðin höfðu verið jöfn að stigum á toppi deildarinnar ásamt Þór þangað til í síðustu umferð þegar Þór pakkaði XY saman 16-2. XY hefur þurft að hafa mikið fyrir sigrum sínum sem sumir hafa verið tæpir, á meðan Dusty hefur alla jafna unnið sína leiki hratt og örugglega.

Eftir að Train datt út úr kortavalinu í sumar hefur Nuke kortið aukið vinsældir sínar til muna sem kort þar sem flestum liðum líður vel. Því var ekkert að undrast að þangað leggðu liðin leið sína í gær. Dusty hafði betur í hnífalotunni og hóf XY því leikinn í sókn (Terrorists). LeFluff henti sér niður í fyrstu lotu til að fella þrjá andstæðinga á einu bretti og koma Dusty af stað í leiknum og Thor bætti svo um betur í þeirri næstu og felldi fjóra. XY náði aðeins að svara til baka en Dusty höfðu þó yfirhöndina framan af og stillti upp þéttri vörn. Fljótlega tókst XY þó að jafna leikinn með snjöllum hraðabreytingum og með því að vinna þrjár lotur í röð héldu þeir aftur af efnahag Dusty. Það var greinilegt að XY ætlaði sér að standast þessa prófraun betur en þá síðustu og var leikurinn í járnum það sem eftir var fyrri hálfleiks og skiptust liðin á að hafa betur. 

Staða í hálfleik: Dusty 8 - 7 XY

Þá var röðin komin að Dusty að sækja, og mátti merkja að þeim hefði fundist XY vera komnir aðeins of nálægt sér eftir fyrri hálfleik. Liðið lagði því allt undir, tók stjórnina á leikhraðanum og fór gríðarlega vel af stað. Fyrstu fjórar loturnar féllu Dusty í vil og átti XY í raun og veru ekki afturkvæmt í leikinn. Mikill söknuður var að Minidegreez sem lét ekki mikið til sín taka hjá XY á sama tíma og Dusty þétti liðsheildina miðað við fyrri hálfleik. Snjallar aðgerðir eins og að koma í bakið á XY þegar þeir áttu síst von á, skiluðu sínu og Dusty tyllti sér því aftur við hlið Þórs á toppnum.

Lokastaða: Dusty 16 - 9 XY

Næsta umferð verður gríðarlega spennandi en þá mætast toppliðin Dusty og Þór, föstudaginn 19. nóvember, en þriðjudaginn þar áður mun XY mæta Vallea. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.


Tengdar fréttir

Þór skildi XY eftir í sárum

Gríðarsterkt lið Þórs vann stærsta sigur í Vodafonedeildinni í CS:GO hingað til þegar liðið pakkaði XY saman 16-2.

Dusty sigraði nýliða Fylkis örugglega

Fjórða umferð Vodafonedeildarinn í CS:GO hófst í gær með leik Dusty og Fylkis. Dusty hafði betur 16-9 og er því taplaust á toppi deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir