Einsemd: Faraldur á heimsvísu Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 08:30 Faraldur einsemdar hefur vaxið víða um veröld á tímum kórónuveirunnar. Í grein í The Guardian, eftir sálfræðing að nafni Miriam Kirmayer, kemur fram að einsemd sé faraldur á heimsvísu og að samkvæmt rannsóknum sé langtíma heilsufarsáhrifum þess líkt við það að reykja 15 sígarettur á dag. Einnig bendir hún á að einmanaleiki sé áhættuþáttur fyrir kvilla á borð við kvíða, þunglyndi, hjartasjúkdóma og háum blóðþrýstingi. Hvað er einmanaleiki eiginlega? Hægt er að styðjast við eftirfarandi skilgreiningu: „Einmanaleiki er huglæg, óvelkomin tilfinning um skort eða missi á félagsskap, sem gerist þegar misræmi er á milli magns og gæða þeirra félagslegra samskipta sem við viljum.“ Í þessum ofurtengda heimi sem við lifum í, þar sem við getum auðveldlega tengst í gegnum tæknina, er einsemdin samt sem áður að aukast í nútímasamfélögum. Það er manninum eðlislægt að vilja tilheyra og upplifa kærleiksrík samskipti og nánd. Tæknin kemur ekki beint í stað samskipta í raunheimi, þótt hún hafi vissulega haft ýmislegt jákvætt í för með sér á meðan að kórónuveiran hefur gengið yfir. Í mörgum samfélögum þar sem fólk býr almennt við góð lífsskilyrði, er einsemd samt sem áður vaxandi vandi. Í því er ákveðin þversögn og því miður veigra margir sér við því að tala um að þeir finni fyrir einmanaleika þrátt fyrir að þetta sé tilfinning sem vel flestir hafa einhvern tímann upplifað á lífsleiðinni. Í þróuðum löndum er yfirleitt gott aðgengi að grunnþjónustu og ekki þykir óvanalegt að fólk búi sér heimili eitt síns liðs. Í löndum sem eru minna þróuð heldur fjölskyldan sér aftur á móti oft meira saman og þykir það sums staðar beinlínis ekki jákvætt að fólk búi ekki með öðrum. Víðs vegar í Afríku snýst hugsunarhátturinn meira um samfélag og að vera saman. Margir íbúar þar búa við fátækt en hafa samt jákvæða hugsun um lífið. Þar er dans og söngur líka oft í fyrirrúmi. Lífið hjá þeim byggir á félagslegum grunni og því að búa í samfélagi þar sem fólk hugsar um hvert annað. Í Bretlandi hefur ráðherra einmanaleika verið starfandi síðan árið 2018 og í upphafi þessa árs var sams konar ráðherra skipaður í Japan, eftir að sjálfsvígstilfellum hafði fjölgað þar í landi í fyrsta skipti í 11 ár og þá sérstaklega meðal kvenna. Það er vert að fylgjast með viðbrögðum stjórnvalda í þessum löndum og hvernig umræddir ráðherrar haga málum. Litið til nágrannalanda Í Danmörku hefur krónprinsessan þar, Mary, stofnað sjóð til vinna að verkefnum sem sporna við einsemd í landinu. Í Finnlandi finnur þriðji hver íbúi fyrir einsemd. Þetta hlutfall var áður fimmti hver íbúi og hefur Rauði Krossinn áhyggjur af stöðunni. Í Svíþjóð er verkefni í gangi í Helsingborg með það að markmiði að leiða fólk saman og berjast gegn einmanaleika með því að bjóða upp á leigu á íbúðum á sanngjörnu verði þar sem félagslífið er í forgrunni og ólíkar kynslóðir mætast. Í húsnæðinu er t.d. sameiginlegt eldhús, bókasafn og líkamsræktarsalur. Verkefnið nefnist Sällbo. Staðan á Íslandi Hér á landi hefur tilraunaverkefni í nokkurri líkingu við verkefnið í Svíþjóð verið framkvæmt í þjónustuíbúðum aldraðra með það fyrir augum að draga úr einmanaleika og félagslegri einangrun. Þar bjuggu háskólanemar með eldri borgurum og sinntu ýmsu sem stuðlaði að góðu félagslífi meðal heimilismanna. Í niðurstöðum verkefnisins kemur m.a. fram að verkefni nemanna sem tóku þátt voru fjölbreytt, en þeir stóðu fyrir margvíslegum viðburðum og voru stuðningur og félagsskapur við íbúa. Forstöðumenn sögðu nemana hafa náð að virkja íbúa, t.d. þegar þeir voru með viðburði og að vera þeirra hafi einnig haft jákvæð áhrif á þá íbúa sem voru félagslega einangraðir. Þessu verkefni er nú lokið en það verður spennandi að sjá hvort við munum sjá fleiri nýjungar á þessu sviði í framtíðinni. Í Talnabrunni, fréttabréfi Embætti landlæknis, kemur fram að fjórði hver einstaklingur á aldrinum 18-24 ára fann oft eða mjög oft fyrir einmanaleika árið 2020 og að fjölgun þeirra sem finna fyrir einmanaleika sé mest í þessum aldurshópi. Það ætti að vera áhyggjuefni. Í skýrslunni er nefnt að ungt fólk greini frá meiri streitu og meti andlegu heilsu sínu og hamingju verri en þeir sem eldri eru. Einnig kemur þar fram að áhrif kórónuveirufaraldursins geti tekið nokkurn tíma að koma fram en aftur á móti gefi greining niðurstaðna ekki möguleika á greiningu niður á afmarkaða hópa sem gætu hafa upplifað verri áhrif hans, til að mynda þá sem búa við langvinn veikindi, fötlun og félagslega einangrun. Könnunin var sömuleiðis gerð á íslensku og því er ekki vitað með vissu hvernig staða þeirra er, sem eru af erlendu bergi brotnir og búsettir hér, en skortir íslenskukunnáttu. Önnur verkefni sem hafa dregið úr einsemd og verið lyftistöng fyrir samfélagið eru ýmis verkefnið á vegum RKÍ, t.d. Hjálparsími Rauða Krossins og verkefnið Heimsóknarvinir sem einnig er á vegum þess. Í fyrravor þurfti að loka félagsmiðstöðvum fullorðinna í Reykjavík um tíma og var brugðið á það ráð að stofna tímabundið tilraunaverkefni sem fékk heitið „Spjöllum saman“ þar sem sjálfboðaliðar hringdu til fólks á aldrinum 85 ára og eldri og veittu félagslegan stuðning í formi spjalls á forsendum hvers og eins. Það hefur eflaust gert mikið fyrir þennan hóp, þótt alltaf megi hugsa leiðir til að bæta stöðuna enn betur. Ljóst er að einsemd er heimsfaraldur þar sem Ísland er ekki undanskilið. Félagsmálaráðuneytið hefur að undanförnu auglýst styrki til félagasamtaka vegna verkefna sem vinna til að mynda að því að rjúfa félagslega einangrun fólks. Ekki er nóg eitt og sér að stjórnvöld og sveitarfélög setji fjármuni í að sporna við þessum vanda heldur þarf breytta hugsun meðal landsmanna. Samkvæmt könnunum þarf að huga sérstaklega að andlegri líðan ungs fólks og leiða má líkum að því að hið sama gildi almennt um einstaklinga sem eru félagslega einangraðir. Hver og einn getur gert eitthvað til að bæta stöðuna eins og með því að hringja eitt símtal til ættingja eða vinar í 5 mínútur á dag. Mörg lítil góðverk geta nefnilega gert heilmikið þegar upp er staðið. Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Sjá meira
Faraldur einsemdar hefur vaxið víða um veröld á tímum kórónuveirunnar. Í grein í The Guardian, eftir sálfræðing að nafni Miriam Kirmayer, kemur fram að einsemd sé faraldur á heimsvísu og að samkvæmt rannsóknum sé langtíma heilsufarsáhrifum þess líkt við það að reykja 15 sígarettur á dag. Einnig bendir hún á að einmanaleiki sé áhættuþáttur fyrir kvilla á borð við kvíða, þunglyndi, hjartasjúkdóma og háum blóðþrýstingi. Hvað er einmanaleiki eiginlega? Hægt er að styðjast við eftirfarandi skilgreiningu: „Einmanaleiki er huglæg, óvelkomin tilfinning um skort eða missi á félagsskap, sem gerist þegar misræmi er á milli magns og gæða þeirra félagslegra samskipta sem við viljum.“ Í þessum ofurtengda heimi sem við lifum í, þar sem við getum auðveldlega tengst í gegnum tæknina, er einsemdin samt sem áður að aukast í nútímasamfélögum. Það er manninum eðlislægt að vilja tilheyra og upplifa kærleiksrík samskipti og nánd. Tæknin kemur ekki beint í stað samskipta í raunheimi, þótt hún hafi vissulega haft ýmislegt jákvætt í för með sér á meðan að kórónuveiran hefur gengið yfir. Í mörgum samfélögum þar sem fólk býr almennt við góð lífsskilyrði, er einsemd samt sem áður vaxandi vandi. Í því er ákveðin þversögn og því miður veigra margir sér við því að tala um að þeir finni fyrir einmanaleika þrátt fyrir að þetta sé tilfinning sem vel flestir hafa einhvern tímann upplifað á lífsleiðinni. Í þróuðum löndum er yfirleitt gott aðgengi að grunnþjónustu og ekki þykir óvanalegt að fólk búi sér heimili eitt síns liðs. Í löndum sem eru minna þróuð heldur fjölskyldan sér aftur á móti oft meira saman og þykir það sums staðar beinlínis ekki jákvætt að fólk búi ekki með öðrum. Víðs vegar í Afríku snýst hugsunarhátturinn meira um samfélag og að vera saman. Margir íbúar þar búa við fátækt en hafa samt jákvæða hugsun um lífið. Þar er dans og söngur líka oft í fyrirrúmi. Lífið hjá þeim byggir á félagslegum grunni og því að búa í samfélagi þar sem fólk hugsar um hvert annað. Í Bretlandi hefur ráðherra einmanaleika verið starfandi síðan árið 2018 og í upphafi þessa árs var sams konar ráðherra skipaður í Japan, eftir að sjálfsvígstilfellum hafði fjölgað þar í landi í fyrsta skipti í 11 ár og þá sérstaklega meðal kvenna. Það er vert að fylgjast með viðbrögðum stjórnvalda í þessum löndum og hvernig umræddir ráðherrar haga málum. Litið til nágrannalanda Í Danmörku hefur krónprinsessan þar, Mary, stofnað sjóð til vinna að verkefnum sem sporna við einsemd í landinu. Í Finnlandi finnur þriðji hver íbúi fyrir einsemd. Þetta hlutfall var áður fimmti hver íbúi og hefur Rauði Krossinn áhyggjur af stöðunni. Í Svíþjóð er verkefni í gangi í Helsingborg með það að markmiði að leiða fólk saman og berjast gegn einmanaleika með því að bjóða upp á leigu á íbúðum á sanngjörnu verði þar sem félagslífið er í forgrunni og ólíkar kynslóðir mætast. Í húsnæðinu er t.d. sameiginlegt eldhús, bókasafn og líkamsræktarsalur. Verkefnið nefnist Sällbo. Staðan á Íslandi Hér á landi hefur tilraunaverkefni í nokkurri líkingu við verkefnið í Svíþjóð verið framkvæmt í þjónustuíbúðum aldraðra með það fyrir augum að draga úr einmanaleika og félagslegri einangrun. Þar bjuggu háskólanemar með eldri borgurum og sinntu ýmsu sem stuðlaði að góðu félagslífi meðal heimilismanna. Í niðurstöðum verkefnisins kemur m.a. fram að verkefni nemanna sem tóku þátt voru fjölbreytt, en þeir stóðu fyrir margvíslegum viðburðum og voru stuðningur og félagsskapur við íbúa. Forstöðumenn sögðu nemana hafa náð að virkja íbúa, t.d. þegar þeir voru með viðburði og að vera þeirra hafi einnig haft jákvæð áhrif á þá íbúa sem voru félagslega einangraðir. Þessu verkefni er nú lokið en það verður spennandi að sjá hvort við munum sjá fleiri nýjungar á þessu sviði í framtíðinni. Í Talnabrunni, fréttabréfi Embætti landlæknis, kemur fram að fjórði hver einstaklingur á aldrinum 18-24 ára fann oft eða mjög oft fyrir einmanaleika árið 2020 og að fjölgun þeirra sem finna fyrir einmanaleika sé mest í þessum aldurshópi. Það ætti að vera áhyggjuefni. Í skýrslunni er nefnt að ungt fólk greini frá meiri streitu og meti andlegu heilsu sínu og hamingju verri en þeir sem eldri eru. Einnig kemur þar fram að áhrif kórónuveirufaraldursins geti tekið nokkurn tíma að koma fram en aftur á móti gefi greining niðurstaðna ekki möguleika á greiningu niður á afmarkaða hópa sem gætu hafa upplifað verri áhrif hans, til að mynda þá sem búa við langvinn veikindi, fötlun og félagslega einangrun. Könnunin var sömuleiðis gerð á íslensku og því er ekki vitað með vissu hvernig staða þeirra er, sem eru af erlendu bergi brotnir og búsettir hér, en skortir íslenskukunnáttu. Önnur verkefni sem hafa dregið úr einsemd og verið lyftistöng fyrir samfélagið eru ýmis verkefnið á vegum RKÍ, t.d. Hjálparsími Rauða Krossins og verkefnið Heimsóknarvinir sem einnig er á vegum þess. Í fyrravor þurfti að loka félagsmiðstöðvum fullorðinna í Reykjavík um tíma og var brugðið á það ráð að stofna tímabundið tilraunaverkefni sem fékk heitið „Spjöllum saman“ þar sem sjálfboðaliðar hringdu til fólks á aldrinum 85 ára og eldri og veittu félagslegan stuðning í formi spjalls á forsendum hvers og eins. Það hefur eflaust gert mikið fyrir þennan hóp, þótt alltaf megi hugsa leiðir til að bæta stöðuna enn betur. Ljóst er að einsemd er heimsfaraldur þar sem Ísland er ekki undanskilið. Félagsmálaráðuneytið hefur að undanförnu auglýst styrki til félagasamtaka vegna verkefna sem vinna til að mynda að því að rjúfa félagslega einangrun fólks. Ekki er nóg eitt og sér að stjórnvöld og sveitarfélög setji fjármuni í að sporna við þessum vanda heldur þarf breytta hugsun meðal landsmanna. Samkvæmt könnunum þarf að huga sérstaklega að andlegri líðan ungs fólks og leiða má líkum að því að hið sama gildi almennt um einstaklinga sem eru félagslega einangraðir. Hver og einn getur gert eitthvað til að bæta stöðuna eins og með því að hringja eitt símtal til ættingja eða vinar í 5 mínútur á dag. Mörg lítil góðverk geta nefnilega gert heilmikið þegar upp er staðið. Höfundur er Reykvíkingur.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar