Um kolefnisspor loftslagsráðstefnunnar í Glasgow Sævar Helgi Bragason skrifar 3. nóvember 2021 15:30 Um þessar mundir berjast ýmsir, til dæmis þingmenn og ritstjórar, fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Ötullega, þótt fá séu. Þau finna loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna, COP26, flest til foráttu. Í heilagri vandlætingu benda þau á allt fólkið sem þangað flykkist fljúgandi til að ræða lausnir við loftslagsvandanum. Já, loftslagsvandinn er af mannavöldum og mælanlegur. Staðreynd studd ótal sönnunargögnum. En hversu stórt er kolefnisspor ráðstefnunnar raunverulega? Lauslegir útreikningar benda til þess, að sporið sé um 60 þúsund tonn af koldíoxíði. Deilt niður á næstum 30 þúsund manns. Mestur hluti stafar af ferðalagi ráðstefnugesta til og frá Glasgow. Spor ríkasta fólksins, oftast ráðamanna sem ferðast á einkaþotum, er langstærst enda dreifist útblásturinn á mun færri farþega en í almennu flugi. Setjum þetta í samhengi. Á Íslandi nam losun frá úrgangi – því rusli sem við nennum ekki að flokka og endurvinna – 224 þúsund tonnum árið 2019, samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun. Úrgangurinn okkar, verðmætin sem við sóum, hefur því næstum fjórfalt stærra kolefnisspor en ráðstefnan í Glasgow. Á Íslandi nemur losun frá landbúnaði um 619 þúsund tonnum á ári. Ráðstefnusporið er því meira en tífalt minna. Er þá ótalin losun frá því hvernig við Íslendingar – og blessuð sauðkindin - höfum farið með íslenska jörð í gegnum tíðina. Sé landnotkun tekin með er árleg losun frá landnotkun á Íslandi 150 sinnum meiri en ráðstefnunnar. Málmiðnaður á Íslandi losar 33 sinnum meira árlega en ráðstefnan. Þá er gott að hafa í huga að dýrmætar (og frábærar!) afurðir málmiðnaðarins enda alltof oft í ruslinu en ekki endurvinnslu og endurnýtingu sem krefst margfalt minni orku. Sporið af flugferðum Íslendinganna fimmtíu sem sækja COP26 er í kringum 13 tonn. Álíka stórt og sex sparneytinna olíuknúinna bíla á ári. Af þeim eru nítján einstaklingar á vegum hins opinbera. Þessir sömu einstaklingar sýna ábyrgð með því að fækka öðrum ferðum í staðinn og taka einnig virkan þátt í Grænum skrefum ríkisstofnanna. Kannski er það óhófleg bjartsýni, jafnvel barnaleg, að vonast til þess að ráðstefnin skili meiri samdrætti í losun á heimsvísu en 60 þúsund tonn. Við vitum nú þegar að samþykkt var að stöðva eyðingu regnskóga fyrir árið 2030. Sú aðgerð mun draga úr heimslosun um milljarða tonna. 60 þúsund tonn fyrir milljarða tonna eru ágæt skipti. Eins gott að það standist. Það þarf samt að gera miklu betur. En svo má böl bæta með því að benda á annað verra. Mjög margt er gagnrýnivert við COP26 ráðstefnuna í Glasgow. Þá einkum fjarvera lykilleiðtoga. Metnaðarlaus markmið stórra ríkja. Loforð sem ekki verður staðið við. Sérhagsmunagæsla. Innantómt orðagjálfur alltof margra ráðamanna. Hvernig olíuríki beita málþófi til að hindra nauðsynlegar aðgerðir. Á ráðstefnunni er hins vegar líka fjöldi fólks sem vinnur af einurð að því að gera framtíð okkar og barna okkar betri. Að spennandi nýsköpun. Nýjum tæknilausnum sem hraða okkur úr grárri nútíð í græna framtíð sem nýtir auðlindir betur. Finnur leiðir til sjálfstæðis í orkumálum. Hreinsar vatn og loft. Virkjar heilann. Framtíðin verður betri, bjartari, heilsusamlegri og ódýrari ef við bara hættum að hlusta á afneitunar- og aðgerðarleysissinna. Þeirra sem berjast opinberlega gegn betri heimi. Um 2,5-3% af heimslosun gróðurhúsalofttegunda má rekja til flugs. Stærstur hluti þeirra jarðarbúa sem notar flugvélar erum við, efnaðasti hluti heimsbyggðarinnar. Flug kallar á tæknilausnir s.s. rafvæðingu og vetnisvæðingu sem frábær, framsækin flugfyrirtæki vinna nú hörðum höndum að. Lausnir sem er til þess gerð að þú getir haldið áfram að rápa um reikistjörnuna án þess að eyðileggja hana. Ráðstefnur eins og COP26 snúast meðal annars um það. Það má furðu sæta hvers vegna sumir ákveða að loka eyrum og augum fyrir stærsta vandamáli sem mannkynið hefur glímt við. Sönnunargögnin eru yfirþyrmandi og óyggjandi. Samt eru þeir til sem hvorki vilja leita lausna né tileinka sér lausnir sem gera lífið ódýara, umhverfisvænna og betra. Ágætur maður sagði nefnilega: „Ef þú ert kominn ofan í holu, hættu þá að moka.“ Við erum komin djúpt í holu sem sumir vilja halda áfram að grafa. Sú kynslóð sem hæst hrópar „hræsni“ verður ekki hér til að glíma við mestu og verstu áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum. Afeiðingar þess að ákveða að gera ekki neitt og berjast fyrir því að ekkert verði gert. Í dag er gereyðingavopnið sem við þurfum að eyða jarðefnaeldsneyti. Já, og meðan ég man. COP26 er kolefnisjöfnuð ráðstefna. Hversu oft hefur þú kolefnisjafnað þín ferðalög? Höfundur er vísindamiðlari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sævar Helgi Bragason Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir berjast ýmsir, til dæmis þingmenn og ritstjórar, fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Ötullega, þótt fá séu. Þau finna loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna, COP26, flest til foráttu. Í heilagri vandlætingu benda þau á allt fólkið sem þangað flykkist fljúgandi til að ræða lausnir við loftslagsvandanum. Já, loftslagsvandinn er af mannavöldum og mælanlegur. Staðreynd studd ótal sönnunargögnum. En hversu stórt er kolefnisspor ráðstefnunnar raunverulega? Lauslegir útreikningar benda til þess, að sporið sé um 60 þúsund tonn af koldíoxíði. Deilt niður á næstum 30 þúsund manns. Mestur hluti stafar af ferðalagi ráðstefnugesta til og frá Glasgow. Spor ríkasta fólksins, oftast ráðamanna sem ferðast á einkaþotum, er langstærst enda dreifist útblásturinn á mun færri farþega en í almennu flugi. Setjum þetta í samhengi. Á Íslandi nam losun frá úrgangi – því rusli sem við nennum ekki að flokka og endurvinna – 224 þúsund tonnum árið 2019, samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun. Úrgangurinn okkar, verðmætin sem við sóum, hefur því næstum fjórfalt stærra kolefnisspor en ráðstefnan í Glasgow. Á Íslandi nemur losun frá landbúnaði um 619 þúsund tonnum á ári. Ráðstefnusporið er því meira en tífalt minna. Er þá ótalin losun frá því hvernig við Íslendingar – og blessuð sauðkindin - höfum farið með íslenska jörð í gegnum tíðina. Sé landnotkun tekin með er árleg losun frá landnotkun á Íslandi 150 sinnum meiri en ráðstefnunnar. Málmiðnaður á Íslandi losar 33 sinnum meira árlega en ráðstefnan. Þá er gott að hafa í huga að dýrmætar (og frábærar!) afurðir málmiðnaðarins enda alltof oft í ruslinu en ekki endurvinnslu og endurnýtingu sem krefst margfalt minni orku. Sporið af flugferðum Íslendinganna fimmtíu sem sækja COP26 er í kringum 13 tonn. Álíka stórt og sex sparneytinna olíuknúinna bíla á ári. Af þeim eru nítján einstaklingar á vegum hins opinbera. Þessir sömu einstaklingar sýna ábyrgð með því að fækka öðrum ferðum í staðinn og taka einnig virkan þátt í Grænum skrefum ríkisstofnanna. Kannski er það óhófleg bjartsýni, jafnvel barnaleg, að vonast til þess að ráðstefnin skili meiri samdrætti í losun á heimsvísu en 60 þúsund tonn. Við vitum nú þegar að samþykkt var að stöðva eyðingu regnskóga fyrir árið 2030. Sú aðgerð mun draga úr heimslosun um milljarða tonna. 60 þúsund tonn fyrir milljarða tonna eru ágæt skipti. Eins gott að það standist. Það þarf samt að gera miklu betur. En svo má böl bæta með því að benda á annað verra. Mjög margt er gagnrýnivert við COP26 ráðstefnuna í Glasgow. Þá einkum fjarvera lykilleiðtoga. Metnaðarlaus markmið stórra ríkja. Loforð sem ekki verður staðið við. Sérhagsmunagæsla. Innantómt orðagjálfur alltof margra ráðamanna. Hvernig olíuríki beita málþófi til að hindra nauðsynlegar aðgerðir. Á ráðstefnunni er hins vegar líka fjöldi fólks sem vinnur af einurð að því að gera framtíð okkar og barna okkar betri. Að spennandi nýsköpun. Nýjum tæknilausnum sem hraða okkur úr grárri nútíð í græna framtíð sem nýtir auðlindir betur. Finnur leiðir til sjálfstæðis í orkumálum. Hreinsar vatn og loft. Virkjar heilann. Framtíðin verður betri, bjartari, heilsusamlegri og ódýrari ef við bara hættum að hlusta á afneitunar- og aðgerðarleysissinna. Þeirra sem berjast opinberlega gegn betri heimi. Um 2,5-3% af heimslosun gróðurhúsalofttegunda má rekja til flugs. Stærstur hluti þeirra jarðarbúa sem notar flugvélar erum við, efnaðasti hluti heimsbyggðarinnar. Flug kallar á tæknilausnir s.s. rafvæðingu og vetnisvæðingu sem frábær, framsækin flugfyrirtæki vinna nú hörðum höndum að. Lausnir sem er til þess gerð að þú getir haldið áfram að rápa um reikistjörnuna án þess að eyðileggja hana. Ráðstefnur eins og COP26 snúast meðal annars um það. Það má furðu sæta hvers vegna sumir ákveða að loka eyrum og augum fyrir stærsta vandamáli sem mannkynið hefur glímt við. Sönnunargögnin eru yfirþyrmandi og óyggjandi. Samt eru þeir til sem hvorki vilja leita lausna né tileinka sér lausnir sem gera lífið ódýara, umhverfisvænna og betra. Ágætur maður sagði nefnilega: „Ef þú ert kominn ofan í holu, hættu þá að moka.“ Við erum komin djúpt í holu sem sumir vilja halda áfram að grafa. Sú kynslóð sem hæst hrópar „hræsni“ verður ekki hér til að glíma við mestu og verstu áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum. Afeiðingar þess að ákveða að gera ekki neitt og berjast fyrir því að ekkert verði gert. Í dag er gereyðingavopnið sem við þurfum að eyða jarðefnaeldsneyti. Já, og meðan ég man. COP26 er kolefnisjöfnuð ráðstefna. Hversu oft hefur þú kolefnisjafnað þín ferðalög? Höfundur er vísindamiðlari.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun