Viðvarandi neyðarástand kemur ekki til greina Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 8. nóvember 2021 09:01 Á föstudaginn sl. var Landspítali færður á svokallað hættustig, en þegar spítalinn er færður á hættustig er m.a. dregið úr aðgerðum og annarri starfsemi hans. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum var ákvörðunin tekin vegna „mikill[a] og vaxandi fjölda smita undanfarið.“ Þegar þessi ákvörðun var tekin voru sextán sjúklingar inniliggjandi á spítalanum með COVID, þar af þrír á gjörgæsludeild. Um 660 rúm eru á Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum á vef stofnunarinnar. Ríflega þúsund einstaklingar voru undir „eftirliti COVID göngudeildar“. Þeir einstaklingar eru í einangrun í heimahúsi og fá reglubundin símtöl þar sem líðan þeirra er metin, en mjög lítill hluti þeirra er síðan kallaður inn til mats. Hið framúrskarandi starf göngudeildarinnar er líklega eitt allra besta dæmið um mátt nýsköpunar og lausnamiðaðrar hugsunar í heilbrigðiskerfinu í þessum faraldri. Þótt landsmenn hafi orðið fróðari um mismunandi viðbragðsstig Landspítalans í faraldrinum höfum við vissulega verið upplýst reglulega sl. áratug um mikið álag á spítalanum og að sjúklingum sé forgangsraðað við þjónustuna. Uppgefnar ástæður hafa verið misjafnar, svo sem inflúensufaraldur, ljósmæðraskortur, og umferðar- og hálkuslys. Á sama tíma hefur gagnrýni heilbrigðisstarfsfólks á spítalann farið vaxandi og í sumar afhentu rúmlega eitt þúsund læknar undirskriftalista til heilbrigðisráðherra þar sem ástandið á Landspítalanum var gagnrýnt harðlega. Þá gagnrýndi Félag sjúkrahúslækna ástandið þar sömuleiðis, m.a. 100 prósent hámarksnýtingu legurýma sem væri langt yfir alþjóðlegum viðmiðum. Alvarlegt ástand og hættustig á Landspítalanum væri því ekki aðeins tilkomið vegna COVID. Síðastliðinn áratug hafa fjárframlög til heilbrigðismála, þ.m.t. til Landspítala, verið aukin töluvert. Á síðasta kjörtímabili hækkuðu framlög til heilbrigðismála um tæplega fjórðung miðað við fjárlög þessa árs, en afköst Landspítalans hafa því miður ekki aukist samhliða. Það staðfestir skýrsla McKinsey sem var gerð fyrir heilbrigðisráðuneytið og birt fyrir um ári síðan. Stjórnvöld hafa boðið fram alla þá fjármuni sem þarf til að bregðast við stöðunni sem hefur skapast vegna COVID. Það er óásættanleg staða fyrir eina mest bólusettu þjóð heims að búa við svo miklar takmarkanir á frelsi og mannréttindum vegna brotalama í heilbrigðiskerfinu okkar, vandkvæða sem eiga rætur að rekja langt fyrir tíma heimsfaraldurs. Heilbrigðiskerfið okkar á að þjóna samfélaginu og það má ekki verða að viðtekinni venju og viðhorfi að samfélagið stilli sig af til þess að koma til móts við kerfið, svo vísað sé til þess sem nýlega var haft eftir einum af þeim ágætu læknum sem lögðu grunn að göngudeild COVID. Við höfum glímt við afleiðingar heimsfaraldurs í næstum tvö ár og sér enn ekki fyrir endann á þeim. Þá stöndum við frammi fyrir gríðarlegri áskorun í heilbrigðismálum vegna öldrunar þjóðarinnar og því fylgir óhjákvæmilega aukin fjármagnsþörf. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt að fjármunirnir séu nýttir sem best og í því tilliti er mikilvægt að hlusta á allar raddir innan heilbrigðisstéttanna og spítalans. Síðast en ekki síst þarf að skoða hvað nágrannaþjóðir okkar sem verja mjög svipuðum fjárhæðum og við til heilbrigðisþjónustu, sé aldursdreifing þjóðarinnar tekin með í reikninginn, gera öðruvísi en við. Það er í það minnsta ljóst að ærið verkefni bíður stjórnvalda og nýrrar yfirstjórnar Landspítalans. Að halda samfélaginu í viðvarandi ótta og viðbragðsstöðu vegna mönnunar eða aðstöðuvanda Landspítalans er óhugsandi framtíðarsýn. Algjör samstaða hlýtur að ríkja um að við gerum Landspítalanum kleift að sinna sínu hlutverki og aukum viðbragðsþol hans gagnvart bæði tímabundnum áföllum og langvarandi álagi. Það kemur að minnsta kosti ekki til greina að pólitísk forysta í landinu láti það gerast að samfélagið verði undirselt viðvarandi takmörkunum á frelsi og mannréttindum. Um það hlýtur einnig að vera algjör samstaða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Landspítalinn Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi. Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Á föstudaginn sl. var Landspítali færður á svokallað hættustig, en þegar spítalinn er færður á hættustig er m.a. dregið úr aðgerðum og annarri starfsemi hans. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum var ákvörðunin tekin vegna „mikill[a] og vaxandi fjölda smita undanfarið.“ Þegar þessi ákvörðun var tekin voru sextán sjúklingar inniliggjandi á spítalanum með COVID, þar af þrír á gjörgæsludeild. Um 660 rúm eru á Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum á vef stofnunarinnar. Ríflega þúsund einstaklingar voru undir „eftirliti COVID göngudeildar“. Þeir einstaklingar eru í einangrun í heimahúsi og fá reglubundin símtöl þar sem líðan þeirra er metin, en mjög lítill hluti þeirra er síðan kallaður inn til mats. Hið framúrskarandi starf göngudeildarinnar er líklega eitt allra besta dæmið um mátt nýsköpunar og lausnamiðaðrar hugsunar í heilbrigðiskerfinu í þessum faraldri. Þótt landsmenn hafi orðið fróðari um mismunandi viðbragðsstig Landspítalans í faraldrinum höfum við vissulega verið upplýst reglulega sl. áratug um mikið álag á spítalanum og að sjúklingum sé forgangsraðað við þjónustuna. Uppgefnar ástæður hafa verið misjafnar, svo sem inflúensufaraldur, ljósmæðraskortur, og umferðar- og hálkuslys. Á sama tíma hefur gagnrýni heilbrigðisstarfsfólks á spítalann farið vaxandi og í sumar afhentu rúmlega eitt þúsund læknar undirskriftalista til heilbrigðisráðherra þar sem ástandið á Landspítalanum var gagnrýnt harðlega. Þá gagnrýndi Félag sjúkrahúslækna ástandið þar sömuleiðis, m.a. 100 prósent hámarksnýtingu legurýma sem væri langt yfir alþjóðlegum viðmiðum. Alvarlegt ástand og hættustig á Landspítalanum væri því ekki aðeins tilkomið vegna COVID. Síðastliðinn áratug hafa fjárframlög til heilbrigðismála, þ.m.t. til Landspítala, verið aukin töluvert. Á síðasta kjörtímabili hækkuðu framlög til heilbrigðismála um tæplega fjórðung miðað við fjárlög þessa árs, en afköst Landspítalans hafa því miður ekki aukist samhliða. Það staðfestir skýrsla McKinsey sem var gerð fyrir heilbrigðisráðuneytið og birt fyrir um ári síðan. Stjórnvöld hafa boðið fram alla þá fjármuni sem þarf til að bregðast við stöðunni sem hefur skapast vegna COVID. Það er óásættanleg staða fyrir eina mest bólusettu þjóð heims að búa við svo miklar takmarkanir á frelsi og mannréttindum vegna brotalama í heilbrigðiskerfinu okkar, vandkvæða sem eiga rætur að rekja langt fyrir tíma heimsfaraldurs. Heilbrigðiskerfið okkar á að þjóna samfélaginu og það má ekki verða að viðtekinni venju og viðhorfi að samfélagið stilli sig af til þess að koma til móts við kerfið, svo vísað sé til þess sem nýlega var haft eftir einum af þeim ágætu læknum sem lögðu grunn að göngudeild COVID. Við höfum glímt við afleiðingar heimsfaraldurs í næstum tvö ár og sér enn ekki fyrir endann á þeim. Þá stöndum við frammi fyrir gríðarlegri áskorun í heilbrigðismálum vegna öldrunar þjóðarinnar og því fylgir óhjákvæmilega aukin fjármagnsþörf. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt að fjármunirnir séu nýttir sem best og í því tilliti er mikilvægt að hlusta á allar raddir innan heilbrigðisstéttanna og spítalans. Síðast en ekki síst þarf að skoða hvað nágrannaþjóðir okkar sem verja mjög svipuðum fjárhæðum og við til heilbrigðisþjónustu, sé aldursdreifing þjóðarinnar tekin með í reikninginn, gera öðruvísi en við. Það er í það minnsta ljóst að ærið verkefni bíður stjórnvalda og nýrrar yfirstjórnar Landspítalans. Að halda samfélaginu í viðvarandi ótta og viðbragðsstöðu vegna mönnunar eða aðstöðuvanda Landspítalans er óhugsandi framtíðarsýn. Algjör samstaða hlýtur að ríkja um að við gerum Landspítalanum kleift að sinna sínu hlutverki og aukum viðbragðsþol hans gagnvart bæði tímabundnum áföllum og langvarandi álagi. Það kemur að minnsta kosti ekki til greina að pólitísk forysta í landinu láti það gerast að samfélagið verði undirselt viðvarandi takmörkunum á frelsi og mannréttindum. Um það hlýtur einnig að vera algjör samstaða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun