„Hjarta hennar sló líka!“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2021 23:34 „Ekki ein í viðbót!“ hrópuðu mótmælendur, sem söfnuðust saman víða um Pólland í dag. Þeirra á meðal var Donald Tusk, fyrrverandi forsætisráðherra Póllands og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. epa/Sebastian Borowski „Hjarta hennar sló líka!“ hrópuðu þúsundir mótmælenda í Póllandi í dag, í mótmælum sem efnt var til eftir að ólétt kona lést á sjúkrahúsi. Fjölskylda hennar segir heilbrigðisstarfsmenn hafa neitað henni um lífsnauðsynlega umönnun af ótta við að vera sótt til saka vegna strangar þungunarrofslöggjafar landsins. „Vegna þungunarrofslaganna þarf ég nú að liggja í rúminu og þeir geta ekki gert neitt,“ sagði konan, Izabela, í skilaboðum til móður sinnar eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús í Pszczyna í suðvesturhluta Póllands. „Þeir bíða eftir að barnið deyi eða að eitthvað fari að gerast. Ef það gerist ekki... frábært; þá get ég átt von á blóðeitrun.“ Izabela lést morguninn eftir, hinn 22. september síðastliðinn. Læknirinn sem annaðist hana sagði eiginmanni hennar að dánarorsökin væri blóðtappi en frumrannsókn meinafræðings leiddi í ljós að Izabela hefði dáið af völdum blóðeitrunar. Jolanta Budzowska, lögmaður fjölskyldu Izabelu, segir að lögum samkvæmt sé þungunarrof heimilt á þeim grundvelli að heilsa og líf móður sé í hættu. Læknar séu engu að síður smeykir við að grípa til þess að framkalla fæðingu, þar sem saksóknarar gætu ákveðið síðar meir að þeir hefðu gripið of snemma inn í og að líf móðurinnar hefði ekki verið í raunverulegri hættu. Það stendur til að herða löggjöfina enn frekar.epa/Leszek Szymanski Izabela var komin 22 vikur á leið þegar hún lést og þrátt fyrir að henni hefði verið tjáð að það væru nokkrar líkur á því að barnið væri ekki heilbrigt hafði hún engan hug á því að gangast undir þungunarrof. Kona sem var á sömu stofu og Izabela á sjúkrahúsinu sagði hins vegar að Izabela hefði fundið á sér að eitthvað væri að. „En þeir sögðu bara við hana að hjartað væri að slá og svo lengi sem hjartað slægi þá væri það bara þannig.“ „Enn þann dag í dag heyri ég ennþá orð hennar, að hún vildi lifa, að hún vildi ekki deyja, að hún ætti nákomna sem hún vildi lifa fyrir,“ sagði konan í samtali við sjónvarpsstöðina TVN. Vegna Covid-takmarkana fékk Izabela ekki að hafa neinn með sér á sjúkrahúsið þegar hún missti vatnið. Textaskilaboð hennar til ástvina eru meðal gagna sem yfirvöld hafa til rannsóknar. „Ég ligg og bíð, annað hvort gerist eitthvað eða ég dey,“ skrifaði hún móður sinni áður en hún lést. Hún átti 9 ára dóttur. Umfjöllun Guardian. Pólland Þungunarrof Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
„Vegna þungunarrofslaganna þarf ég nú að liggja í rúminu og þeir geta ekki gert neitt,“ sagði konan, Izabela, í skilaboðum til móður sinnar eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús í Pszczyna í suðvesturhluta Póllands. „Þeir bíða eftir að barnið deyi eða að eitthvað fari að gerast. Ef það gerist ekki... frábært; þá get ég átt von á blóðeitrun.“ Izabela lést morguninn eftir, hinn 22. september síðastliðinn. Læknirinn sem annaðist hana sagði eiginmanni hennar að dánarorsökin væri blóðtappi en frumrannsókn meinafræðings leiddi í ljós að Izabela hefði dáið af völdum blóðeitrunar. Jolanta Budzowska, lögmaður fjölskyldu Izabelu, segir að lögum samkvæmt sé þungunarrof heimilt á þeim grundvelli að heilsa og líf móður sé í hættu. Læknar séu engu að síður smeykir við að grípa til þess að framkalla fæðingu, þar sem saksóknarar gætu ákveðið síðar meir að þeir hefðu gripið of snemma inn í og að líf móðurinnar hefði ekki verið í raunverulegri hættu. Það stendur til að herða löggjöfina enn frekar.epa/Leszek Szymanski Izabela var komin 22 vikur á leið þegar hún lést og þrátt fyrir að henni hefði verið tjáð að það væru nokkrar líkur á því að barnið væri ekki heilbrigt hafði hún engan hug á því að gangast undir þungunarrof. Kona sem var á sömu stofu og Izabela á sjúkrahúsinu sagði hins vegar að Izabela hefði fundið á sér að eitthvað væri að. „En þeir sögðu bara við hana að hjartað væri að slá og svo lengi sem hjartað slægi þá væri það bara þannig.“ „Enn þann dag í dag heyri ég ennþá orð hennar, að hún vildi lifa, að hún vildi ekki deyja, að hún ætti nákomna sem hún vildi lifa fyrir,“ sagði konan í samtali við sjónvarpsstöðina TVN. Vegna Covid-takmarkana fékk Izabela ekki að hafa neinn með sér á sjúkrahúsið þegar hún missti vatnið. Textaskilaboð hennar til ástvina eru meðal gagna sem yfirvöld hafa til rannsóknar. „Ég ligg og bíð, annað hvort gerist eitthvað eða ég dey,“ skrifaði hún móður sinni áður en hún lést. Hún átti 9 ára dóttur. Umfjöllun Guardian.
Pólland Þungunarrof Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira