Ætlaði að hætta eftir leikinn gegn Englandi: „Fór að hágrenja í klefanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2021 13:31 Hannes Þór Halldórsson lék sinn síðasta landsleik í september. vísir/vilhelm Hannes Þór Halldórsson ætlaði að hætta með landsliðinu síðasta haust. Hann ákvað hins vegar að reyna að hjálpa landsliðinu að komast á eitt stórmót í viðbót. Eftir leikinn gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli í september greindi Hannes frá því að hann hefði spilað sinn síðasta landsleik. Hann ætlaði hins vegar að hætta í landsliðinu fyrir ári síðan, eftir að Ísland komst ekki á EM 2020. Mikið hefur gengið á í kringum íslenska landsliðið að undanförnu vegna ásakana um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna þess. Hannes hefði að sjálfsögðu kosið að hætta við aðrar aðstæður, en hann hefði hætt sama hvernig staðan hefði verið. „Auðvitað hefði ég viljað að þetta hefði verið öðruvísi. Ég held að allir séu sammála um það. Þetta er mjög leiðinlegt staða sem er komin upp og vond. Ef maður hefði teiknað það upp hefði það verið allt annað. En þessi staða er komin upp og var komin upp þarna og ég gat engu breytt um það,“ sagði Hannes. „Þannig að mér fannst minn tími vera kominn með landsliðinu og ég held að það hefði gerst hvort sem allt hefði verið frábært eða eins og þetta var þarna.“ Hannes var nánast búinn að ákveða í landsliðinu síðasta haust. Hann beygði nánast af í viðtali eftir leikinn gegn Englandi á Wembley í Þjóðadeildinni sem honum fannst líklegt að yrði hans síðasti landsleikur. „Ég var næstum því búinn að taka þá ákvörðun að hætta eftir að duttum út á móti Ungverjum í umspilinu á hræðilegan hátt. Svo spiluðum við tvo leiki í viðbót. Ég kom inn á móti Englendingum og spilaði þar minn 74. landsleik sem þýddi að ég jafnaði landsleikjamet Birkis Kristinssonar, vinar míns. Ég hafði horft á það sem markmið lengi og gat alveg sætt mig við að það væri fínt enda fór ég að grenja eftir viðtalið og hélt að þetta væri búið. Ég fór aðeins að gráta í þessu viðtali og fór svo að hágrenja inni í klefanum eftir leik. Ég réði ekki við mig,“ sagði Hannes en umrætt viðtal má sjá hér fyrir neðan. Hann ákvað hins vegar að taka enn einn slaginn með landsliðinu eftir að dregið var í riðla fyrir undankeppni HM enda möguleikarnir á að komast á þriðja stórmótið góðir. „Maður sá að þetta var riðill þar sem við áttum að taka 2. sætið í. Það voru allir enn með. Þjálfararnir heyrðu í mér og ég ætlaði ekki að sitja heima ef við myndum ná 2. sætinu og komast á HM. Ég ákvað að taka slaginn. Svo þróuðust málin eins og þau þróuðust, bæði innan vallar og utan,“ sagði Hannes. „Miðað við allt fannst mér kominn tími á þetta, á mig. Mér fannst neistinn ekki vera eins mikill og svo eigum við frábæra markverði sem er kominn tími á. Það er óþarfi að hafa mig að þvælast fyrir þeim.“ Hannes lék 77 landsleiki og er leikjahæsti markvörður í sögu íslenska landsliðsins. Hann lék alla leiki Íslands á EM 2016 og HM 2018. HM 2022 í Katar Einkalífið Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Eftir leikinn gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli í september greindi Hannes frá því að hann hefði spilað sinn síðasta landsleik. Hann ætlaði hins vegar að hætta í landsliðinu fyrir ári síðan, eftir að Ísland komst ekki á EM 2020. Mikið hefur gengið á í kringum íslenska landsliðið að undanförnu vegna ásakana um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna þess. Hannes hefði að sjálfsögðu kosið að hætta við aðrar aðstæður, en hann hefði hætt sama hvernig staðan hefði verið. „Auðvitað hefði ég viljað að þetta hefði verið öðruvísi. Ég held að allir séu sammála um það. Þetta er mjög leiðinlegt staða sem er komin upp og vond. Ef maður hefði teiknað það upp hefði það verið allt annað. En þessi staða er komin upp og var komin upp þarna og ég gat engu breytt um það,“ sagði Hannes. „Þannig að mér fannst minn tími vera kominn með landsliðinu og ég held að það hefði gerst hvort sem allt hefði verið frábært eða eins og þetta var þarna.“ Hannes var nánast búinn að ákveða í landsliðinu síðasta haust. Hann beygði nánast af í viðtali eftir leikinn gegn Englandi á Wembley í Þjóðadeildinni sem honum fannst líklegt að yrði hans síðasti landsleikur. „Ég var næstum því búinn að taka þá ákvörðun að hætta eftir að duttum út á móti Ungverjum í umspilinu á hræðilegan hátt. Svo spiluðum við tvo leiki í viðbót. Ég kom inn á móti Englendingum og spilaði þar minn 74. landsleik sem þýddi að ég jafnaði landsleikjamet Birkis Kristinssonar, vinar míns. Ég hafði horft á það sem markmið lengi og gat alveg sætt mig við að það væri fínt enda fór ég að grenja eftir viðtalið og hélt að þetta væri búið. Ég fór aðeins að gráta í þessu viðtali og fór svo að hágrenja inni í klefanum eftir leik. Ég réði ekki við mig,“ sagði Hannes en umrætt viðtal má sjá hér fyrir neðan. Hann ákvað hins vegar að taka enn einn slaginn með landsliðinu eftir að dregið var í riðla fyrir undankeppni HM enda möguleikarnir á að komast á þriðja stórmótið góðir. „Maður sá að þetta var riðill þar sem við áttum að taka 2. sætið í. Það voru allir enn með. Þjálfararnir heyrðu í mér og ég ætlaði ekki að sitja heima ef við myndum ná 2. sætinu og komast á HM. Ég ákvað að taka slaginn. Svo þróuðust málin eins og þau þróuðust, bæði innan vallar og utan,“ sagði Hannes. „Miðað við allt fannst mér kominn tími á þetta, á mig. Mér fannst neistinn ekki vera eins mikill og svo eigum við frábæra markverði sem er kominn tími á. Það er óþarfi að hafa mig að þvælast fyrir þeim.“ Hannes lék 77 landsleiki og er leikjahæsti markvörður í sögu íslenska landsliðsins. Hann lék alla leiki Íslands á EM 2016 og HM 2018.
HM 2022 í Katar Einkalífið Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira